Akranes - 01.10.1951, Síða 11

Akranes - 01.10.1951, Síða 11
Ég skal þá ekki draga lengur, innilega að þakka yður fyrir mig og okkur í sumar, og fyrir „Bibliotekið“ mitt, sem ég held að ætli að verða mest og bezt frá yður. Þvi miður hef ég enn ekki haft næði til að lesa í neinu samhengi eða mér til gagns Physiology and pathology of the mind, heldur aðeins glepsað í hana hingað og þangað. En af þvi það er styttra síðan ég hef verið að narta í Lilju útgáfu Eiríks Magnússonar, man ég þó það, að hann segir einhvers staðar í innganginum að stuðlar og höfuðstafir sé Skandinavisks uppruna og jafnvel hafi hvergi nema hér á Norðurlöndum verið hafðir í kveðskap. Um upprunann getur þó verið efamál, hvaðan hann sé, og að minnsta kosti er það vist, að í fornöld hefur höfuðstafa viðar verið gætt í kveðskap en á Norður- löndum. Hvað segið þér t. d. um þetta: Te (li)omo laudet, Alme Creator, Pectore, mente, Pacis amore, Non modo parva Pars quia mundi est. Sed tibi sarate, Solus imago Magna, creator, Mentis in arce Pectore puro, Dum pie vivit. Þetta er upphaf langs sálms eftir Alcuin vin Karls mikla, allur er hann svona kveð- inn. Alcuin var reyndar borinn og barn- fæddur i Englandi af Engilsaxneskri ætt. En þar fyrir er ekki víst að þessi höfuð- stafakveðskapur sé frá Norðmönnum kom- inn til Englands í þá daga, og hafi þaðan flutzt til Þýzkalands með Alcuin.' Þetta síðasta er reyndar Mklegt, þvi fótfestu hef- ur líklega þessi mynd kveðskapar aldrei náð í Þýzkalandi; en fomkveðskap engla og (engilsaxa) að búningi er ókunnugur. Eirikur hefur annars að ég held gengið vandlega frá þessu verki sínu og haft mjög mikið fyrir þvi, og þökk á hann skiiið fyrir það. Þá verð ég líka að þakka yður fyrir kvæðið um Skúla gamla „tipolde“-föður minn, Magnússon, það er ágœtt kvæði — hvert einasta or'S eins og það þurfti að vera til þess að vera um gamla Skúla. Það hefur yður hepnast ólíkt betur en Halfs- kvæðið. — Ef þér líka eins og sagt er, eigið „Sonartorrek" í Þjóðólfi, þá veit ég ekki hvort þér eruð meira skáld fyrir það, en Skúla-kvæðið. Nú vil ég ekki vera að „uppihalda yður með snakki.“ Ég bið yður heilsa innilega konu yðar frá okkur með bezta þakklæti fyrir 9Íðast, og fyrirgefið þessar línur. Yðar skuldb. heiðrari. St. Thorarensen. (Bréf til Gríms Thomsens, dags. á Kálfatjörn 11. júni 1877). Þar segir hann að menn hér á Suður- nesjum hafi verið að vonast eftir því að hann héldi þingmálafund með þeim fyrir þing, líkt og í hitteðfyrra. Nú er vonin farin að dofna segir hann, því ekkert fundarboð sé enn komið. Því hafi helztu menn hér syðra beðið sig að skrifa yður, og biðja yður um að kveðja suður-hrepp- ana til fundar fyrir þing. Hér séu æði mörg mál sem ræða þurfi og þeim liggi á hjarta. En einkrun telur hann: Skaða- bætur fyrir niðurskurðinn, sem gerður var Alþingi til geðs og að vilja þess. Þykir nú sumum ekki nóg að beiðast einfaldra skaðabóta fyrir skurðinn, heldur einnig fyrir hitt, að mönnum er meinað að eign- ast kláðulaust eða grunlaust fé aftur. Þar sem hann segir, að fleiri þingmenn hafi lofað, „að landið skyldi innan árs verða kláðalaust,“ og það náttúrlega án alls niðurskurðar.“ Því sauðlaust sé ekki hægt að vera árum saman. Hann segir að bænd- ur geti ekki notað land sitt, sem sé eitt hið bezta sauðland í landinu. Það sé sið- ferðisskylda þess (Alþ.) að veita skaða- bætur fyrir hvert ár 1875, og áfram, meðan þeim sé meinað að hafa fé. Sér i lagi telur hann þetta alvarlegt gagnvart Vatnsleysustrandarhreppi, þar sem harm ár eftir ár hafi farið á mis við báða sina bjargræðisvegi, sauðfjárnot og sjávarafla, og sé því í stökustu nauðum staddur. Þá sé annað mál, um takmörkun tím- ans þegar lóð megi nota i Faxaflóa. Fleira segist hann ekki telja, þetta séu aðeins dæmi. Svo segir séra Stefán, að það sé eitt mál enn, sem hann vilji ráð- féera sig um munnlega, en ekki skrifa. Um það segir hann: „Þér haldið nú líklega að það sé prestlaunamálið, ellegar þá um nokkurs konar „Dýrtáðstillægssnýkjur fyr- ir sjálfan mig. En svo að þér óttist það ekki þá flýti ég mér að skrifa yður, að það er hvorugt þetta, jafnvel þó ég sé viss um, að væri ég „verslegur" embættismaður, mundi enginn taka til þess þó ég emjaði og skrækti um „Tillæg“, áður en ég væri orðinn öreigi af því að þjóna embætti árum saman fyrir svo gott sem o, eða undir o til launa fyrir frammistöðuna“. „Mér þótti þér í hitteðfyrra halda fund- inn of seint, — of nærri þingi.“ — Hann segir að hér komi margt til greina. Það sé ekki nóg að semja hænarskrár, það þarf líka að smala undirskriftum. Á fundum sé hvorki friður né timi til að semja þær. „Menn hafa nú traust á yður, en búast má við að það blandist, ef þér daufheyrist andvörpum þeirra sem á yður vona.“ — Hann leggur hart að Grími að koma, og bíður honum að gista hjá sér. Séra Stefán segist treysta honum til að lofa sér að sjá linu um þetta sem fyrst, — hvort sem yðar er von eða ekki — eins fyrir það, þó ég skrifi yðm- á þetta skæni, sem kemur til af þvi, að allt sem pappír getur heitið, er upp gengið hjá mér í ár. Með beztu kveðjum okkar hér, til frúar yðar er ég Yðar skb. einl. heiðrari St. Thorarensen. (Bréf til Brynjólfs Jónssonar á Minna- Núpi). Kálfatjörn, 1. febr. 1877. Heiðraði vin. Þegar til kemur finn ég nú hvergi bréf- ið sem ég ætlaði að svara. Samt þekki ég yður nú nægilega fyrir það og man svo mikið úr því, að þér minnist í því á bréf frá yður í fyrra (vetur minnir mig) skrifað, sem ég hef aldrei fengið. Þér talið líka í bréfi yðar um prentaða pésann yðar og gjörið ráð fyrir að Magnús Andrésson hafi sent mér hann, ef til vill til útsölu. En ritlinginn hef ég ekki enn séð prent- aSan, þvi síður að ég hafi verið beðinn um að selja neitt af honum, sem líka er vel og hyggilega gjört, því nú loksins eftir langan undirbúning veit ég ékki betur en allur Vatnsleysustrandarhreppur sé kom- inn í bindindi algjört, nema presturinn — ham> er enn sami óhófsmaðiirinn og hann hefur .lengi verið. — Brennivíns- bindindi? hugsið þér ef til vill ,og trúið ekki slíkum náttúruafbrigðum. Nei, trúið þvi ekki ,því ég meina: bókabindindi. Af þessum eindrægnislega félagsskap, mun Magnús Andrésson hafa fengið pata, því hann er kunnugur mörgum og mörgu hér suðurfrá og þvi sendir hann ekki neitt sem er prentað i þessa átt svo hann hneyksli ekki neinn af þessum smælingj- um. Hvernig skyldi bókin yðar annars ganga út? Þér munið að ég spáði yður ekki góðu um það. Þvílíkt efni er ekki fyrir alla alþýðu þó betri menntun hafi en gjörist, en þegar alþýðan gengur úr, þá verða ekki eftir margir sem kaupa bók; í mesta lagi helmingur hinna svonefndu lærðu manna, þvi einnig af þeim er hinn helmingurinn i sama bindindi eins og hérna lifir og rikir á Ströndinni ,og orsakirnar til þess þarf ekki að nefna. En bók yðar er í raun réttri ekki nema fyrir hina „lærðu“. Það er auðvitað að eins og meðal hinna svo- nefndu lærðu er fjöldi manns ólærður. Þannig em Mka meðal hinna svonefndu ólærðu til lærðir menn, sem hafa haft viljaþrek samverkandi góðum gáfum, til þess að brjótast einir jafnvel í gegnum þær torfærur sem svo fáir komast i gegn- um, jafnvel þó hjálp og tilsögn vanti ekki. En slíkir lærðir menn eri sárfáir. Ég vci'; ekki af nema tveim hér á landi, öðrum A K R A N E S 119

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.