Akranes - 01.05.1949, Side 14

Akranes - 01.05.1949, Side 14
bæta mætti að einhverju úr þessum mis- tökum. Magnús var ekki ráðalaus fremur venju. Hann gerði sér lítið fyrir og gengur til þess manns á Isafirði, sem eitthvað fékkst við gleraugnasölu, og fékk þar að rína í gler hans og rannsaka þau. Að því húnu fór hann í verzlun eina og keypti tóman „ma rg a ríns “'k a s sa, og eftir skamma stund var Magnús búinn að smíða úr þess- um efnivið „fyrirtaks“ Ijósmyndavél. Með þessari „margaríns“kassavél tók Magnús myndir í þessu ferðalagi. Vélin var full- komlega nothæf, þótt ekki væri hún eins auðveld og fljótvirk sem þær, er fengust í „útlandinu.“ GaldramáSur og búktalari. Listamannshæfileikar Magnúsar Ólafs- sonar voru ekki við eina fjöl felldir. Þótt öllum virtist hann á yfirborðinu alvöru- gefinn maður, lék eigi á tverm tungum, að hann væri laun-kíminn og hrókur alls fagnaðar, en þó ávallt með svip og ein- kennum hins fágaða manns. Þegar hann var á Akranesi, gerði hann t. d. nokkuð að því að skemmta með búktali, sjónhverf- ingum, spilagöldrum o. fl.. Þótti þetta gert af ótrúlegri list og leikni, svo vel, að ekki þótti líkjast neinum brellum, lélegum leik eða eftirhermum, sem mistókust í annað hvort sinn. Þarna sýndi Magnús listir, sem útlendingar komu hingað með löngu seinna, og sízt voru betri en hjá Magnúsi. Fiðluleikari — fiSlusmiður. Áður hefur lítillega verið minnst á Magnús í sambandi við söng. Flann var ekki aðeins ágætur söngmaður, heldur og mjög músikalskur, lék nokkuð á orgel og enn meira á fiðlu. Eftir að hann kom til Reykjavíkur dróst hann að nokkrum hæfi- leikamönnum á músik-sviðinu, svo sem: Þorsteini Jónssyni, járnsmið, sem líka lék á orgel og fiðlu og var ágætur söngmaður, tilfinningarikur og listrænn. Guðmundi Björnssyni, landlækni, Jóni Bjarnasyni í Edinborg o. fl.. Þessir menn æfðu mikið saman fiðluspil, fengu frk. Ástu (núver- andi ríkisféhirði), dóttur Magnúsar til að leika undir, og héldu svo nokkrum sinn- um? a. m. k. fiðlu-konsert í Góðtemplara- húsinu. Er mér tjáð, að þetta muni vera fyrstu fiðlukonsertar, sem haldnir hafa verið í Reykjavik. Uppfinningamaður. Af því, sem nú hefur verið sagt, virðist nærri liggja, að Magnús hafi verið upp- finningamaður. Það var hann líka. Er ekki að efa, að á því sviði hefði hann getað orðið liðtækur með stærri þjóðum, þar sem fé og fyrirgreiðsla i hvers konar mynd hefði honum verið i té látin. Hér gerði fé- leysið, umhverfið og skilningsleysið allar athuganir hans og heilabrot að engu. Þegar Magnús var verzlunarstjóri á Akranesi, fann hann upp ágætt öruggt áhald eða vél til að mæla með stranga (við upptalningu), án þess að vefja þá upp og niður. Sparaðist við þetta áhald hans eitt, óhemju vinna. Þá smíðaði Magn- ús sjálfur allar stækkunarvélar sínar og útbjó sér ýmsar „linsur“ (opjektiv). Hann fann upp möguleika til að sýna lifandi myndir (steroskópiskar). Sú uppfinning kom fram löngu nokkuð seinna í Ameríku. Þá uppgötgvaði hann á hvern hátt ein- eygir menn gætu séð steroskopiskt. 1 sambandi við ljósmyndatæknina upp- götgvaði hann eitthvað fleira, sem ára- tugum seinna kom fram á sjónarsviðið erlendis. Hann mun hafa verið á góðum vegi með að finna upp ýmis „patent,“ en vantaði sífellt fé til framkvæmda. Magnús var einn af þeim mönnum, sem var í eðli’ sinu mjög óframfærinn, og honum kom aldrei til hugar að girnast peninga að láni, sem hann var ekki öruggur um að geta skilað aftur til þess, sem lánaði. Þess vegna var hann ragur til lántöku og þá var lítið um laust fé og það óvíða á boðstólum. Hann fann þá og örfáa menn, sem skildu hann, og það voru ekki fjáðustu mennirn- ir, eða þeir, sem mesta höfðu möguleikana á öllum sviðum. Magnús var lista smiður. munu vera til eftir hann nokkrir fagrir smíðisgripir, svo sem steroskop, forláta skatthol, mjög vel pólerað o. fl.. Stafróf Ijósmyndavélarinnar. Það mun sjálfsagt fáum kunnugt nú, að þegar 1914 gaf Magnús út smá rit eða leiðarvísi með ofanrituðu heiti. Skiptir hann efninu í kafla, með eftirfarandi yfir- skriftum: 1. Ljósmyndavélin. 2. Myrkvastofan. 3. Undirbúningur undir myndatökuna. 4. Listarefnið. 5. Myndatakan. 6. Hvernig farið er að frama lýstar flögur og þynnur. 7. Uppmyndun („Kopiering"). Formáli Magnúsar fyrir þessu litla kveri, er svohljóðandi: „Á meðal allra hinna menntuðu þjóða er ljósmyndasmíðin orðin svo almenn at- vinna, eða leikstarf, að varla sést svo nokk- ur ferðamaður, að hann hafi ekki meðferð- is Ijósmyndavél, sér eða öðrum til gagns og gamans. Hér á landi hafa einnig margir þegar eignast ljósmyndavélar og marga fleiri langar til þess, enda lætur okkar íslenzka náttúra í té fleiri og fegurri listarefni en víða á sér stað i öðrum löndum. Ef byrj- endur lesa þennan stutta leiðarvísi með athygli, ættu þeir að geta komizt í stöfun- ina með að gera ljósmyndir á einfaldan hátt, og er þá tilganginum með leiðarvísi þessum náð.“ Þetta litla kver er um margt mjög merkilegt, eins og vænta mátti frá hendi Magnúsar. Það ber ljóst vitni um staðgóða þekkingu hans á efninu og staðfestir það sem hér hefur verið sagt um hið næma listamannseðli hans. Get ég eigi stillt mig um að taka hér upp kaflann, er hann nefnir: Listarefnið. Hvar sem er, og ekki sízt hér á landi, má heita að listarefni fyrir ljósmynda- smíði sé alls staðar og óþrjótandi. Þó þér finnist máske lesari góður að þú munir ekki eftir neinu fallegu þarna í kringum þig, þar sem þú hefur dvalið langvistum eða í grendinni, þar sem þú ert daglegur gestur, þá er það ekki af því, að það sé elcki nóg listarefni, heldur vegna þess að þú hef- ir sama landslagið al'ltaf fyrir augunum, og venst því svo að þú veitir því ekki athygli; en beri gest að garði hjá þér, sem hefir ljósmyndavél meðferðis, er enginn vafi á þvi að hann sér fljótt listarfeng handa vél- inni sinni. Með smekkvisi og athygli má jafnan ná fögrum landlagsmyndum; um að gera að velja vélinni sem beztan stað. Þaðan sem mesta fjölbreytni getur að líta, verður bezt að taka myndina. Vaninn kennir að finna ýmis konar smáprýði i landslaginu. Ár og lækir, stöðuvötn, tjarnir og meir að segja lygnir pollar, steinar sem standa upp úr vatni og speglast í lygnunni, smá víkur upp í tjarnarbakka, sef, stargresisbúskar, klettar, kjarr og margt mætti telja fleira, sem verið getur til stórprýði á myndinni, sé pví valinn smekklegur staður á ljós- myndaflögunni. Margt er það fleira en landslag, sem bæði gaman og gagn getur verið að eiga myndir af. T. d. ýms vinnubrögð; hey- skapur, jarðabótavinna, alls konar veiðar, og í fiskiverum alls konar fiskvinna. Sá sem eignast hefir ljósmyndavél, mun brátt komast að því, að ekki vantar listarefnið. Vinir hans og vandamenn vilja margir láta taka mynd af sér, og sjálfan langar hann til þess að spreita sig á þeirri grein ljósmyndasmíðinnar. Auðvitað mega menn búast við að slíkar myndir komist ekki til jafns við mannamyndir þær, sem góðir ljósmyndasmiðir taka í hentugum ljós- myndastofum — þvi að þeir hafa venju- lega flest og mest fram yfir byrjendur, til þess að ná miklu betri myndum. Eitt hefir byrjandinn þó fram yfir ljósmyndasmið inn, og á hann að færa sér það sem bezt i nyt, en það er, að hann tekur helzt myndir af þeim sem hann er gagn kunn- ugur og kemst því hjá að glíma við alvöru- og hátíðasvip þann, sem svo mörgum 62 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.