Akranes - 01.10.1951, Qupperneq 2

Akranes - 01.10.1951, Qupperneq 2
Til fróðleiks og skemmtunar í Ijóðum og lausu máli Guðmundur í Deild var framúrskarandi skemmtilegur maður og eink- ar lagið að koma fólki í gott skap og skapa glað- værð í kringum sig. Hann hafði jafnan á hrað- bergi gamanyrði og spaugilegar sögur, vísur eða annað, kryddað skemmtilegum athugunum eða við- aukum Guðmundar sjálfs, sem átti óvenjulega frásagnar- og kímnigáfu. Það kom lika oft fyrir að Guðmundur orti vísur eða setti saman bragi eða smá-þulur irm ýmis atvik, menn eða mál cfni. Einhverju sinni var Guðmundur i kaupavinnu hjá Einari Markússyni kaupmanni í Ólafsvík, en hélt þá til hjá Benedikt Bachmann, sem hann þekkti vel frá Akranesi. Hjá Benedikt var þá sjómaður nokkur úr Vestur-eyjum á Breiðafirði. Þeir Guðmundur tóku nú tal saman. Vestur-eyja- maðurinn vildi halda uppi heiðri þeirra eyja- manna. Þegar þeir höfðu talað saman alllengi, spurði Guðmundur hvort hann ætti ekki að yrkja um þessa ágætu eyjamenn og var það vel þegið. Þar i var þetta: Eyjamanna er það fag æðarfugla að plokka; en eiga þó ekki enn í dag á sig tvenna sokka. Þeir róa þegar þeir rýna dag undir Jökli, en ekki er það samt allra fag undir Jökli. Flestir hafa þann sama sið að sigla í land kringum hádegið undir Jökli. I>að er vandi.... 1 þægu leiði lensa í ró, lifinu seiðir kyrrð og fró. En beitirðu skeið í bylji og sjó, betra er að reiðinn haldi og kló. Þénar ei slen á vegum vers né værð á Drafnar-sundum. Birðing millum boða og skers beita verður stundum. Þó er vandi, þú munt sjá það ef standið kannar, borða-gandi forða frá för í grandið hrannar. G. Björnsson frá Arkarlœk. Guð á Vaðlaheiði. Viðsýnt er á Vaðlaheiði, von og trú í sálum brenna. Máttarlindir guðdóms gæða gegnum mannleg hjörtu renna. Eins og risi ramgjör kirkja, — reginfjalla yfir verkið himinn hvolfir háum boga, hreina geymir kærleiksmerkið. Þeir, sem vilja friðinn finna, falla á kné i Bíldsárgili. Andi Drottins engum neitar við altarið i bergsins þili. Sólheimanna söngvaborgir sækja hljóm í bænakliðinn. Hrikastuðlar hljóðakletta til himins senda óska-niðinn. Hjörtun koma heim í dali, hlaðin sælu, burt er reiði, og geta þar með gleði vottað að Guð er stór é Vaðlaheiði. Dalmann. Staka. Skáldið var að vinna í Nýja barnaskólahúsinu: Hér er ungum eldað fóður, elli sungin þakkargjörð. Mildur, þungur, málsins óður, móðurtungan dýrst á jörð. Dulvin. Mannsandinn. Lifsins faðir lifsorð gaf, lærdóm sumir veita. Segjast komnir öpum af orðum Drottins breyta. Ginna fólk á glæpastig, guðdómskrafti neita. Þeir menn dæma sjálfa sig, sem að illa breyta. Frjálsræði var fyrsta hnoss, falla eða dafna. Vitund innra vísar oss vilja eða hafna. Syndin lamar likn og sátt, lífs á veg að snúa. Friðþægingar fyrir mátt frelsast þeir sem trúa. Bræðralag þess beri vott, bæði i verki og orði. Iðka bæn og gjöra gott, ganga að náðarborði. Páll Guðmundsson, frá Innra-Hólmi. Leiðrétting. Á 2. síðu í siðasta blaði, i aftasta dálki, er skekkja i upphafi 3. vísunnar. Vísan á að vera svona: Efidust kynnin úti’ á sjó, efni finn þar sagna nóg. Hér ég inni ei efnin frjó, á þau minnast vildi þó. Merkileg uppgötvun. Næstum daglega heyrum við um nýjar upp- götvanir. Margar þeirra hafa stórkostlega hagnýta þýðingu fyrir samtið og framtið. Ein slík upp- götvun virðist nú fara sigurför um heiminn með miklum hraða, enda er hún næsta hagnýt ef reynslan staðfestir það sem nú þegar er viður- kennt í sambandi við hana. Það er engin ástæða til að efast um það, því að það sem í þessu efni er staðreynd í dag, verður það auðvitað um alla fram- tið, meðan efnið er til, og rétt er farið með það. Nú skal ég ekki draga ykkur lengur á þessum leyndardómi, lesendur góðir. Þetta er þýzk upp- götvun, og hcitir að Tripplonera. Með þessari að- ferð er hægt að gera hvers konar fatnað helmingi haldbetri en hann annars er. Tripploneraöir vinnu- vetlingar eru þegar komnir á markaðinn hér á landi, og liggja fyrir mörg vottorð um að þessir vetlingar endist a. m. k. helmingi lengur en ann- ars. Það kostar aðeins kr. l.go eða svo, að gefa einu pari af vinnuvetlingum slíka aukna endingu. Þetta sama má og gera við annan vinnufatnað. Eftir slíka aðgerð, sem hér er lýst, er sagt að fötin brenni alls ekki, heldur sviðni aðeins í mesta lagi. Þessi merkilega aðferð er svo ný, að hún var fyrst i júlí i sumar tekin í notkun í Svíþjóð. I október i Noregi, og í nóvember s. 1. hér á landi. Ég hefi séð nokkur vottorð frá islenzkum sjómönn- um um gildi þessarar aðferðar í sambandi við vinnuvetlingana, þar sem þeir telja engan vafa á að vetlingarnir endist á við tvenna venjulega vetlinga. Það mælir og með því að þetta sé meira en imyndun ein, að margar herstjórnir í Evrópu hafa notað þetta efni og aðferð við búninga hermanna sinna, og telja árangurinn óvéfengjanlegan. 1 Reykjavík er nú þegar til fyrirtæki sem tekur að sér að Tripplonera ýmsar vörur, og hefur þegar TripploneraS þá vinnuvetlinga, sem fyrrnefnd vottorð hljóða um. Hér virðist sem sé um mikilvæga uppvötvun að ræða, og sem getur haft mikla hagnýta þýðingu og sparað þjóð og einstaklingum mikið fé. Leiðrétting: 1 þessu blaði, gamanvisunum um páfa og soldán, á bls. 118 í miðdálki er meinleg villa í 3. linu að neðan. Sú lina á að vera þannig- æ, soldán vera kýs ég mér. Lesendur eru beðnir að leiðrétta þetta strax. Gaman og alvará Prestur (prédikar fyrir söfnuði sinum): — Einu sinni dó óguðlegur maður, sem öllum hafði gert illt. Þegar átti að leggja hann í gröfina, spýtti hún honum upp aftur. Þegar því næst skyldi varpa honum á eld, hrukku logarnir frá honum, og loks er kasta skyldi honum fyrir hunda, hlupu hundarnir frá. Þess vegna mínir elskanlegir, áminni ég yður, að þér ástundið gott líferni, svo að gröfin taki við yður, eldurinn brenni yður, hundarnir rífi yður. Maður nokkur frá Aberdeen, sem ætlaði að fara að ganga í hjónaband, spurði trúnaðarvin sinn, hvort hann mundi ekki geta sloppið við að borga hjónavígslugjaldið. — Þú kemst vist ekki hjá því, sagði vinur hans. Þegar hjónavígslunni var lokið, spurði hann brúðgumann: — Eg vænti að þú hafir borgað prestinum? — Ætli ekki það, sagði brúðguminn. Eg fékk honum sex pence. — Og hvað sagði þá klerkur, spurði hinn. — Hvað ætli hann hafi svo sem sagt! Hann virti konuna mína fyrir sér stundarkom, og svo fékk hann mér aftur þrjú pence. Presturinn: „Eg skil það vel, kæra, frú að sorg yðar sé mikil, þar sem þér hafið misst yðar kæra mann eftir stutta samveru. En látið þér ekki hugfallast. Þér vitið bezt sjálfar til hvers þér eigið að snúa yður. Hann einn getur huggað yður.“ Ekkjan: Já, ég veit það. Hann hefur minnst á það við mig, en hann er eins og eðlilegt er, hikandi við að ráðast i það að giftast ekkju með fimm börn.“ 110 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.