Akranes - 01.10.1951, Page 7

Akranes - 01.10.1951, Page 7
Séra Guðmundur Sveinsson: Nokkur atríðí krístínnar táknfræðí Táknfræðin (symbolikin) svo nefnda er elzti og upprunalegasti þáttur kristinnar myndlistar. — Frá Gyðingdóminum höfðu kristnir menn fengið óbeit mestu á því að gera myndir af helgum hlutum eða at- burðum. — En Gyðingar og síðar kristnir menn höfðu dálæti mikið á helgum tákn- um (symbolum). — 1 Gamla testament- inu eru þess óteljandi dæmi, að notuð séu tákn bæði þegar skýra á yfirnáttúr- lega hluti eða kenna hinn dýpsta og undra- verðasta sannleik. — Logi hins sveipanda sverðs, sem englarnir gættu aldingarðsins Eden með, er „symbol“ eða tákn um al- mætti Guðs. — Merkið, sem Guð setur á enni Kains, er einnig tákn til varnaðar og viðvörunar. — Þegar plágurnar ganga yfir á Egyptalandi og engill dauðans slær alla frumburði landsins, er sonum Israels einum þyrmt, af því að dyr þeirra voni merktar með ákveðnu tákni. Erfikenningin segir, að það tákn hafi verið egypski kross- inn svo nefndi eða öðru nafni „tá“-kross- inn, en „tá“ er bókstafurinn „t“ á grísku, en krossinn var að lögun sem gráski upp- hafsstafurinn T. Guð opinberar ísraelsmönnum, hvernig tjaldbuð þeirra skuli vera og búnaður hennar og þá með ýmislegum tá'knum. Sama er að segja um musteri Salomons. Og enginn getur lesið í Gamla testament- inu án þess að taka eftir því, hve oft tölum- ar þrír, sjö, tólf og fjörutíu koma þar fyrir, náð miklum tökum á alþjóð manna, bæði fyrr og siíðar. Er það vel farið, — því að „söngurinn göfgar hann lyftir í ljóma, lýðanna kvíðandi þraut, söngurinn vermir og vorhug og blóma vekur á köldustu braut; söngurinn yngir, við ódáins hljóma aldir hann bindur og stund, hisminu breyt- ir í heilaga dóma, hrjóstrinu’ í skínandi lund.“ (B. B. Þ. M. J.). — Skáldin hafa, svo sem kunnugt er, ort ljóð sin um öll helztu hugðarefni manns- andans; þau hafa ort um ástina milli manns og konu, ættjarðarástina, móður- ástina, náttúrufegurðina, mannúðina, gleð- ina, sorgina, líf og dauða og eilífðarvonir mannanna. öll þessi ljóð tekur sönglistin í þjónustu sína, þegar tónskáldin hafa ort lög við ljóðin. — Og söngmennirnir reyna að túlka sem bezt þær tilfinningar, sem ljóð og lag eiga að flytja. — Þvi betur sem það tekst, þvá máttugri verða orð skáld- anna, og því meir töfra orð og tónar áheyr- endur. og renna þá um leið grun í að í þeim eigi að felast einhver tákn, „symbol" og svo mun þvi einnig varið. En gildi táknfræðinnar og hugmynda- auðgi skýrist þó langbezt með því að at- huga hin einstöku tákn, hvað þau eigi að merkja og hvers vegna þau hafa þá merk- ingu, að svo miklu leyti sem hægt er að rekja slíkt, en það er oft erfitt og stundum ómögulegt. — Hér verður aðeins stiklað á örfáum atriðum. Stjarnan. Meðan Israelsmenn voru á frumstigi trúarþroskans og trúðu á marga guði, töldu þeir sólina drottningu heimsins og mánann konung, en stjörnurnar hersveit- ir, og þar af er komið að kalla stjömurnar „her himinsins." — Fegurð stjarnanna og tign hefur löngum dregið að sér at- hygli mannanna og vakið furðu þeirra og fögnuð. — Þeir hafa trúað þvi að stjörn- urnar væru lifi gæddar og þær gætu haft áhrif á örlög manna og dýra á jörðu hér. — Fyrir þvú leituðust menn eftir vinfengi stjarnanna, tilbáðu þær og tignuðu. — Helgi stjörnunnar i táknfræðinni eru leyfar þessa, þótt nýr skilningur og ný trú hafi þar gerbreytt fyrra mætti. Hjá Gyðingum var sex-arma stjaman heilagt tákn. Ilún skyldi tákna sköpunina. Dularmáttur söngsins er mönnum löngu kunnur. Nægir í því efni að benda á lið- veizluna, er Aþenumenn veittu Spartverj- um forðum, í stríðinu við Messeníumenn. — Aþenumenn sendu til liðs við þá mann þann, er Tyrtæos hét hann var haltur, en skáld gott. Hann orti hersöngva þá, er hleyptu svo miklu fjöri og afli i Spart- verja, er þeir tóku að syngja þá, að brátt tók að halla á Messeníumenn, og þar kom, að Spartverjar unnu land þeirra allt, — Og allir kannast við söguna um Lórelei, sem töfraði sjómennina svo með söng sinum, að þeir gleymdu að gæta segls og ára og hlýddu hugfangnir á sönginn. Við öll hátiðlegustu tækifæri lifsins hljómar söngurinn, í gleði og sorg, í starfi og stríði, og loks, er hinzta kveðjan er flutt, þá er lnm borin fram á alheims- máli tónanna. Allt þetta ber vitni um undravald sönglistarinnar yfir manns- andanum, mátt tónanna, bæði í dagsins önn, i sæld og sorg. Sönglistin lifi. 1 1. Mósebók er frá þvi sagt, að himinn og jörð væru sköpuð á sex dögum. Hver stjörnuannur skyldi tákna einn dag af sköpunarverkinu. — Fjögra arma stjaman er aftur á móti kristið tákn, og nefnt kross stjaman.“ Hún er eins og kross táknin yfirleitt tákn friðþægingarinnar og fómardauða Jesú Krists. Fimm anna, stjarnan er enn kristið tákn, Betlehemsstjaman svo nefnda. — Hún hefur einnig verið nefnd Jakobs- stjarna og er Messíasartákn, byggð á spádómi 4. Mós. 24. 17, þar sem segir, að „stjarna renni upp af Jakob,“ þar af dregið nafnið Jakobsstjama, og á orðrun Drottins í Op. 22. 16: „Eg er rótarkvistur og kyn Davíðs, stjarnan skínandi, morgun- stjarnan." — Þessi stjarna hefur stundum verið notuð sem tákn jólanna, en það er rangt. — Hún er tákn þess, að Kristur sé kominn í heimir.n, en ekki tákn fæð- ingar hans. Vitringarnir frá Austurlönd- rnn, en þeim birtist þessi stjarna að frá- sögn guðspjallanna, komu ekki á jóladags- morgun, heldur, eftir þvi sem Mattheusar- guðspjalli segist frá, fóru þeir fyrst til Jerúsalem til þess að fá upplýsingar Heró- desar konungs um fæðingu frelsarans, en þaðan héldu þeir til Betlehem. Er þangað kom var drengurinn ekki i jötunni lengm-, heldur hafði verið „fluttur í hús“ eftir þvi sem Mattheusar-guðspjall skýrir frá. Það er þvi ekki sögulega rétt sam- kvæmt frásögn guðspjallanna, þótt það sé oft gert að sýna vitringana krjúpandi við jötu Jesú-bamsins. Og það er þá einnig rangt að kalla hina fimm arma stjömu jólastjörnu. Átta arrna stjarnan er einnig kristið tákn. Hún er tákn endurfæðingarinnar, og þá um leið skirnarinnar. Níu arma stjarnan táknar hina nýju ávexti heilags anda. — I Gal. 5. 22 segir, að ávextir andans séu: kærleiki, gleði, friðm’, langlyndi, gæzka, góðvild, trú- mennska, hógværð, bindindi.“ I hverjum armi stjörnunnar var dreginn fyrsti bók- stafurinn í heiti hinna ýmsu ávaxta and- ans á latínu, þvi á miðöldum, þegar þessi tákn voru algengust, var latínan kirkju- málið. í einu horninu stóð þannig stafur- inn c fyrir caritas „kærleikur“ í öðru g fyrir gaudimn, „gleði“ o. s. frv. Sjö arma stjarnan, sem einnig er kölluð stjarna leyndardómanna,“ skyldi tákna hinar sjö gjafir andans, en það er ekki hið sama og ávextir andans. 1 spádómsbók Jesaja er talað um gjafir andans, „visdóm- inn, skilninginn, ráðspekina, kraftinn, þekkinguna og óttann,“ en við þá upptaln- ingu var venja að bæta „skyldurækninni,“ pietas á latínu. — Opinberunarbókin 5. 12 ræðir einnig um gjafir andans. En sú upptalning er nokkuð á annan veg. Gjaf _• andans em þar taldar: „mátturinn, rik- AKRANES 115

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.