Akranes - 01.10.1951, Side 16

Akranes - 01.10.1951, Side 16
Spámenn og sjáendur aldanna á undan sögðu fyrir um þennan Messías, sem koma ætti. Þegar leið að fyllingu tímans, kveður sér hljóðs rödd hrópandans í eyðimörk- inni. — Jóhannes skirari — flækingspré- dikari þeirra tíma, klæddur skikkju af úlfaldahári og girður leðurlinda. Hann tekur sér stöðu við ána Jórdan í sand auðninni og boðar lýðnum að iðrast og skírast til þess sem koma á. Með spá- mannlegum þrótd boðar hann komu þess, sem valdið hefur. Vitringarnir frá austurlöndum sjá jóla- stjörnuna yfir fæðingarstað hans. Vitring- arnir fara til Jerúsalem og biðja Heródes konung að vísa veginn til hins nýja leið- toga, þvi þeir vilja veita honum lotningu. Konungurinn i Jerúsalem og þegnar hans urðu skelfingu lostnir. Ef nýr kon- ungur væri fæddur, þá var vald Heródesar og hans ættmenna liðið undir lok. — Þess vegna bað Heródes vitringana fi'á austur- löndum að finna dvalarstað liins nýja leiðtoga, svo hann mætti einnig veita hon- inn lotningu. Fláttskapur og undirferli er ekki nýtt fyrirbæri, sem hefur orðið til á samkund- um sameinuðu þjóðanna á liðnu ári. Þetta var líka til á dögum Heródesar konungs í Jerúsalem. Hans lotning var að stytta aldur hins unga sveins áður en hann næði að taka konungdóm yfir Israel. Á langri leið virðast valdhafar þjóðanna ekki halfa lært það, að enginn hlutur, að ekkert sem á að ske, getur hætt að koma fram. Hið nær tvöþúsund ára gamla dæmi sannar það, að hvorki mannlegur né kon- unglegur máttur nær að stöðva eða snúa framvindu támanna. — Englar drottins — örlagadísirnar — vöktu yfir hinum unga sveini. Vitringun um var sagt að fara aðra leið heim og stjúpföður Krists sögðu englarnir að taka barnið og móður þess og fara með til Egyptalands, þvi konungurinn í Jerúsalem vildi vermda völd sín með því að taka líf hins unga sveins.----- Heródes lét myrða öll börn á líklegum aldri Krists, bæði i Betlehem og nálægum stöðum til þess að tryggja vald sitt og tign. Vér þekkjum þetta enn þann dag í dag. Það skiptir ekki máli, hvort valdhafinn situr í Jerúsalem liðins t-íma eða Moskvu líðandi stundar. Þegar vernda þarf valdið yfir börnum jarðar, þá eru börnin myrt — munurinn er aðeins sá, að nú eru börnin myrt á margvislegri hátt en áður var. Hinn litli sveinn tekur að kenna og lýðurinn undrast kenningu hans um mildi og sátt við alla —Hann boðar ríki föður síns eins og sá, sem valdið hefur, og safnar að sér þeim aumustu og smæstu. Hundraðshöfðinginn og hin bersynduga kona finna skjól í mætti hans og mildi. Sjúkir og vanheilir ganga og blindir fá sýn. Hann mettar hungraða, lægir öldur og storm — gleðst með glöðum og hryggist með hryggum. 1 samkundum Gyðinga flyt- ur hann boðskapinn um ríkið eilífa— ríki kærleika og umburðarlyndis. Hann flytur boðskap sinn við vatnið, í Grasgarðinum, á götum og torgum. Hámarki hins yfir- mannlega þróttar nær rödd hans og boð- skapur í ræðunni á fjallinu.------ Á fjalli gaf Móses lýðnum 10 boðorð. Á fjalli gaf Kristur mannkyni öllu — eitt boðorð: Gerðu öðrum það sem þú villt að aðrir geri þér. — Þetta boðorð Krists er hin einfalda raunhæfa lausn allra okkar félagslegu og fjárhagslegu vandamála dags- ins í dag — lausn þeirra vandamála allra sem hinar vitru samkundur okkar sam- tíðar geta ekki leyst. Þetta boðorð er friður i stað styrjalda, velmegun í stað fátæktar, fyrirgefning í stað gálgans — guðs vegur til nýrra heima. —Hvar er kirkja Krists? Er hún á fjallinu eða í dalnum? Eins og voldug alda rýs kenning Krists, hún skellur á borgarmúrum hins Róm verska veldis, hún ógnar veldi þeirra, sem drottna með vopnum og hörku. Hin nýja rödd um að gjalda keisaranum það, sem keisarans er, og guði það, sem guðs er verður þrótt- og áhrifameiri með hverri stund, sem líður. Veraldarvaldið sér, að það hallar undan fæti, ef þessi kenning á að lifa. Þá er settur á stofn dómstóll æðstu prestanna og menntamannanna — skósveina hins ríkjandi valds — til þess að dæma ræðumanninn af fjallinu til að deyja á krossi — og Kristur, mesti per- sónuleiki allra alda, leggur líf sitt að veði fyrir ræðuna á fjallinu. Þessi saga er gömul en ávallt ný. Þegar einhver stórkostleg hugsjón er flutt mann- kyninu, þá þekkist tign hennar á þvá hvern- ig smámennskan tekur henni. — Enn í dag er verið að dæma skoðanir og hengja menn. — Þessi heimur er samur við sig, hann sér ekki fjöllin fyrir snörum og reyk---- Það hrikktir i söguspjöldunum, þegar kenning Krists fer um þau. I Rómaveldi er lærisveinum Krists kastað fyrir villidýr, lýðnum til ánægju. Fávísir valdhafar héldu, að framvinda tímanna yrði stöðvuð með því að hengja og brenna þá ,sem trúa á lifið og guð, — en sagan geymir þann sannleika að ríki kærleika og friðar verður hvorki krossfest né barið niður með blóði og eldi. — Það kemur — kemur fyrr en varir. Tímarnir liðu og mennirnir sáu að meira varð að ske til að hefta sigur litla sveinsins frá Nazaret. — Þá stofnuðu þeir Rannsóknarrétt til að dæma og drepa þá, sem voru óþægir ráðandi valdi. Mennirnir stofnuðu styrjaldir til að berjast og drepa fyrir Krist — og enn á vorum dögum er Kristur beðinn að blessa morðtólin beggja megin víglinunnar, og friðarhöfðingirm er beðinn um sigur í styrjöldum krossfest- ingamanna. Gegnum allt þetta moldviðri mannlegrar vonsku er fæðing Krists, líf lians og starf, jafn fagurt og hreint eins og það var hina fyrstu Jólanótt, þegar vitringarnir frá austurlöndum komu að jötu hans og beygðu hné sín fyri höfðingja bræðralags og friðar. Fæðing Krists, Fjallræðan, dómur hans um bersyndugu konuna, líf hans allt og starf, það er hinn skyggði málmur, sem hvorki eldur né rið fá grandað. Fyrirmynd Krists eru hin einustu verðmæti þessa heims, og þau einu verðmæti, sem kjam- orkan stendur aflvana fyrir. Þótt vér höfum breytt fæðingarhátíð Krists í matar- og markaðstíma, þá höfum vér ekki og getum aldrei breytt lífi hans né fordæmi í mat eða markaðsvöru. —- Ef svo væri, þá fengist kristin lífsskoðun í búðunum í fagurgjörðum pökkum ásamt notkunarreglum. Um jóladagana höfum vér gefið og tek ið á móti meira og minna innihaldslausum óskum um gleðileg jól, — óskum, sem eins og allt annað í dagfari voru er komið upp í innilialdslausan vana — vegna þess að engin gleði er til án kærleika og engin kærleiki til án fórnfýsi. Vér höfum fært og þegið gjafir. Að mestu leyti höfum vér gert það af tildri, vana eða yfirdrepsskap, nema þær gjafir, sem hafa laðað fram bros á vanga hins unga og óspillta barns. — Þær gjafir mun eilífðin launa. I_,átum oss fara að dæmi vitringanna frá austurlöndum og færum afmælisbarninu gjafir — því jólabarn- inu, sem oftast gleymist. — Vér skulum færa því gull, reykelsi og myrru. — Gullið sé blettlaus framkoma vor við allt og alla, reykelsið sé þakkarfórn vor fyrir leiðsögu kristinnar trúar og myrran sé vor líkn- andi og græðandi hönd á allt, sem þjáist og þarf kærleika með. Gleðileg jól fást hvergi keypt, — en vér hver einn og einasti erum þess um- komin að skapa gleðileg jóh I Keflavik, á jólunum 1950. Tveir menn komu fyrir sáttanefnd og leiddu saman hesta sína. Tók að kastast í kekki, og segir annar: — Það get ég sagt með sanni, að þú ert sá langmesti grasasni, sem ég hefi nokkru sinni augum litið. Þá stendur prófastur, sem var annar sáttasemjarinn, upp og segir mjög alvarlega: — Hægan, hægan! Þér virðist hafa gleymt þvi að ég er viðstaddur. Axel litli: — Má ég taka eina köku pabbi minn? FaSirinn (lesandi í bók): — Spurðu hana mömmu þina að þvi. Axel: — getur þú ekki ráðið þvi, pabbi minn, eða ræður þú engu hér á heimilinu? ,,Ég verð þvi miður að láta yður vita, að kaffi- pundið, sem ég fékk hjá yður, var laklega vegið.“ „Nú einmitt það já. Það var leiðinlegt, ég vóg það á móti smjörpundinu, sem þér selduð mér.'1 124 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.