Akranes - 01.10.1951, Side 4
Pabbi,
eftir Lindsay og Crouse
Þetta er amerískur gaman-
leikur eftir Lindsay og Crouse.
Leikurinn er léttur og fynd-
inn, enda náð mikilli hylli hér
sem annars staðar. — Margir
leikendumir léku mjög vel, og
var leikstjórninni vel borgið í
höndum Lárusar Pálssonar.
Jón Arason,
eftir Tr. Sveinbjörnsson.
Því miður sá ég ekki þetta
leikrit, — en langaði þó mikið
til þess — sem tengt er við hina miklu
hetju, Jón Arason og syni hans. Um þetta
leikrit urðu all skiptar skoðanir þeirra er
sáu. Það var heldur ekki mikið sótt, þrátt
fyrir þann sögulega ljóma, sem stendur
um þessi merku nöfn. Þar dugði ekki einu
sinni til fjögra alda minning þeirra feðga.
Það bendir óneitanlega til að skáldið hafi
ekki ráðið yfir nægu ímyndunarafli, eldi
eða skáldlegu innræi til þess að sýna okk-
ur sögu og samtíð þessarar frægu persónu
í réttu ljósi.
Flekkaðar hendur,
eftir Paul Sartre.
Þetta er mjög athyglisverður leikur,
sem nýtur sín líka vel í snillingshöndum
Lárusar Pálssonar hvað leikstjórn snertir
og örugga leikmeðferð hins unga leikara
Gunnars Eyjólfssonar i öðru aðalhlutverk-
inu. Fleiri leika vel í þessu leikriti, sem
um margt er merkilegt.
Heilög Jóhanna,
eftir Bernhard Shaw.
Hér er um merkilegt skáldverk að ræða
eftir heimsfrægt skáld, þar sem heims-
fræg persóna er ívafið og uppistaðan.
Stefán Islandi í Rigoletto, kveSjusýning
Shaw er gagnrýninn og beinskeyttur í
ádeilum sínum, en líka skilningsgóður á
mannlegt og hugarflug mannsandans í
hulda heima tilverunnar;
Anna Borg lék Jóhönnu mjög vel og
örugglega, þegar tekið er tillit til heildar-
meðferðar. Hún fékk mjög misjafna dóma
í þessu merkilega hlutverki, og var sumum
þeirra a. m. k. áreiðanlega ekki stillt i
hóf. Eg sá ekki leik önnu Borg fyrr en
með því seinasta. Fannst mér hann þá
yfirleitt mjög góður, og ekki áberandi
öfgakenndur. Hún talaði ákaflega skýrt
og fallega, þótt blærinn væri ekki full-
komlega ízlenzkur. Þá var leikur Lárusar
Pálssonar á hlutverki Karls prins ágætur,
því segja má að hans leikur bregðist aldrei,
hvert sem hlutverkið er. Fleiri leika þama
og vel, svo sem Brýnjólfur, Gestur og
Indriði Waage.
Imyndunarveikin,
eftir Moliere.
Leikritið er skemmtileg ádeila á lækna-
stétt 17. aldar. Þetta er gamalkunnur
leikur hér, þar sem gamlir og góðir leik-
arar léku. Nú komu hér fram nýir leikarar
og lék mörgum forvitni á að gera saman-
burð. Það var nokkuð deilt tun leik og
sem leikhúsið hefur glímt við
á þessu fyrsta starfsári.
Óvænt heimsókn,
eftir J. B. Priestley.
Sumum þótti leikhúsið leggj-
ast of lágt, með því að taka á
svið leik, sem fyrir skömmu
hafði verið leikinn i útvarpið.
Það var hins vegar fullgild af-
sökun, að hér var um að ræða
merkilegan leik eftir ágætt
skáld. Deilt var nokkuð um
skipun hlutverka i leik þenn-
an, en um það skal ekki dæmt
hér. Smnir leikenda fóru þó
mjög vel með sín hlutverk.
leikstjórn í þessu leikriti, en
hér verður ekki lagður dómur
á þau mismunandi sjónarmið.
Leikur Lárusar Palssonar í
hlutverki Argans var afburða
góður. Sýnir hann héi vel hve
góður „komik“-leikari hann er.
Leikur önnu Borg í hlutverki
Toinette var mjög góður og
glæsilegur, en var þó ef til vill
um of yfirdrifinn. Ýmsir aðrir
léku þarna vel. Búningar voru
ágætir og einnig leiktjöldin.
Hvað um fjárhaginn?
Enn hvíla miklar byggingar-
skuldir á Þjóðleikinu og valda
náttúrlega tilsvarandi erfiðleik-
um í sambandi við rekstur
hússins. Þetta mun vera um
5 millj. kr. í lausaskuldum, er
raunverulega svífa í lausu
lofti.
Þjóðleikhússtjórinn, Guð-
laugur Rósinkranz, er því
fremur áhyggjufullur út af
fjárhagnum. En ekki blæs nú
beinlínis byrlega gagnvart
rekstrinum, því hann segir að
laun starfsmanna hafi hækkað
rnn 50% á tiltölulega skömm-
um tíma, og flest af þeim efni-
vönnn, sem nota þarf mest i
sambandi við reksturinn hafi
hækkað um 100%.
Auk tekna af aðgöngumiðum á sýningar,
hefur leikhúsið styrk úr ríkissjóði, sem
er 25% af hinum. almenna skemmtana-
skatti, en haxm nam 725 þúsund kr. í hlut
Þjóðleikhússins á árinu 1950. Mun gert
ráð fyrir að þessi tekjuliður hækki eitt-
hvað, mun þó líklega vega skammt móti
öðrum hækkunum. Með hliðsjón af öllu
þessu telur Þjóðleikhússtjóri auðsætt, að
halli verði á rekstri hússins i ár.
Það þarf því sjálfsagt hugvit og snill-
ingshendur til að rétta við fjárhaginn svo
að til frambúðar megi við una. Því slíkt
„menntasetur", sem þetta, nær aldrei tak-
marki sinu með þvi að vera stöðugt á hor-
riminni, eða lifa á nánasarhætti og búa við
kastarholusjónarmið.
I þessu sambandi ber og að geta þess,
að fyrsta starfsárið tekur óvenjulega mikið
til sín, bæði gagnvart húsinu sjálfu og
öðru. Þannig á húsið t. d. 600 búninga
eftir fyrsta starfsárið.
Hvernig var aðsóknin
fyrsta árið?
I Þjóðleikhúsinu eru 660 sæti, en að-
sókn yfir árið var slík, að sem svaraði að
500 sæti væru fullsetin á hverri sýningu
allt árið. Mun það vera furðulega gott,
112
AKRANES