Akranes - 01.10.1951, Side 12

Akranes - 01.10.1951, Side 12
á Norðurlandi, og hinum sunnar. Margir eru þeir að minnsta kosti ekki. Ég man engar fréttir að segja yður nema þær sem sagðar eru héðan um bindindið. Matarbindindi er almenningur hér líka að hugsa um og vill enginn í Jjað fara, en margir eru svo að segja komnir í það. Þannig dansar margur þó hann sé nauðugur. En á því furðar mig hvað menn hafa hér þolað langan sult og seyru og lifa þó. Drottinn virðist hafa lagt óskiljanlega blessun enn sem fyrri í hina fáu fiska og hið litla brauð sem aumingjarnir hér hafa átt að búa að. Einungis að J)ær sæi það og gætu viðurkennt það í orði og verki, auðgast hið innra að því skapi sem þeir verða snauðari hið ytra. En ég veit ekki hvernig })ví öllu er varið, bæði hér og víðar J)ar sem þessi' neyð gengur yfir, nota sumir hana sér til góða. Þetta spillir hinum góðu áhrifum sem refsingin á að hafa, það vekur „Misanthropi“ (mann- hatur) og „pessimisme“ (bölsýni) hjá þeim og hvort tveggja er eitur og ólifjan. Gaman þætti mér nú að sjá línu frá yður einhvern timan í vetur þó ég sé seinn til svars — fá að vita hvernig yður liður, hvað })ér hafið fyrir stafni o .s. frv. Að endingu óskum við hjón yður einlæglega gleðilegs nýárs. Ég er yðar einl. vin og heiðrari St. Thorajenseii. Um krítík séra Matth. hefði ég skrifað yður álit mitt hefði ég mimað nógu vel innihald „Skuggsjár og ráðg.“, sem ég las einungis í flýti í handriti. . Yðar. St. Th. Svo er eftirfarandi skrifað á spássíuna á fremstu síðu: Ég hefi þess vegna aldrei fengið nema fyrstu útgáfu yðar af ljóðmælum yðar eftir bróður minn sál. og gat ekki látið prenta þau eftir öðru. Ritlingurinn sem séra Stefán talar um í bréfinu, er eftirfarandi kver sem Brynj- ólfur gaf út 1875: SKUGGS.JÁ OG RÁÐGÁTA éSa Hugmynd um GuÖ og verk hans, dregin af tilsvörum hins einstaka til hans G j ö r v a 1 1 a. Heirnspekilegt kvœÖi eptir BRYNJÓLF JÓNSSON frá Minna-Núpi tJ tgefendur Nokkrir menn í Reykfavík ikys Þetta kvæði er 315 erindi, átthend. Næst kemur svo skýringar á óbundnu máli, sem eru 10 })éttprentaðar síður, með smáu letri. Síðan koma nokkur smærri kvæði ýmislegs efnis. Presturinn. 1 fyrri greininni var aðeins minnst á prestinn séra Stefán Thorarensen, og þar sérstaklega vitnað til Kristleifs Þorsteins- sonar, sem þar var þá ungur sjóróðra- maður. Það er svo langt frá dauða séra Stefáns (1892), að lengur verður ekki náð til margra manna er muna hann eða kynntust honum ,og það er harla lítið sem uin hann hefur verið skrifað eins og áður er sagt. Hér verður þvá að bjargast við það litla sem maður hefur áður heyrt af honum, og þær fáu sagnir um hann og af honum sem enn lifa í sóknum hans, en um það leitaði ég til vinar máns Erlendar Magnússonar, bónda á Kálfatjörn. Einnig verður getið hér nánar þeirra ágætu upp- lýsinga og ágætu myndar er Ágúst Guð- mundsson í Halakoti gefur af honum í þáttum sínum af Suðurnesjum. 1 bréfi til mín segir Erlendur Magnús- son m. a. þetta um séra Stefán: „Ég hef alla heyrt minnast hans sem hins merk- asta prests og kirkjuhöfðingja, ræðumann ágætan, virðulegan í allri framgöngu í kirkju og utan. Tónprestur mun hann hafa verið einn bezti, eða bezti hér á landi á sinni tíð og því samhliða framúrskar- andi söngmaður. Hann leitaði í annað byggðarlag eftir forsöngvara, Guðmundi Guðmundssyni, er þá átti heima í Grinda- vík, en séra Stefán byggði Guðmundi Bakka i Kálfatjarnarhverfi vegna þessá, og búa ættingjar Guðmundar þar enn. Þá mun séra Stefán hafa átt sinn þátt í að orgel kom í kirkjuna og varð Guðmundur Guðmundsson, hreppstjóri í Landakoti, (Brandssonar alþingismanns) organisti kirkjunnar. Er sagt, að þá hafi söngur i Kálfatjarnarkirkju verið betri en víðast hvar annars staðar. Guðmundur var á- gætur söngmaður og æfði söngflokk um lengri tíma----------“ „Stólræður séra Stefáns munu hafa verið allkraftmiklar með köflum, og sum- um þótt nærri gengið. Heyrði ég í æsku talað um ræðu er kom við hjúskapar- og heimilislíf. Á þeim árum voru hér mann- mörg heimili og margt hjúa. Þótt hjú felldu hugi saman, þótti þeim ekki fært vegna fátæktar að gifta sig og hefja bú- skap, en átlu þó börn saman. Séra Stefán vildi láta þetta fólk giftast, þótt í vinnu- mennsku væri, en skyldi þó að í ýmsum tilfellum gat það verið annmörkum bund- ið. Þá kom það og fyrir að bændur áttu börn í lausaleik. Sagt var að eitt árið hefðu í sókninni fæðst fleiri börn óskilgetin en skilgetin. Hafi þá presti ofboðið, og þá byrjað ræðu sína á þessum orðum: „Smekkurinn sá sem kemst i ker, keim- inn lengi eftir ber.“ Þótti ræða þessi all- tilþrifamikil, en þó full skilnings og sam- úðar. Talaði sérstaklega til hinna eldri sem leiðtoga æskunnar, enda sjálfur hin mesta fyrimiynd i allri siðprýði og hinn bezti barnafræðari. Hann lét sér annt um að börn lærðu lestur og skrift, og að hús- lestrar væru iðkaðir, kirkja og kristni í heiðri liöfð, enda mun kirkjusókn þá hafa verið góð. Húsvitjanir mun hann hafa rækt árlega og þá jafnan hafa flutt þessi mál með hægð, en festu, sem einkenndi allt dagfar séra Stefáns. Vegna áhuga á uppeldis- og fræðslu- málum varð séra Stefán til þess —- með aðstoð góðra manna — að hrinda hér i framkvæmd barnaskóla með styrk af Thor- killisjóði. Var þetta fyrsti barnaskóli á Vatnsleysuströnd ,og einn hinn fyrsti á landinu og tók til starfa 1872. Hafði séra Stefán alla umsjón og framkvæmd skóla- málanna meðan hans naut við og valdi jafnaií góða kennara til skólans.“ Þetta var kafli úr bréfi Erlendar Magn- ússonar um prestinn og skólamanninn Stefán Thorarensen. Um þetta sama efni segir svo Ágúst Guðmundsson í Halakoti i þáttum sínum af Suðurnesjum: „Séra Stefán var merkur maður og góður prest- ur, ágætur söngmaður og tónaði öllum betur, sem ég hef heyrt. Hann var vel látinn. — Ekki hef ég séð tígulegri prest i messuskrúða en hann, og ekki heyrt ræður fluttar með meiri viðkvæmni og tilfinningu en af honum við ýms tækifæri. Hann var rétt nefndur höfðingi í sjón og framkomu. — Ég hlýt að minnast séra Stefáns með tilfinningu ásamt öllum börnum, sem með mér gengu til hans til fermingar.---------- Mikið steinshljóð varð hér í Kálfatjarn- arsókn, er söfnuður séra Stefáns heyrði, að hann ætlaði að flytja héðan og hætta prestsstörfum, sem liann gerði vegna van- heilsu. Hans var mjög saknað af öllum hans sóknarbörnum að verðleikum, því að tæplega hefur verið hér á Kálfatjörn jafn mikilhæfur prestur, fyrr né síðar, jafnt í kirkju og utan, og mátti með sanni segja, að hann væri réttnefndur prestahöfðingi i sjón og reynd. Hann var flestum mönnum fyrirrnann- legri í sjón, málrómurinn mildur og þýð- ur, skær og snjall, hreyfingar hans róleg- ar og öll framkoma hans prúðmannleg. Bar allt látbragð hans vitni um siðprýði og hógværð.----------- I sálminum „Vertu hjá mér, halla tekur degi“, kemur fram hans innilega tilfinning, sem svo oft birt- ist við ýms tækifæri i prestsstörfum hans, sérstaklega við fermingu og við jarðar- farir, enda hélt hann þá oft hrífandi ræð- ur, svo að allir, sem hlustuðu á, urðu 120 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.