Akranes - 01.05.1949, Qupperneq 6

Akranes - 01.05.1949, Qupperneq 6
VÖLUNDURINN Á VINDHÆLI OG KONA HANS tJrsmiður og organleikari. Sumum mönnum er allt til lista lagt, það er eins og þeim veitist svo létt að skilja alla hluti, og gera þá af nýju eða endurbæta ef þeir bila. Þeir gera við hin- ar fíngerðustu og margbrotnustu vélar, án sérstaks lærdóms, þegar þá ber að þeim, jafnvel í fyrsta sinn. Slík er „nátt- úra“ hinna dverghögu manna. Jón Sig- urðsson er eitt dæmi um þetta. Hann hef- ur um fimm tugi ára gert við úr og klukk- ur, og sjálfur smíðað hluti i hvort tveggja. Á sama hátt hefur hann þráfaldlega gert við saumavélar og hliðstæðar heimilisvél- ar. Er Jón þá venjulega fljótur að sjá hvað að er, og fljótur að finna nothæfa hluti til viðgerðarinnar, tíðast í „afgöngum“ sínum, er hann heldur vel til haga, hvort sem um er að ræða vírspotta, stálbút eða spýtukubb. Þannig hýr hann og tíðum til hespur, lása, lykkjur og lokur úr. „ónýtu“ efni, svo að ótrúlega fer á, og endist margfalt við hið útlenda „hismi“ nú a. m. k. Tveggja stunda tónlistarnám. Listgáfa Jóns er ekki aðeins bundin við hið efnislega, þar sem hann sveigir og beygir allt að vild sinni. Hann leggur ekki aðeins lag við hina hagrænu, heldur og hina hugrænu hlið listanna. Hefur hann lengi verið í þingum við drottningu þeirra, tónlistina, sem alla ævi hefur heill- að hann. Þegar hann hjó á Efri-Teig, bjó í næsta húsi við hann Vilhjálmur Guð- mundsson, fyrsti kirkjuorganisti hér, sem þá átti lítið orgel. Jón varð svo heillaður af návistinni við hljóðfæri þetta, að hann fékk sér tveggja tima tilsögn hjá Vilhjálmi í organleik, og keypti sér fljótlega ferða- orgel, það sem hann á enn í dag. Vegna anna og erfiðis hefur hann ekki getað æft sig á hljóðfærið sitt, eins og skyldi. Þetta „instrument“ var Jóni kærkomið til að brjóta heilann um, og fljótur var hann að gera á því endurbætur. Setti á það hnéspaða, til að auka og draga úr styrk- leika tónanna ofl., (forte-piano). Eins og Jón gerði við úr, klukkur og saumavélar, hefur hann verið einasti or- gel-viðgerðarmaður hér. Hreinsað þau og annast hvers konar viðgerðir á þeim. Hann hefur meira að segja smíðað hljóm- fjaðrir í mörg orgel, þar á meðal kirkju- •orgelið hér. Um tóngæði þessara fjaðra sagðist Jón hafa látið sér nægja, þegar organistarnir töldu þær ófalskar. Býst ég 54 þó við, að ‘á stundum hafi Jón fremur viljað treysta sínu eigin eyra. Fyrir utan fagið. Jón er mjög vel greindur maður, fróð- leiksfús og kann góð skil á mörgu og er víða heima, enda ótrúlega lesinn, miðað við annir og langan vinnudag. Það er því ekki gott að bera, hvað sem er á borð fyrir hann og láta hann kingja hverju sem er. Hann samsinnir vart, án þess að SlÐARI GREIN hafa krufið mál til mergjar. Hann er mjög dagfarsgóður og prúðmenni i allri fram- göngu. Ég býst við að greind og gagnrýni séu alltíð einkenni í ættinni, jafnvel kuldi án kæruleysis, þar mun þó geta verið næmleiki og varmi, þó ekki leiti það út í allar áttir. Þessi eðlishneigð ber oft vott um hreinskilni og bersögli, jafnvel hjá þeim, sem yfirleitt virðast dulir og óframfærnir. Einnig orðheldni og dreng- skap, þegar á reynir. 1 þessum efnum er Jón enginn veifiskati eða yfirborðs- maður, heldur traustur og trygglyndur. Jón smiður er afskiptalítill um annara hagi og háttu. Hann er hægfara maður, með opin augu og eyru fyrir þeim nýung- um, sem taka fram hinu gamla til fram- búðar, og samrýmist gamalgrónum forn- um dyggðum. Á ágæti efnis kann hann góð skil og notfærir sér það til hins ítrasta. Mjög hefur Jón verið frábitinn þvi, að fást við opinber störf. Þó komst hann ekki hjá þvi, að vera í hreppsnefnd eitt kjör- tímabil. Einnig var hann um skeið virð- ingamaður. Hvort tveggja rækti hann með skýrleika og kostgæfni hins sam- vizkusama manns. Snyrtimaður er Jón hinn mesti, þrifinn og reglusamur, þar sem hver hlutur hefm- sinn stað og ekk- ert gengur úr skorðum. Hjá honum fer þvi ekki langur timi i leit að neinum hlut, er til hans á að taka. Jón er grand- var maður og samvizkusamur og þykir rétt og sjálfsagt að samræmis gæti milli orða og eiða. Hann vill ekki vera skuld- ugur neinum um neitt, en er þó bóngóð- ur og greiðasamur. Þótt Jón geti verið opinskár og all á- kveðinn í skoðumnn, er hann fremur dul- ur maður og óframfærinn og engan veg- inn, sem opin bók hverjum sem er. Um trúmál ræðir hann lítt og mun telja það Sigriður Lárusdóttir Ottesen. — Myndin er tekin af henni tvítugri. sérmál hvers eins. En er út af bregður um kenningar í stól og samræmis á stéttum, finnst honum sem ekki fari vel á því. Að því er trúmálin snertir, hygg ég að Jón eigi þar þann helgidóm, sem hann ætli ekki mörgum öðrum umgang um, fremur en ýmsir íslendingar á öllum tímum. 1 landsmálum sem öðru, hefur hann verið ákveðinn en öfgalaus. Þegar bar- dagarnir voru mestir rétt eftir aldamótin, var Jón sem lang flestir Akurnesingar, eldheitur Landvarnar- og Sjálfstæðismað- ur. Þá var sagt að Heimastjórnarmenn hefðu með naumindum getað mannað hér út sexmannafar með sínum fylgismönn- um. (Formaður, og sex undir árar.) Alla stund síðan mun Jón hafa fylgt þeim, sem lengst vildu fara um viðskilnað við Dani. Þó hann væri svo heitur í þessum efnum, missir hann ekki sjónar á raunsæinu, og vill byggja á traustum grunni, fjárhags- lega og félagslega. Finnst honum, sem mörgum öðrum, vera á síðkastið lengra gengið en góðu hófi gegnir, svo um fjár- mál, sem félagsleg efni á landi hér. Hér hefur nú áður verið sagt frá Jóni Sigurðssyni, sem óvenjulegum hagleiks- og hæfileikamanni. Hins vegar hefur enn ekkert verið minnzt á hið einkar snotra heimili hans, né heldur konu hans, sem fyrst og fremst hefur mótað það af mikilli smekkvísi og dugnaði. Hinn 31. jan. 1896 kvæntist Jón, Sig- ríði Lárusdóttur Ottesen frá Ytra-Hólmi. Þau hjónin voru mjög samaldra; hún er fædd á Ytra-Hólmi 8. janúar 1870, dóttir Lárusar Ottesen bónda og formanns þar, og konu hans Karólínu Nikulásdóttur. Karólina var fædd 12. nóv. 1837 á Löngu- A K R A N E S Í

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.