Akranes - 01.10.1951, Side 5

Akranes - 01.10.1951, Side 5
Anna Borg í hlutverki heilagrar Jóhönnu. og þola samanburð mun stærri húsa og fjölmennari þjóða. — Þessi milda aðsókn stafar sjálf- sagt af hinni óvenjulegu að- stöðu, sem þetta nýja hús hefur upp á að bjóða, miðað við það sem við höfum átt að venjast. Einnig ýmislegt það, sem tekið hefur verið til sýningar á þessu fyrsta starfsári. Ef til vill þó ekki siður til betri fjárhagsaf- komu almennings hér, en ná- lægar þjóðir eiga að venjast. Kannske er og leiklistaráhugi hér almennari en sumst staðar annars staðar. En hvað sem öllu þessu líður, munu ýmsir útlendingar undrandi yfir því, að hægt sé að reka slíkt leik- hús sem þetta, með svo góðum árangri, sem raun ber vitni. Nú mun einhver segja, að lítið sé að marka eins árs rekstur í þessu efni líka, því þar komi margt til greina, sem lítt endist til frambúðar. Þetta er vafa- laust rétt, en í framtíðinni kemur og annað til hjálpar að einhverju leyti. Fólksfjölgun, enn batnandi efnahagur, — ef allt er með felldu —. Aukin menntun og leiklistar- menning, sem stofmui þessi á að auka og útbreiða, ef hún verður verki sínu fullkom- lega vaxin. Enn er eitt, sem ekki þýðir að loka augrmum fyrir, að aðsóknin fer nokk- uð eftir vali leikrita, eins og þegar hefur sýnt sig. Á þessu fyrsta starfsári hafa farið fram 212 sýningar í húsinu, má áreiðanlega telja það furðulega mikið, þegar miðað er við svo stórt hús og lítinn bæ. Þá er enn eitt hlutverk Þjóð- leikhússins, en það er að ýta beint og óbeint undir innlenda leikritun. Líklega mun Þjóðleik- húsið einmitt nii þegar eitthvað hafa ýtt undir leikritaskáldin, því þegar munu því hafa borizt ekki allfá leikrit, þótt það telji fæst þeirra sýningar- hæf. Ráðamenn hússins munu og telja, að eldri is- lenzk leikrit séu dýr í uppsetn- ingu og yfirleitt dýrari en útlend leikrit. AKRANES Kórónan. Það er ekki tiltökumál þótt benda megi á einhver mistök í byrjunarrekstri Þjóð- leikhússins. Hitt er miklu meira um vert, að á þessum stutta strafstíma ber margt þess augljós merki að viljinn er fyrir hendi rnn að gera vel. Ljósasti votturinn um það, er sameiginlegt átak allra, sem þarna eiga hlut að máli, um að leggja þar fram alla sina orku. Þá er enn fleira, sem sýnir að furðu hátt er stefnt, — svo að smn- um þótti um of, — þegar ráð- ist var í að fá hingað erlent listafólk til að flytja hér óperu í fyrsta sinn, þó með allmikilli aðstoð íslenzkrar hljómsveitar. Þetta var framkvæmt, því að hingað kom leikflokkur frá konunglegu sænsku óperunni og flutti hér Rrúðkaup Figaros. Enn var þó hugsað hærra, þegar ákveðið var að taka óperu á svið, að lang mestu leyti með íslenzkum kröftum, bæði í leik og hljómsveit. tmsum mun þó hafa þótt hér of djarft spor stigið. Þeir bjuggust viðmistökum, bæði vegna ónógra krafta til að lyfta svo stóru hlutverki, þar sem hægt var um samanburð, en einnig of stuttur undirbúning- ur. Þetta var óperan Rigólettó eftir Verdi. Nú er búið að sýna þessa vinsælu óperu 29 sinn- um, og hvert sinn svo til fyrir fullu húsi áheyrenda. Með að- alhlutverkið hafa farið: Stefán fslandi í hlutverki hertogans. Ungfrú Else Mulil og frú Eva Rerge í hlutverki Gildu, og Guðmundur Jónsson í hlutverki Rigólettó. Leikstjóri hefur Símon Edvardsen verið, og hljómsveitar- stjóri dr. Urbancic. Stefán var vitanlega enginn viðvaningur í þessu hlutverki, því hinn 21. september síðastliðinn söng hann það í 100. sinn. Einnig eru þær Else og Eva taldar hafa leyst hlutverk sín vel af hendi. Að þess- um tveim hlutverkinn frátöldum áttu ó- vanir fslendingar að glíma við önnur hlutverk í þess- ari frægu óperu. Því mátti sann- arlega segja, að í mikið væri ráð- ist. — Stóð víst Þjóðleikhússtjóri svo til einn uppi með þennan djarfa leik, enda voru vist margir með böggum hildar út af hvernig takast mundi, eins og áður er sagt. Strax á fyrstu sýningu sigraði Guðmundur með miklum ágætum. Eigi aðeins með framúrskarandi söng sínum á þessu nýja sviði, heldur engu síð- 113

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.