Akranes - 01.05.1949, Side 5
Ásta í skóla Roosevelts forseta.
Enn var Ásta ekki ánægð, því að árið
1920 bregður hún sér til Ameríku að
gamni sínu, og ætlar að hvíla sig þar svo
sem ár-langt. Um 13 ára skeið hafði hún
skrifast á við Svisslending, sem hún hafði
ekki séð, fyrr en hún kom til Ameriku.
Þau giftu sig nú, en hún missti hann eft-
lr þrjú ár, og stóð þá ein uppi með 9 mán-
aða gamalt barn þeirra. Nokkru seinna
kynntist liún þar vestra íslenzkum manni,
Jóhanni Norðman og giftist honum 1925.
Búa þau síðan í Point Roberts í Washing-
tonfylki. Var hann ekkjumaður og átti
3 börn. Þau Jóhann og Ásta eiga tvö börn.
Alltaf hefur Ásta málað samhliða hinum
umfangsmiklu húsmóðurstörfum, og sýnir
það vel kjark hennar og dugnað.
Oft langaði hana vitanlega heim og
hafði lengi önglað saman aurum til að
geta leyft sér þann munað að heimsækja
gamla landið, sem fóstraði hana, þótt ekki
gæti það friðað hana fyrir útþrá. En þeg-
ar það takmark nálgaðist, brann húsið
þeirra til kaldra kola. En hún hefur sjálf-
sagt munað orð hinnar íslenzku kynsyst-
ur sinnar: Að gráta ekki lieldur safna liði.
Það er að gefast ekki upp fyrir erfiðleik-
unum, heldur sigra.
Enn var ekki námsþorsta Ástu málara
fullnægt. Það er auðséð að listhneigð
hennar hefur verið mikil, því að þegar
hún er yfir fimmtugt fer hún nokkuð að
Juarki, að fást við „æðri málaralist11 eins
°g hún sjálf orðar það. Árið 1938 stofn-
setti Roosevelt forseti skóla handa fólki,
sem langaði til að fullnuma sig í ýmsum
listum, þar sem þeir, sem vildu og þurftu,
gatu notið ókeypis kennslu hjá ágætum
kennurum. Lætur hún sér ekki þetta tæki-
færi úr greipum ganga og tekur nú að
læra að mála andlitsmyndir sérstaklega.
Heima aftur eftir meira en 25 ár.
Það lifir lengi i kolunum, og römm er
sú taug, eins og þar stendur. Ásta kom
hingað i febrúar 1946 og dvaldist heima
fram undir áramótin það sama ár. Á þessu
tímabili hafði margt breytst hér heima,
enda fannst henni gömlu litlu húsin, sem
hún málaði hér, vera vandlega falin milli
hinna risháu húsa í miðri borginm, og
svo allar villurnar í úthverfunum, —
sem þegar hún var seinast heima, — hefur
verið kallað upp í sveit. Ásta sagði, að
Reykjavik væri failegasta borgin í öllum
heiminum. Esjan og fjöllin yfirleitt höfðu
ekki breytst í augum hennar, þar var
engra umbóta þörf. Þau voru lika falleg-
ust, eins og þau verða ávallt í hennar og
flestra Islendinga augum. Henni fannst
líka að fólkinu hafði farið fram, að unga
fólkið hefði „fríkkað og stækkað“.
Þegar Ásta var spurð, hvers vegna hún
hefði lagt fyrir sig málaraiðnina, svaraði
hún: „Mig langaði til að hjálpa móður
ÁKRANES
minni, því að systkinin voru mörg“. Hún
var næst elzt. Þegar hún missti föður sinn,
réð hún sig í vist og fékk 1 o krónur i kaup
á ári. Henni fannst, að það hrykki skammt
fyrir móður sína. Hins vegar hefur hún
sjálfsagt haldið, að þegar náminu lyki,
væri það einna frekast í þessari iðn, sem
hún fengi sama kaup og karlmenn fyrir
sömu vinnu, en það var fátítt á þeim
árum.
Nú vildi ég mælast til, að Ásta málari
ritaði það helzta úr sinni margbreytilegu
ævi, sem hún hefur lifað í tveimur heims-
álfum og í fjórum þjóðlöndum. Á hin-
um mestu tímum framfara og „formyrkv-
unar“, sem yfir veröldina hafa nokkru
sinni gengið.
Fyrsti kven-meistari í húsgagnasmíði.
Hún heitir Ragnheiður Bertelsen, dótt-
ir Bertelsen málara, sem hér hefur áður
verið minnzt. Hún málaði fyrst með föð-
ur sínum ásamt Ástu málara. Ekki kaus
hún sér þá iðn, heldur ekki nál og enda,
Undraheimur
Kiarvals
Ég hef aldrei sett mig úr færi um að
skoða málverkasýningar Kjarvals. Þær
tvær síðustu finnast mér þó bera af, enda
viroist málarinn vera enn í hraðri fram-
för, þótt kominn sé yfir sextugt. Á næst
O
Kjarval talar viS vin sinn, listamanninn
FriSrik GuSjónsson.
síðustu sýningu Kjarvals voru um 60
myndir, og þar voru aðeins 4—5, sem
mig ekki langaði til að eiga. Svipuðu máli
gengdi um síðustu sýningu hans i febr.
s.l. Þar voru 65 myndir og flestar óvið-
jafnanlega fagrar, svo sem: Sjón er sögu
en hamar og sög.Hún hafði þegar í æsku
meira gaman að því að smíða borð og
stóla í brúðuhús, heldur en að leika sér
að brúðum, og sótti þegar fast að læra
húsgagnasmíði. Faðir hennar komst ekki
hjá þessu, og kom henni þvi fyrir til náms
hjá Kristjáni Kristjánssyni, húsgagna-
smið, þegar hún var aðeins 14 ára göm-
ul. Þar var hún í tvö ár, en fór síðan til
Kaupmannahafnar og lauk þar sveins-
prófi. Hún dvaldi um 11 ára skeið í París,
frá 1921—32, og stundaði þar þá engin
kona þessa iðn. Lengst af hefur Ragn-
heiður dvalizt í Danmörku og á þar enn
heima. Hún kom heim 1948, en þá hafði
hún ekki komið hingað í 28 ár. Hún mun
vera fædd í Kirkjustræti 10 í Reykjavík.
Málarameistarafélag Reykjavíkur.
Fystu hvatamenn að samtökum málara
munu þeir hafa verið málararnir Einar
Gíslason og Pétur Pálsson, skrautritari. —
Mun það hafa verið 1914 eða '15, sem
Framhald í næsta blaði.
rikari, (Fi’á Borgarfii’ði eystra), Sumar
við Selfljót, Úr öræfum, Ármannskvísl (í
Landbroti), Kyirð, Gullmold, Grundin
tekur undir og Fjarðarmynni.
Kjarval er skáld og listamaður í senn.
Af núlifandi Islendingum munu ekki
margir skipa þar innsta bekk fyrir utan
Einar Jónsson og hann. Þegar Kjarval
hefur tekið okkm' við hönd sér, opnast
hólar og hamraborgir, og hann nemur
okkur bókstaflega á burt. Mosa og mold,
fjöll og firnindi, ár og vötn, björg og
bjarkir málar hann af svo mikilli mýkt
og samræmi í litum og línum, að hjá eng-
um sér maður neinar sambærilegar hlið-
stæður. Ilann er svo slyngur og hugkvæm-
ur um að gefa myndum sínum nöfn, að
það opnar fyrir manni heila heima, jafn-
vel þar sem einfaldleikinn virðist þó vera
alls ráðandi um gerð myndarinnar. Með
mynd og nafngift hemiar finnst mér hann
og stundum hafa óviðjafnanlega'gott lag
á að gera blátt áfram „grín“ að hlutunum
t. d. eins og með myndinni Skólaskylda á
síðustu sýningu.
Kjarval er einn af þeim fáu mönnum,
sem þegar hefur öðlast þann þroska, að
vera numinn í hæxra veldi listfengrar
sálar, sem hefur í óvenjulega ríkum mæli
sagt skilið við sorann og ásókn í það, sem
lítið gildi hefur. Og þess vegna má segja,
að honum bregðist vart eða ekiki boga-
listin. Því að jafnvel þar, sem manni
finnst fljótt á litið vera hjá honum hrein
og bein vitleysa, er þegar að er gætt, feg-
urð og óviðjafnanlegur fínleiki. — Hann
yrkir ósjaldan og dregur þar oft upp dá-
samlegar myndir, eigi síður en þar Sem
hann túlkar veruleikann, stórbrotinn, ljúf-
an eða laðandi í sígildum verkum. Ó.B.R.
53