Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 17
öldum saman hefur leið margra ísl. menntamanna legið til Kaupmannahnfn- ar, enda var sú borg lengi andlegur höf- uðstaður Islands. Lítum við yfir viddir íslenzkra bókmennta, sjáum við fljótlega, að margar háreistar bókmenntavörður hafa einmitt verið hlaðnar í þessari út- sýnissnauðu borg, og er það margra hluta vegna mjög eðlilegt. Áður en Háskóli fs- lands var stofnaður, leituðu velflestir efni- legustu mennirnir sér menntunar við Hafnarháskóla, hjá því gat þess vegna alls ekki farið, að afburðamenn á bók- menntasviðinu væru þeirra á meðal. Þótt Kaupmannahöfn sé útsýnissnauð í bók- staflegri merkingu orðsins, er hún það ekki að sama skapi í óbeinni merkingu þess. Landafræðileg lega Kaupmanna- hafnar er þannig, að þar mætast áhrif austur- og vestur Evrópu, þegar engin óeðlileg bönd hindra slík áhrif. Kaup- mannahöfn er jafnframt einn syðsti út- vörður norrænnar menningar, þótt hún sé jafnframt heillandi ástmey suðræns blóðhita og rómantíkur. Margur góður íslendingur hefur drukk- ið í sig þessi áhrif og samræmt þau is- lenzkri menningu, þannig að ný og glæsi- leg merki hafa verið dregin að hún, þótt næsta umhverfi þessara manna hafi sjalSnast verið með miklum glæsibrag, oft iburðarlítið herbergi í fátækrahverfi. Islendingurinn, sem erlendis dvelur, sér ættland sitt alltaf í nokkuð öðru ljósi en sá, sem heima dvelst. Hann sér landið í glæstirm hugmyndum, ekki eins og það er í raun og veru. I augum landans verð- ur vorblærinn hlýrri, fjöllin fagurblárri, dropar daggarinnar tærari. Dægurþras heimahaganna gleymist. Landinn finnur, að hann er bundinn landi sínu og þjóð órjúfandi tryggðarböndum, hann dreymir vonglaða vökudrauma um glæsta framtið þjóðar sinnar eða hryggist yfir afdrifum hennar, allt eftir því, hvemig hugblær hans er í það og það skiptið. Heimþráin, sem allir Islendingar, sem erlendis dvelja, bera í brjósti, kennir þeim að stilla aðra strengi í sálariifinu en þeir gera heima fyrir. Þeim er gjarnt að sjá allt í hyll- ingum, ekki aðeins fegurð landsins, held- ur einnig hvern þann landa, sem á vegi þeirra verður, þeim er eðlilegast og kær- ast að heilsa hverjum, sem að heiman kemur, eins og bróður eða systur. Undanfarin ór hef ég átt tal við marga roskna og aldurhnigna Islendinga erlendis. Eins og rauður þráður í hugarheimi þeirra allra er djúp og straumþung ættjarðar- ást, ást til landsins eins og gamla fólkið man eftir því. Sumt hefur ekki fengið bróf að heiman árum og jafnvel áratug- um saman, sér aldrei íslenzkt blað og heyrir aldrei íslenzka tungu. En enginn mennskur máttur slítur meginþráð við fósturjörð. Gamla fólkið gleymir aldrei Islandi, það reynir að halda uppi heiðri þjóðarinnar, hvenær sem á hana kann að verða hallað, og svo dreymir það dag- langt og árlangt um æskustöðvar á ætt- landi sínu. Að þessu sinni ætla ég að minnast á einn góðan og gegnan landa, sem nú er dáinn, og lesa nokkur kvæði eftir hann. Þessi landi hét Sveinn Jónsson. Sveinn Jónsson fæddist þann 11. marz 1892 að Blöndubakka í Engihliðarhreppi. Foreldr- ar hans voru Arndís Helga Bjarnadóttir og Jón Stefánsson póstur og síðar bóndi að Torfustaðahúsum í Miðfirði. Sveinn lauk stúdentsprófi í Beykjavík vorið 1914. Sigldi sama ár til Hafnar og hóf nám í læknisfræði. Hann hætti þó fljótlega því námi, hóf nám i norrænni málfræði í staðinn. Fjárhagur Sveins var naumur og mu það hafa verið aðalástæðan til þess, að hann hvarf frá norrænunámi árið 1916 og sneri sér að verzlunarskóla- námi í staðinn. Lauk hann síðar prófi á verzlunarskóla Brocks í Kaupmannahöfn. Eftir Ólaf Gunnarsson frá Vík í Lóni. Að loknu prófi vann Sveinn um hrúð á skrifstofu og við endurskoðun. Nokkrum árum seinna kvæntist hann danskri konu, sem enn er á lífi, og stofnuðu þau í félagi glófaverksmiðju, sem húsfreyja hans rekur enn þann dag i dag. Á síðustu árum Sveins var efnahagur hans orðinn það góður, að hann var farinn að ráðgera að taka sér hvíld frá daglegum önnum um hríð og skrifa doktorsritgerð um forn-íslenzkar bókmenntir. Ur þessu varð þó aldrei. — Sveinn dó 8. janúar árið 1942. Þessi fáu æviatriði ,sem ég hef minnst á, eru á engan hátt merkileg, en það, sem veldur þvd, að mér finnst að nafn Sveins verðskuldi að þvf sé haldið á lofti er, að hann lét eftir sig allmikið ljóðasafn, bæði á íslenzku og dönsku. Sjálfum fannst Sveini lítið til ljóða sinna koma og flestum þeirra brenndi hann. Hann krotaði kvæði sín með blý- anti á «merkilega pappirssnepla og þegar hann var búinn að lesa þau yfir nokknmi sinnum setti hann minusmerki við þau og fleygði þeim síðan i ofninn. Til allrar hamingju gætti hann þess ekki alltaf, hvort eldur var í ofninum og á það lagið gekk húsfreyja hans. Notaði hún tæki- færið þegar Sveinn sá ekki til, hirti kvæðin og geymdi þau. Þótt hún skildi ekki ís- lenzku þóttist hún vita, að kvæðin væru ekki eins lítilfjörleg og Sveinn vildi vera láta, þvi Jóhann Sigurjónsson skáld, sem var vinur Sveins, ávítaði hann oft harð- lega fyrir, hversu skeytingarlaus hann væri með kvæði siín. Þessari dönsku hús- freyju ber þvi að þakka, að nokkurt kvæði er til eftir Svein, að undanskildu kvæð- invi „Einn flýgur hrafninn," sem hefur birzt á prenti og Sveinn taldi birtingar- hæft eitt sinna kvæða. Sveinn Jónsson var mjög hamingju- samur i hjónabandi sínu, enda er auð- fundið, að húsfreyja hans hefur unnað honum hugástum. Hún lýsir Sveini á þessa leið: Maðurinn minn glaður á gleðistund- um, laus við öll venjubönd. Augastein- arnir hans voru forníslenzkar og latneskar bókmenntir, en íslenzku og latinu unni hann mest allra mála. Sveinn var bráð- greindur, skjótur i svörum og fyndinn en aldrei illkvitnislegur, eins og sumum is- lendingvun hættir við, þegar þeir segja eitthvað fyndið. Heimilisfaðir var Sveinn ágætvir, nærgætinn, hugsunarsamur og viðmótsþýður. Sveinn var ekki vinamarg- ur, en hann var vinfastur. Félagsmálum íslendinga í Kavijvmannahöfn vildi hann ekki skipta sér af og sótti því ekki landa- mót. Islenzka verzlmvarmenn vinvgekkst hann ldtið nema þeir hefðu einhverja ljóð- ræna æð í sér. Þvv er ekki að leyna, að Sveinn var ekki strangur bindindismaður á námsárum sínum, þótt ekki neytti hann áfengis í óhófi. Ég hverf nú frá frásögn ekkju Sveins og les kvæði, sem heitir Hryllingar: Hvað á ég að gera? Við timburmenn tóma ég tolli ei í bæli við hlukknahljóma. En sizt vil ég hlusta á þá samvizkudóma. Að æran sé farin, sóminn seldur. Ég er hrelldur. Hver stefnir að hug mér þeim her af djöflum» sem hlaða yfir mig brennivinssköflum. Eða er ég til fullnustu genginn af göflum og sokkinn í andleysis kviksyndi og keldur. Ég er hrelldur. Hafliði tapaður tröllum sýndur, af tómum þymum er ég nú krýndur, af helvískum þorsta og hita pindur. Ég á ekki brennivín, bjór ekki heldur. Ég er hrelldur. Glerbrot í kverkum mér, aska í augum, óstyrkur bæði í hjarta og taugum. Hef engan frið fyrir djöflum og draugum. Ég veit ekki hvað þeim kjmjum veldur. Ég er hrelldur. Sveinn Jónsson og kvæOi hans AKRANES 125

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.