Akranes - 01.10.1951, Síða 20
Drengurínn, sem velt var upp
ár hveítí
Drengurinn sem hér er átt við, er Ágúsl:
Jósefsson, fyrrverandi heilbrigðisfulltrúi í
Reykjaváh. Maðurinn, sem er nú orðinn
rúmlega 77 ára, en engum kæmi til hugar
að telja meira en sextugan.
Ágúst er um margt merkilegur maður,
farsæll maður sjálfum sér og samferða-
mönnunum. Glaður í góðu hófi og hinn
gegnasti maður á hverja lund.
Á Belgsstöðum er hann í heiminn
borinn.
1 mánuðinum, sem Islendingar héldu
hátíð í minningu um þúsimd ára byggð í
landinu, er Ágúst fæddur, á Belgsstöðum
í Akraneshreppi hinum forna, eða nánar
tiltekið, 14. ágúst 1874.
Yfirskrift þessarar greinar mun þykja
heldur óvenjuleg, en til þess liggja þessi
rök: Ágúst flýtti sér svo mjög í þennan
heim til þess að sinna heilbrigðismálum
höfuðborgar Islands og til að ná í seinni
blessunina af hinum miklu hátíðahöldum
ársins, að hann var ekki nærri skinnheill,
langt frá því að vera fullburða. Umhyggja
móðurinnar snerist því margvúslega um
að halda í honum tórunni. Það var þrennt,
sem henni fannst mestu máli skipta og
duga bezt: Að velta honum upp úr hveiti,
vefja hann svo í ullarflóka og skíra hann.
Presturinn, síra Jón Benediktsson í Görð-
um var því sóttur til að skíra hann á öðrum
degi eftir fæðinguna. t>ar sem svona mik
ill hraði var á um skírnina, var ekki hægt
að hugsa mikið um nafngiftina og sízt að
hafa nöfnin mörg. Það var því gripið til
þess, sem hug og hendi var næst, að nefna
drenginn eftir mánuðinum, sem hann var
fæddur í.
Hér skal ekki þreytt á langri ættfærzlu.
Faðir Ágústs var Jósef Helgason, sjómaður,
fæddur í Dægru á Akranesi, 13. nóv. 1835.
Faðir hans var Helgi Guðmundsson, f. i
Sauðanesi í Torfulækjarhreppi 25. ágúst
1801. Faðir hans og langafi Ágústs var
var Guðmundur Jónsson, f. í Sauðanesi
um 1758.
Móðir Ágústs Jósefssonar var hins vegar
Guðríður Guðmundsdóttir, bónda Simonar-
sonar f. 16/7, 1833 á Syðri Krossum í
Staðarsveit á Snæfellsnesi. Móðir hennar
var Anna Jónsdóttir, f. 15./5, 1812 í
Hömluholti í Eyjahreppi, en móðir hennar
og langamma Ágústs, var Valdás Jónsdótt-
ir, f. um 1783 í Söðulsholti.
Á árunum fyrir og eftir 1880 var fátækl
mikill, fiskileysi, harðindi og erfiðleika ár.
Munu foreldrar Ágústs hafa verið mjög
fátæk, bjuggu nokkur ár í koti, sem Belgs-
staðir hét og var norð-austan-vert í tún
fætinum á Krossi, í núverandi Innri-Akra-
nesshreppi. Munu þau hafa haft þar eina
kú og nokkrar kindur, en hann hafa sótt
sjó eftir því, sem föng stóðu til.
Síðar munu þau hafa flutt ofan á Skaga
og þar drukknaði Jósef við 4. mann, með
Jóni Guðlaugssyni í Göthúsum. Hinir
tveir, sem með þeim fórust voru: Ölafur
Þorsteinsson vinnumaður frá Leirárgörð-
um, og Vigfús Gestsson vinnumaður frá
Katanesi.
Nú horfði fyrst alvarlega fyrir þeim
mæðginum. Efni voru engin til og fátt um
úrræði, þegar óáran og erfiðleikar setja
svip sinn á allt. Næsta ár vann hún eitt-
hvað að fiskvinnu hjá Snæbirni kaup-
manni og um sumarið réð hún sig í kaupa-
vinnu. En á meðan kom hún hinum unga
sveini fyrir hjá Sigríði Hákonardóttur og
Einari Ingimundarsyni í Halakoti, sem
önnuðust hann með mikilli blíðu.
Þetta sama haust, \ 880 fluttist Guðríður
svo með drenginn til Reykjavíkur, þar
sem þau bjuggu síðan, og hér verður nú
nokkru nánar sagt frá.
Fyrstu árin í Reykjavík.
Árið 1880 fluttist móðir Ágústs með
drenginn til Reykjavíkur. Þá var eigin-
dómur hennar þessi: Nokkrar krónur, sem
hún keypti fyrir rúmstæði og lítið borð,
en koffort kom hún með ofan að og eitthvað
af sængurfatnaði. Hvorugt þeirra átti ann-
an fatnað en þau voru í á ferðalaginu.
Guðríður hafði aldrei áður komið til
Reykjavíkur, og til engra frænda eða vina
þar að hverfa.
Þannig var ástatt fyrir fátæku ekkjunni,
sem árið áður hafði misst fyrirvinnu sína
í sjóinn. Þá var hér um slóðir hin mesta
óáran, fiskileysi og raunverulegur sultur.
Hér var þvi ekki miklu frá að hverfa, en
það hefur þó þurft nokkurn kjark til að
leita til annarra staða, þar sem raunveru-
lega var um sömu eymd og erfiðleika að
etja, að því þó viðbættu að þekkja engan
mann. Því fremur, sem hin fátæka ekkja
skirraðist við að biðja ásjár í hinum nýju
heimkynnum, af hræðslu við það að verða
þá send til baka hreppaflutningi.
Að henni hefur þó sorfið fyrstu árin
Reykjavík, því að hún kom einhverju sinni
að máli við ráðamann af Akranesi um
einhverja aðstoð. Hann sendi henni fljót-
lega 10 pund af hertum háf. Það var öll
aðstoð er hún naut lrá Akranesi. Mun
henni hafa fundist að Akurnesingar ættu
ekki mikið í uppeldi sonarins. Fyrstu árin
í Reykjavík voru mæðginunum mjög erfið,
og var Ágúst oft svangur, kaldur og klæð-
ldtill. Á þessum tíma var ekki um marga
möguleika að ræða i Reykjavik. Guðríður
kveinkaði sér ekki við að vinna hvað sem
var innanhúss eða utan, en mest mun
hún hafa fengizt við saumaskap, þvotta
hreingerningar o. fl.. En drengurinn vann
sér oft inn bita og sopa með ýmsum snún-
ingum fyrir fólk, því að hann mun fljótt
hafa verið ólatur, léttur og lipur í snúning-
um, fljótur og samvizkusamur.
Þá varð oft að lúta að litlu. Vetur voru
kaldir, en lítið um eldivið, almenningur
hafði ekki nema mó, og kol voru dýr og
oft ekki fáanleg. Drengir voru því stundum
að snapa kol í fjörunni. Fóru úr jakkanum,
skóm og sokkum, brutu buxurnar upp á
128
AKRANES