Akranes - 01.05.1949, Side 15
verður á að setja upp þegar hann á að
horfast í augu við vélina hjá ókunnugum
ljósmyndasmið.
Á mannamyndum er andlitið aðalatrið
ið. Það verður þvi umfram allt að gæta
þess, að vera ekki svo nálægt þeim, sem
verið er að mynda, að höfuðið komist ekki
fyrir á myndinni. Til þess að slíkt og því
líkt komi ekki fyrir, er bezta ráðið að
kynna sér vélina vel, sem notuð er, nefni-
lega hvað myndin sem á að komast fyrir
á ljósmyndaflögunni má taka .yfir mikið
svæði í myndsjánni. Á meðan að menn
eru óvanir vél sinni, virðist þeim mynd-
sjáin lofa meiru en vélin, þegar búið
er að taka með henni myndina. En það
orsakast af þvi að augað er of nálægt
myndsjánni.
Byrjendum er það áríðandi, ef þeir
eiga að vera nokkurn veginn ánægðir með
árangurinn af fyrstu tilraunum sínum,
að taka aðeins augnabliksmyndir, eða
snarmyndir öðru nafni, í sólskini og góðu
veðri, hvort sem þeir taka mannamyndir
eða landmyndir. Þegar um mannamyndir
er að ræða, getur ýmislegt orðið til þess
að aflaga eða umbæta, ekki síður en á
öðrum myndum. Ekki þarf annað t. d. en
að hliðhallt aftan við manninn, sem verið
er að mynda, standi kvartel eða kirna, eða
þá að stólpinn, sem þvottastagið er fest
í, beri þannig við, að hann virðist standa
uppi úr öxlinni á manninum, þegar búið
er að framleiða myndina.
Til þess að ná góðum andlitsmyndum
úti, er birtan hagkvæmust þegar himin er
skýjaður; sé sólskin, verður bezt að sá sem
verið er að mynda, standi þar sem skugga
ber á, en slika mynd þarf þá auðvitað að
lýsa lengur en myndir þær, sem teknar
eru í sólskini, t. d. 1/5 úr sekúndu í stað
1/50 eða jafnvel 1/100, ef sólskinmynd
er tekin.
Þegar að því kemur að ekki verður kom-
ist hjá að reyna að taka myndir inni í
herbergjum, verður að hafa það hugfast,
að birtumagnið þar er hér um bil 60 sinn-
um minna en úti. Á tímabilinu frá kl. 10
f. h. til 2 e. h. er birtan bezt, og ætti
helzt að nota þann lýma. Birtan úr glugg-
anum, sem bezt er að sé sem stærstur,
þarf að falla vel á persónu þá, sem verið
er að mynda, og þótt að tveir eða fleiri
gluggar séu á herberginu, er aðalbirtan
aðeins notuð úr einum þeirra, og til þess
að sú hliðin á andlitinu sem frá glugg-
anum snýr, verði ekki of dimm, verður
að hengja hvítan dúk eða annað hvítt til
hliðar við persónuna, þannig að endur-
skinið frá hvíta dúknum varpi sem mestu
ljósi á skuggahliðina, við það verða skugg-
arnir mildari og myndin betri. Sjálfur
verður myndasmiðurinn að vera hæfilega
langt frá með vélina og koma henni svo
fyrir, að hún liorfi ekki í glugga.“
Þessi kafli, sem og kverið í heild, ber
gott vitni um glöggskyggni Magnúsar og
listasmekk sem og áberandi skapgerðar-
einkenni í fari hans. Hversu hið listræna
auga hans er opið fyrir þeim „motivum“
sem fæztir hafa þá veitt efítirtekt eða lagt
mikið upp úr. Þá er annað sem stingur
mjög í stúf við það sem við eigum nú
að venjast, og sýnir bezt frjálslyndi hans
og viðhorf til listamennsku almennings
án tillits til eigin atvinnu og ávinnings.
Þarna er ekki verið að hugsa um einokun-
araðstöðu, eða halda leyndri reynslu sinni
og þekkingu, heldur þjóna listinni og
mönnunum án tillits til eigin hagsmuna.
Hér kemur og fram ein hlið enn á Magn-
úsi, það er viðhorf hans til tungunnar.
Þessa hlið hefur hann ekki látið sér i
léttu rúmi liggja, sem m. a. má marka
af því, að hann kemur þarna fram með
mörg nýyrði í iðninni, sem sýnilega eru
ekki sett fram óhugsuð, því bæði eru þau
falleg og fara vel í munni.
HeimiliS.
Heimili þeirra hjóna var stórt, en efn
in voru alla tið lítil. Það þurfti því að fara
vel með það litla, sem fyrir hendi var.
Nýtni og sparsemi skipuðu lika öndvegi,
en lægni og listhneigð heggja hjónanna
gerðu svo mikið úr þessu litla, að ókunn-
ugum fannst þar vera óvenjulegt hefðar-
heimili. Handbragði frú Guðrúnar var við
brugðið. Hvernig hún gat t. d. margsaum-
að upp úr sömu flik af Magnúsi, á eldri
drengina og svo á þá minni, er hinir höfðu
vaxið upp úr henni. (Þetta gæti ef til vill
verið hollt umliugsunar- og viðfangsefni
enn i dag fyrir okkar þjóð). Nákunnug
kona hefur tjáð mér, að snyrtimennska
húsmóðurinnar og nýtni hafi verið ein-
stök, hafi einu gilt, hvort hún fékkst við .
matartilbúning, saumaskap eða önnur hús-
verk, hún hafi verið svo hög og útsjónar-
söm, að allt lék í höndum hennar. Frú
Guðrún kvað hafa verið stórlynd kona og
jafnvel stolt undir vissum kringumstæð-
um, en gat þó stillt skap sitt svo vel, að
fáir vissu af. Hún var dul kona og fá-
skiptin og átti fáa vini. en þeim var hún
traustum böndum bundin. Hún var mjög
góð stúlkum sínum og leit oft til fátækra
og þeirra, sem áttu erfitt, þótt ekki væri
ávallt miklu að miðla. — Kunnugri konu
virtist, sem ótrúlegir hlutir væru gerðir á
þessu heimili af litlum efnum. Sýndi það
hvort tveggja i senn, nægjusemi húsráð-
endanna, og sérstakar gáfur beggja til að
gera mikið úr litlu og svo, að óvenjulega
vel færi á. Þannig virtust húsakynnin og
innanstokksmunir vera stærra og fegurra
en þetta var í raun og veru, vegna þess,
hve vel var um gengið og upp byggt.
Þessi voru börn Guðrúnar og Magnúsar
Ólafssonar:
1) Ásta, rikisféhirðir.
2) Ólafur, kvæntur Guðrúnu Árnadóttur,
ættaðri úr Grindavík.
3) Karl, héraðslæknir í Keflavík. Kvænt-
ur Elínu Jónsdóttur, frá Kambi í
Reykhólasveit. Þau eiga eina dóttur,
Guðrúnu.
4) Pétur, bankaritari í Landsbankanum.
Kvæntur Ásdisi Magnúsdóttur, frá
Bergi í Reykjavík. Þeirra börn: Guð-
rún og Magnús Karl.
5) Tryggvi, fulltrúi við Edinborgarverzl-
un, dáinn. Ekkja eftir hann er Elín
Einarsdóttir. Þeirra dætur: Guðrún og
Sigrún.
6) Karólina Þorbjörg, ógift, dáin 7. jan-
úar 1942.
Eins og áður er sagt átti Magnús einn
son áður en hann kvæntist. Hann hét Guð-
jón, var skósmiður, en er dáinn. Hann var
kvæntur Ketilfríði Dagbjartsdóttur, frá
Gröf í Rauðasandshreppi. Þau áttu eina
dóttur, Sigurbjörgu að nafni.
Um fram allt valmenni.
Hér hefur nú verið stiklað á stóru um
störf og hæfileika Magnúsar Ólafssonar,
ljósmyndara, eins hins fjölhæfas'a lista-
manns hér á landi, sem uppi var á íðari
hluta aldarinnar sem leið og framan T
þessari. Fyrstu 15 starfsárin vann hann
með mikilli prýði, verk, sem stóð þó mjög
fjarri aðal-hugðarefnum hans. Hann var
óvenjulega fjölþættum listrænum hæfi-
leikum búinn. Söngmaður, smiður, mál-
ari og myndasmiður svo að orð fór af.
Hljóðfæraleikari og svo léttur í lund að
allir hændust að honum, eldri sem yngri.
Hann var allstaðar mannasættir, og gat
engin úlfúð risið í nálægð hans. Raun-
verulega gerði hann mikilsverðar upp-
götvanir, þótt eigi kæmi hann þeim á
framfæri. — Hann umsmíðaði fiðlur og
endurbætti þannig tóngæði þeirra veru-
lega. Þegar hann var í Stykkishólmi, kvað
hann hafa teiknað krosssaums-„munstur“
fyrir frúrnar þar. I eðli sínu var Magnús
ákaflega dulur og frábitinn því að trana
sér fram. Hann var óvenjulega samvizku-
samur og góðgjam, trúmaður og trygg-
lyndur. Afbragðs heimilisfaðir, enda
heimilið í fremstu röð fyrirmyndar heim-
ila, þar sem listrænt samræmi ríkti, frið-
ur og eindrægni og fagurt fjölskyldulíf.
Magnús var því um fram allt valmenni,
sem öllum þótti vænt um, og áreiðanlega
átti engan óvin. Maður, sem sýndi óvenju-
legt fordæmi i lífi, list og starfi.
Magnús var meðal þeirra Reykvíkinga,
sem fyrstir Islendinga sýndu kvikmyndir
hér á landi. Það var árið 1903, aðeins átta
árum eftir að farið var að sýna þær úti
í heimi. Var hann þar liðtækur sem oftar
þótt lærdómur hans á því sviði væri
enginn.
Ö. B. B.
AKRANES
63