Akranes - 01.10.1951, Page 3
Heilög Jóhanna á bökkum Leiru.
Á nýrri braut um eins árs skeið
Á árinu 1950, var allrækilega ritað hér
í blaðinu um aðdraganda að byggingu
Þjóðleikhússins, og um opnun þess.
Þar sem hér var um mjög merkilegan
viðburð að ræða, sem veit að samtíð og
sögu þjóðarinnar, svo og framtið hennar og
þroska, þykir hér enn hlýða að minnast
á leikhúsið að loknu fyrsta starfsári þess.
Að vísu má segja, að eins árs starf við
slíka stofnun, sé of skammur timi til þess
að draga megi þar af nokkrar ályktanir
til frambúðar, eða fella með því fullnaðar-
dóm sem nokkuð sé að marka.
Að vissu leyti er þetta alveg rétt. Gagn-
vart ýmsu er veit að göllum i sambandi
við hagkvæman rekstur hússins, og hversu
því er vel fyrirkomið gagnvart leikend-
unum sjálfum og starfsfólki yfirleitt.
Gallar hússins þegar á reyndi.
Eins og sagt var í áminnstri grein frá
fyrra ári, er margt með ágætum í sam-
bandi við byggingu hússins, bæði að sjá
og reyna. Hljómburður þess er afburða-
góður, og ýfirleitt allt er snýr að áhorf-
endum, nema ef vera skyldi, að of þröngt
er milli sæta á efri svölum. Gangar allir
eru stórir og skemmtilegir, aðalsalur sóma-
samlegur álitum og með góðum sætum.
Áhorfendur hafa því ekki yfir neinu veru-
legu að kvarta. En hvernig er þetta þá
að öðru leyti?
Það hefur t. d. komið greinilega í ljós
— þrátt fyrir umtalaða stærð hússins, —
að á bak við leiksviðið og til hliða þess,
er mikils til of l'tið svignim Þl athafna
við útbúnað leiktjnlda og skipti á þeim.
Veldur þetta oft töfum og truflunum,
meira að segja svo, að orðið hefur að fresta
mikilsverðum sýningum í húsinu af þess-
um sökum.Þetta veldur því að mun lengri
undirbúning þarf fyrir hvert leikrit, en
það veldur miklum töfum, óþægindum
og auknum útgjöldum.
Einnig er talið að betur hefði þurft að
vera fyrir komið vistarverum leikenda í
húsinu, þ. e. að þær væru skemmra frá
leiksviðinu.
Ekki hefur allt verið þraut hugsað i
sambandi við byggingu hússins, sérstak-
lega hvað við kemur rekstri þess, enda vart
þess að vænta, þar sem hér var vitanlega
ekki um neina reynslu að ræða. Allt slíkt
þurfti að sækja til erlendra fyrirmynda,
þar sem ekki er leikur að leita og finna.
Hvernig hafa aðilar valdið
hlutverkinu.
Ekki hefur leikhúsmenning okkar yfir-
leitt verið eins bágborin sem af er látið, ef
vandalaust hefði verið — þegar í stað -—
að gera áfburðavel, með þeim bættu húsa-
kynnum einum, sem fengust með|Þjóð-
leikhúsinu. Nei, þar kemur svo margt til
greina, að lengri tíma þarf en eitt ár, til
þess að eygja þar endimark.
Um einstakar stjómarathafnir, um val
leikrita og leikenda má auðvitað endalaust
deila, því þar mun lengi sitt sýnast hverjum
eins og gengur. 1 heild sinni verður þvi
að miða við eitthvað sem sé sómasamlegt,
og hækka svo eða lækka markalínuna.
Á síðasta vetri var allmjög deilt á Þjóð-
leikhúsið fyrir val leikrita á hinu fyrsta
AKRANES
X. árg. Okt.—des. 1951. — 10.—12. tbl.
Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaSur:
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON
Afgreiðsla: Miðteig 2, Akranesi
PRENTAÐ f PRENTVERKI AKRANESS H. F.
starfsári. Enda þótt finna megi þar ein-
hverja brotalöm, er það sjálfsagt of strang-
ur dómur, ef sagt sé, að yfirleitt hafi þar
illa til tekist. Eitt harma ég þó alveg sér-
staklega, hve gersamlega Guðmundur
Karnban hefur þar enn orðið utan gátta,
þótt hann hafi unnið sér hefðarsess i leik-
listarmálum okkar.
Þjóðleikhús verður að setja markið hátt
gagnvart boðskap og list, og það mun stjórn
leikhússins vilja gera, þótt hana geti þar
hent einhver mistök eins og aðra dauðlega
menn. 1 þessu sambandi skal bent á, að
gera verður fyllstu kröfur til fagurs máls,
bæði á frumsömdu og þýddu.
Ef Þjóðleikhús getur ekki staðist með
þvú að flytja fyrst og fremst það, sem hefur
bókmenntalegt gildi, boðskap og list, er
eins gott að ekkert Þjóðleikhús sé til. Ekki
má setja markið lægra en svo, að það, sem
flutt er til skemmtunar, hafi þó eitthvert
listgildi um leið. Og ef miðað er við þessi
megin sjónarmið, er ekki hægt að segja að
illa hafi til tekist á fyrsta ári.
Það má líka sjálfsagt eitthvað deila um
val fastra leikenda að Þjóðleikhúsinu, um
hlutfallstölu milli karla og kvenna, einnig
um val þeirra, sem fengnir hafa verið til
að leika einstök hlutverk. Líklega hefði
verið réttast að ráða engan mann fast,
fyrr en eftir 2—3 ár. En hitt mun ekki
hægt að deila um, að allir þessir leikendur,
— fast- og laust-ráðnir — hafa einlæglega
og á áberandi hátt lagt sig alla fram, til að
ná sem fullkomnustum heildarárangri.
Þessi samstilling og samvizkusemi —
margra keppinauta — í þessu erjanna
landi, munu vera eistök í sinni röð. Því
ber að halda á lofti og meta að verðleikum,
svo mjög sem þetta er einmitt nauðsynlegt
á þessum vettvangi, og til brautargengis
þeirri mikilvægu stofnun, sem hér hefur
hafið starf. Einnig mim samstarf hafa ver-
ið með ágætum milli leikenda og þeirra,
sem fyrir hafa átt að ráða.
Örlítið minnst á einstök leikrit,
Á leikritin, sem sýnd voru við opnun
leikhússins hefur áður verið minnst hér
i ritinu. Hins vegar mun litillega verða
getið ýmsra þeirra leikrita og viðfangsefna,
AKRANES
111