Akranes - 01.10.1951, Side 13

Akranes - 01.10.1951, Side 13
Þættir um lífsferil 09 lífsskoðanir Gandhis Árið 1888 kom lítill. grannur og óásjá- legur stúdent frá Indlandi til Londonar. Aldrei hvorki fyrr né síðar hefur Breta veldi verið eins mikið og voldugt og ein- mitt þá, og frá Indlandi séð gnæfði Viktoría drottning eins og fjarlæg, háreist tign, tákn heimsveldisins, drottning Bretlands, keisari Indlands. Lengi er mannshöfuðið að skapast segir gamalt orðtæki. Hverjum myndi hafa dottið í hug þetta ár, að þessi stúdent. Gandhi hét hann, skyldi eiga eftir að rífa dýrmætasta dýrgripinn úr ensku kórón- unni. Hann var 17 ára gamall. Samkvæmt gömlum sið hafði hann kvongast 13 ára gámall og átti einn son þegar hann kom til Englands. Foreldrum hans var um og ó að sleppa honum til Londonar, þau höfðu heyrt svo margt um þær hættur, sem lægju í leyni i stórborgunum og allt það illa, sem þar væri samankomið. Til þess að fá fararleyfi varð hann að vinna þrjú heit: 1. Ekki bragða kjöt. 2. Ekki neyta áfengis. 3. Ekki snerta á kvenfólki. Honum féll illa í London og hafði mikla heimþrá, lélegur var hann í ensku talmáli og allt var svo allt öði’uvísi en heima í Indlandi. Landslag og fólk, tunga og trú, hættir og venjur, hugarfar og lyndisein- kenni. Hann ætlaði fyrst að lesa læknis- fræði, en þegar honum var sagt, að þá yrði hann að skera lifandi dýr hætti hann við það nám. Samkvæmt trú hans er allt liif heilagt, frá því æðsta til þess lægsta. þessvegna er engin synd meiri en að valda kvölum eða drepa. Þetta varð siðar hrifnir af. Mátti þá með sanni segja, að heilagur friður væri yfir öllu og öllum, sem voru í nálægð hans — langt fram yfir það, sem almennt gerðist, fyrr og síðar, við þau tækifæri. Tign og ljúf- mennska skein tit úr honum, samfara þeim góðu ræðum, sem liann flutti fram með mikilli andagift. Þessu láni áttu sóknarbörnin hér á Kálfatjörn og Njarðvíkum þá að fagna, að eignast þennan ágætismann fyrir prest og njóta hans og konu hans, frú Steinunnar Sívertsen. Var hún fyrirmynd í sjón og allri framkomu á marga vegu.“ Þetta var umsögn Ágústs Guðmunds- ■ sonar um fermingarföður sinn, en Ágúst var alla ævi í sókninni og mátti gjörla vita um álit annarra sóknarmanna fyrr og síðar á þessum mæta manni. einn af hyrningarsteinunum í lifsskoðun hans. Hann hóf svo laganám, en auk lögfræð- iunar virðist hann hafa lagt mesta áher/.lu á að kynna sér gildi fæðutegunda. Sam- kvæmt gömlum sið heiman að var hann grænmetisæta, nú þóttist hann einnig geta sannað, að slík fæða væri heilsunni fyrir beztu. Hann gerði margar tilraunir með sjálfan sig og komst að þeirri niður- stöðu að matur hefði mikil sálræn áhrif á fólk, vilji fólk halda fýsnum sínum í skefjum má það aðeins borða grænmeti og ávexti. Þetta varð annar hyrningar- steinn i lifsskoðun hans. Nú fyrst sá hann bibliuna og varð hann strax mjög hrifinn af fjallræðu Jesú eink- um þeirri kenningu, að menn eigi aldrei að setja sig upp á móti því illa, aldrei að hefna sín en fyrirgefa og yfirvinna hið illa með góðu, og ennfremur launa illt með góðu. Einkum fannst honum mikið til um kenninguna að iauna illt með góðu, og upp frá þvá varð biblían ein af hans uppáhaldsbókum, en sérstaklega hugleikin var honum bókin Bagavad-Gita, sem hefur að geyma einhverja dýrmætustu speki heimsins. Sjálfur segir hann: „þegar ég hef kvalist af sorg og hugarangri eða ótta og allt hefur verið hulið vonleysismyrkri bæði hið ytra og innra, hef ég alltaf fundið huggun i Bagavad-Gita.“ Meðan Gandhi var við nám í London skall á mikið verkfall og djúpið milli verka- manna og vinnuveitenda varð svo mikið, að herinn varð að fara á stúfana til þess að halda uppi lögum og reglu. Þegar allar samkomulagsumleitanir höfðu reynzt árangurslausar og þegar allt viðskiptalíf í London var að stöðvast boðaði hinn nafn- togaði erkibiskup Manning kardínáli til fundar. Kardínálinn var orðinn gamall og grettur kominn um áttrætt, en andlegur þróttur hans var óbilaður. Ræða gamla mannsins hafði svo mikil áhrif að verk- fallið endaði daginn eftir að hann hélt hana. Gandhi var á þessum fundi og i fyrsta skipti á ævinni sá hann hvernig sálarþrek ásamt vísdómi og kærleika geta sigrað og tamið hið hrjúfa í fólki bæði öfundsýki og óréttlæti. Daginn eftir fór hann að heilsa upp á kardínálann, sem gaf honum blessun sina. Þessu gleynidi Gandhi aldrei. Englandsdvölin hafði mikla þýðingu fyrir Gandhi, hann saug í sig allt það bezta, sem til er í evrópiskri menningu auðgaði þannig anda sinn og þroskaði greindina. Eigi að siðm' fór Gandhi til Höfundur þessarar greinar er fær- eyingurinn Edvard Haraldsen, sem Eœrcyingar sjálfir kalla menningar- sendiherrann sinn í Danmörku. — Edvard Haraldsen er óvenjulega vel mcnnta&ur og gáfáöur ma&ur. Hann hefur stundaÖ nám vi& háskóla í Kaupmannahöfn, Exeter í Englandi og Freiburg í Þýzkalandi. Helztu hug&arefni hans eru saga, heimsspeki, bókmenntir og truarbrag&aheims- speki. 1 bókmenntum er hann flest- um Nor&urlandabúum fró&ari. Edvard Haraldsen fœddist þann /7. september 1893, tók fyrst kennara- próf i Fœreyjum og sí&an í Dan- mörku, gerSist aS því loknu kennari í Lyngby, skammt frá Kaupmanna- höfn. Hann er ókvœntur og býr einn í stórri og fallegri íbú&. Ef fólk á- fellir hann fyrir a& hafa ekki kvœnzt svarar hann venjulega því einu, aS hann telji sig ekki verri mann en gerist og gengur, en hann vilji ekki fórna frelsi sinu vegna kvenmanns. Edvard er snillingur í að búa til gó&an mat og allt er hreint og fágaS heima hjá honum. Hann heldur oft fyrirlestra um heimsspeki og bók- menntir, en ef hann þreytist á að grúska i bókunum tekur hann rokk- inn sinn e&a prjánana og spinnur e&a prjónar litla stund. Grein sú, er hér birtist ér aS nokkru leyti samin upp úr erindi, sem Edvard hélt í Fœreyingafélaginu i Kaupmannahöfn. Ólafur Gunnarsson. Indlands að loknu námi og gerði sér full- komlega grein fyrir því, að hann var og mundi verða Indverji, hann hafði séð margt í enskum iðnaði og þjóðfélagshátt- um, sem hann vildi með engu móti að bærist til Indlands. Árið 1891 rekmnst við á Gandhi i Suður-Afriku, en þar átti hann að reka erindi fyrirtækis i Bombay. Hann ætlaði aðeins að dvelja í Afríku þangað til þessu erindi væri lokið en það fór á allt annan veg, hann dvaldi þar til 1914. I Suður- Afríku var mikill fjöldi Indverja, sem höfðu flutt úr þéttbýlinu á Indlandi til AKRANES 121

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.