Akranes - 01.10.1951, Side 14

Akranes - 01.10.1951, Side 14
þess að leita sér vinnu. Hér varð Gandhi fyrst fyrir barðinu á kynþóttahatrinu og hvað það þýddi að vera „litaður.“ Hann mátti ekki ferðast á fyrsta farrými á járn- brautum þótt hann væri búinn að kaupa farmiðann, ekki fara í kirkju þar sem vinur hans frá Englandi messaði. Þegar hann kom frá því að sækja konu og barn til Indlands, réðst múgurinn á hann, af því að hann hafði talað og skrifað um hversu skammarlega væri farið með landa hans í Afríku, Gandhi var mjög hætt kominn, en þegar Chamberlain ný- lendumálaráðherra krafðist þess að for- sprakkanum yrði hegnt bað Gandhi hon- um vægðar, og kvaðst ekki vilja að neinuin yrði hegnt sín vegna, hann neitaði líka að taka við skaðabótum. Gandhi byrjaði nú sem málaflutningsmaður, hafði nóg að gera og vann sér inn mikla peninga, hann varð meira að segja meðlimur í hæstarétti Suður-Afriíku. Gandhi umgekkst mikið kvekara og baptista og reyndu þeir allt, sem i þeirra valdi stóð til þess að hafa áhrif á trú hans. Á ýmsan hátt líkaði Gandhi vel við kristindóminn en honuni var mikill þyrnir í auga sú kenning, að Jesú hefði friðþægt fyrir syndir okkar. Það sem ég hef misjafnt gert vil ég sjálfur taka afleiðingunum af og bæta eða liða fyrir sagði Gandhi. Eg keppi að því að losna við það illa. Friðþægingarkenningin er í andstöðu við allt siðferði og að minni hyggju er siðferðið það, sem mest riður á í allri trú. Um þessar mundir las hann bók Leó Tolstoy: „Guðsriki er hið innra með yður,“ og má á vissan hátt segja að lestur þeirrar bókar gerbreyti lífsskoðun- um hans, því upp frá þessu var öll ævi hans ein óslitin viðleitni til þess að uppfylla á allan hátt allt, sem trúin krefur. Fátækt, skírlífi, vald yfir sjálfum sér og þjónustu- lund. Án þess að kalla sig kristinn, keppir hann nú aðeins að því að lifa samkvæmt æðstu hugsjónum. Áður hafði hann lifað eins og efnuðum manni sæmir, nú neitaði hann sér um allt, sem ekki er algerlega nauðsynlegt. Gandhi og húsfreyja hans komu sér saman um að hætta hjúskapar- fari með öllu og lifa í bindindi hvað það snerti, þess sama krafðist Gandhi af öllum aðstoðarmönnum sínum. Hann fór nú fyrir alvöru að hjálpa hinum fótæku og lítilsvirtu löndum sínum, til þess að ná auknum réttindum og öðlast betri lifskjör. Hann breytti hér eins og hann var vanur, krafðist þess að þeir gerðu sig verðuga þess, að þeir nytu sama ólits og Búar og Englendingar. Hann vildi fyrst venja þá á meira hreinlæti, og siðan auka þekkingu þeirra. Þessir fátæku þrælar nutu ekki lagavemdar, stóðu utan við lögin og liöfðu hvorki rétt né völd til þess að verja sig. En þá fann Gandhi upp þau vopn, sem siðar neyddu Englendinga til þess að veita Indverjum sjálfstæði, sálarþrek og aðgerð- arlausa andstöðu. None violence. Hindúar neituðu að hlýða enskinn lögum en fóru að öllu með góðu, þeir gerðu verkföll en koinu aldrei af stað óeirðum, samt var þeim hundruðum saman varpað i fangelsi og þar voru þeir píndir á allan hótt. Þetta varð þó til þess að fleiri og fleiri af rang- látustu lögimum voru numin úr gildi. 1 Búastríðinu kom Gandhi hjálparsveit- um á fót og stjómaði þeim sjálfur, sama gerði hann í Zulustriðinu, sem viðurkenn- ingu fékk hann enska orðu. Þegar Gandhi og húsfreyja hans fóru frá Suður-Afriku 1914 fengu þau fínustu dýrgripi að gjöf, sem þakklætisvott frá fátækum löndtnn, þau seldu gjafimar og fyrir andvirðið stofnuðu þau sjóð til hjálpar fátækum Indverjum, sem dvelja erlendis. Störf Gandhis á Indlandi. Fjömtíu og fimm ára að aldri kom Gandhi heim til ættlands síns, til þess að fullkomna það starf, sem liann fann á sér að ætti að verða takmark ævi hans, nefnilega að losa Indverja við erlend yfir- ráð og endurreisa þjóðina bæði andlega og efnalega. Hann kom heim til þessa fagra og sögufræga lands, til þjóðar, sem var ein af menningarþjóðum heimsins, en nú pind og þjökuð af valdhöfum, sem höfðu rænt frelsi hennar og sökkt henni í fátækt og eymd og allt, sem af slíku ástandi leiðir: hungursneyð, sjúkdóma, drykkjuskap og þessa óttalegu stéttaskift- ingu (kastaskiftingu), sem hindraði allar framfarir. Þjóðin var sokkin í fávizku og vonleysi og i gömlu og fallegu musterun- um, þar sem gömlu helgiritin voru lesin áður fyrr, ríkti nú sjúkleg hjótrú, afguða- dýrkun og siðleysi. Þessa þjóð, sem var hernumin og hersetin af sterkasta herveldi heimsins, átti Gandhi að leysa úr fjötrum með andlegum vopnum einum. Með sálar- krafti, aðgerðarlausri andstöðu, aldrei með illu — none violence —. H. C. Andersen segir: „Vatnið er votast og mýkst af öllu, sem við þekkjum og þó getur það þá tímar líða holað sundur kletta og svorfið hvössustu eggjarnar af steinun- um.“ Fyrsta árið gerði Gandhi ekki annað en ferðast um landið, tala við fólk og mynda sér þannig skoðanir um ástandið, sem byggðust á hans eigin reynslu. Harm fylltist skelfingu þegar hann komst að raun um hversu óttalegt ástandið var. Margir héldu að þjóðin væri svo djúpt sokkin í eymd og vesaldóm, að óhugsanlegt væri, að hún gæti tekið stjórn sinna mála í eigin hendur, en Gandhi, sagði að það væri álíka skynsamlegt að býða eftir fram- förum eins og að láta mann læra sund til fullnustu áður en hann kæmi í vatn. Fyrst yrði sjálfstæðið að koma og svo allar framfarir á eftir. Til þess að vekja hreinan og sterkan þjóðlegan anda og kenna aðstoðarmönnum sínum stofnaði Gandhi, ekki alllangt frá bænum Ahmedabad við ána Sabermati, einskonar smáþjóðfélag, margbýli í hinu ytra, reglu í hinu innra. Lögin, sem Gand- hi samdi handa þessu fólki minna mest á gamlar munkareglur. Þau voru í sjö grein- um. 1. gr. Ösannindum má aldrei beita jafnvel þó þau gætu orðið þjóðinni til gagns. 2. gr. Aldrei að deyða menn né dýr, hata engann. Við hötum ekki undirokara okkar en við neitum að virða þá. 3. gr. Kynferðislegt bindindi. Menn eiga að deyfa og hemja dýrslegar hvatir. 4. gr. Lífið á að vera einfalt og óbrotið og lifað skal af grænmeti. 5. gr. Enginn má eiga nema það, sem er bráðnauðsynlegt til þess að geta dregið fram lífið. 6. gr. Ekki að óttast neitt hvorki pynt- ingar né dauða. 7. gr. Allir skulu ganga í heimatilbúnum fötum og hver og einn skal skuldbinda sig til að vefa og spinna tvær klukkustundir á dag. Hann vildi endumýja heimilisiðnaðinn á Indlandi og útrýma ensku iðnaðarvör- unum. Upp frá þessu breytti Gandhi eins og þeir fátæku þ. e. a. s. eins og milljónirnar. Hann var í lendaskýlu og ekki öðrum fötum, á ferðalögum gekk hann oftast eða hann ferðaðist á ódýrasta farrými. Fyrst eftir heimkomuna vonaði Gandhi, að Englendingar mundu veita Indverjum frelsi af fúsum vilja, en úr því varð aldrei. Þvert á móti varð enska veldið harðvítugra en áður og fjölda beztu manna Indlands var varpað í fangelsi. Þá tilkynnti Gandhi að aðgerðarlausa andstaðan skyldi skella á, hann neitaði allri samvinnu við Eng- lendinga og allir, sem vom i þjónustu rik- isins lögðu niður vinnu, stúdentarnir við háskólana o. fl. Gagnstætt vilja Gandhi sló í bardaga á nokkrum stöðum árið 1922 og Gandhi var varpað í fangelsi. Fyrir rétti tók hann á sig ábyrgðina á öllu, sem gerzt hafði, hann sagði í varnarræðu sinni frá öllu þvi mikla starfi sem hann hafði leyst af hendi í þeim tilgangi að komast að samkomulagi við Englendinga með góðu. Gandhi var dæmdur i 6 ára fang- elsi. Dómarinn sagði, að það væri engan veginn auðvelt að dæma mann, sem jafn- vel þeir, sem væm á öndverðum meið við hann í pólitík litu upp til sem heilags manns. Hvað Gandhi sjálfan snerti þurfti hann hvíldar með, hann var bæði andlega og likamlega uppgefinn, svo fangelsisvistin var vel þegin hvildartimi. Hann fékk bæði kamba og rokk með í 'fangelsið og 122 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.