Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 18
Á fætur ég mó til drullast og drekka,
drekka og sólma á hórdómi flekka.
Já, hún er brött þessi helvitis,brekka,
sem hrapa ég niður. Ég stanza ei að heldur.
Ég er hrelldur.
Þetta kvæði tekur af öll tvímæli um
það, að ekkja Sveins hefur rétt að mæla,
þegar hún segir, að Sveinn hafi ekki verið
strangur bindindismaður á yngri árum.
Mér vitanlega hafa ekki önnur islenzk
skáld lýst timburmönnum betur en Sveinn
gerir í þessu kvæði.
En Sveinn slær á marga strengi í ljóð-
um sínum. Næsta kvæðið, sem ég ætla að
lesa, er gamankvæði um Þorberg Þórðar-
son rithöfvmd, sem var æskufélagi Sveins.
Hefur Þorbergur minnst á Svein sem
góðan Unuhúss-félaga í bókinni Islenzkur
aðall. Bragarhátturinn, sem Sveinn hefur
valið þessu gamankvæði, sýnir, að hann
hefur verið hagvanur i fomum kveðskap:
Ár vas alda
þá es árar gullu.
Þá var Þorbergur
Þórðarsonur
fæddur í heiminn,
fróneygur hraustur.
Hljóðandi sífellt
svo heimur skekktist.
Komu þá haukar,
kettir og rottur,
hrafnar og hanar,
hundar og máfar,
uglur og emir,
því öll dýr vildu
hylla sinn herra
og hæstan drottinn.
Settust við vöggu ’ans
og vörð þar héldu,
geltu og mjálmuðu
og gnistu tönnum,
krunkuðu, göluðu,
hvíuðu og hrinu,
svo einskis manns
hann orð mátti heyra.
Hann nam hrafnamál
og hver þau fræði,
er hrafnar áður
Óðni færðu.
Varð hann í vöggu
vitrari þegar
en aðrir allir, sem uppi voru.
Amfleygum anda
allar götur
færar fundust
þó farið hefði
ennþá eigi
einu feti
utar en rúmstokkur
ömmu ’ans náði.
Óx honum aldur,
óx honum vizka,
óx ásmegin,
óx hugprýði.
Gjafir guða,
góðra manna,
hunda og katta
hafði ’ann þegið.
Safnaðist saman
í sálardjúpi
andans auðlegð frá öllum löndum.
Spakari Salómon
sagður var hann
áður en æsku
átti að baki.
1 eðli hans öllu
var ærin trafík,
í lifi hans logi
og lyfting mikil.
Sá var Cicero
sagður meiri
þá mestu við menn
mælsku hann þreytti.
Drjúgum um daga
sem Diogenes
gekk hann um götur
og gætti manna.
Með andans augum
óðar las hann
hug og hjarta
í hverjum manni.
Hildarleik harðan
háði ’ann margan
við Hjörleifsson
Húnvetning nokkurn.
Hraðlyginn mann
og harðfylginn
bar Þorbergur
úr býtum sigur.
Mál er það manna,
að málfræðingur
muni hann mestur
fyr mold ofan.
Með Finn hin fróða
fer hann í vösum
og Rasmus Rask
rekur í kútinn.
Heiður sé hæstur
og Hósíanna
Þorbergi þeim
er þekkja allir.
Dásemd og dýrð,
sem drottni sæmir,
rigni yfir
hans rauða skalla.
Ég leyfi mér að draga í efa, að Sveinn
hefði nokkurn tíma ort þetta kvæði ef
hann hefði verið búsettur hér á landi.
Fyndnin virðist bæði of djörf og of létt til
þess að vera sett i bundið mál heima fyrir.
Við fslendingar erum litlir snillingar i
góðlátlegu gamni hverjir um aðra en oftar
gætir hjá okkur ónotalegra brodda, sem
geta sært tilfinninganæma menn djúpum
sárum.
Flest kvæði eru ákveðnar liugmyndir úr
sálarlifi manna, en þau sýna vitanlega
einnig þroska skáldanna, hugðarefni, og
vald á máli Og rimi. Sveinn Jónsson viðtn--
kenndi sjálfur, að kvæðið „Einn flýgur
hrafninn" væri birtingarhæft, má því ætla
að það kvæði túlki lifsskoðun og birti
okkur sálblæ, sem hefur átt djúpar rætur
hjá honum. Alvara og íhygglni skáldsins
er auðheyrt í kvæðinu:
Einn flýgur hrafninn, hægt með votar fjaðrir.
Höfuð hvers er það, sem í klóm hann ber.
Kúpa þín bleik og blásin þetta er,
sem ber ég frá vigðri mold í klettaauðnir.
Einn flýgur hrafninn, hægt með votar fjaðrir.
Refurinn soltinn einn á auðnum reikar,
æti þar fekkstu, seg mér hvað það er.
Hjarta þitt til átu yrðlingum ég ber
úti ég fann það meðal bleikra hræa.
Refurinn soltinn einn á auðnum reikar.
Lógt flýgur uglan, liðið er að nóttu.
Lágt flýgur þú og hægt, hvað tefur þig?
Sál þina, er alein sat á myrkva stíg,
svif ég nú með frá gröf að hinzta dómi.
Lágt flýgur uglan, liðið er að nóttu.
Frá þvi alvöruþrungna hverfum við nú
til þess þunglyndislega og txegakennda,
næsta kvæði heitir Söngvarinn:
Það var vorblær i vísunni, er lék hann
glaður á gullinn strenginn.
Hann kvaddi, er hafði hann oft fyrir alla.
Ástarorð fylgdu honum engin.
Hann stanzaði þama við steininn áðan
til þess að binda á sig þvenginn,
og leit um öxl til allra, er hann þekkti,
augu fylgdu honum engin.
Nú sat hann vinlaus á vegamótum,
það rigndi á ryðgaðan strenginn.
Hljómurinn kom frá hans hjartarótum.
Á hann hlustaði enginn.
Þeir eru að grafa hann i garðinum þarna,
andvörp fylgja honum engin.
Hingað til má segja, að við höfum fylgt
Sveini um troðnar brautir, þótt um vel
lagða, hefðbundna vegi hafi ekki verið
að ræða. Nú leggjum við hins vegar á svo
miklar ófærur, bæði hvað efni og efnis-
meðferð snertir, að Sveinn hefði hlotið að
vekja á sér athygli allra ljóðelskandi
manna, ef hann hefði birt þetta kvæði,
þegar }>að var ort fyrir rúmlega 30 árum.
Enn er það svo, að mér þýkir ástæða til
að lesa ekki einn kafla kvæðisins, en í
þeim kafla víkur Sveinn að svo óvenju-
legu sálarlifi, að fæstir munu bera full
kennsl á, og tel ég réttara að sleppa hon-
um. Sveinn hefur ekki gefið þessu kvæði
neitt nafn, en ef til vill mætti kalla það
Ástaróð til næturinnar:
Ennþó vaki ég aleinn.
Nú vaki ég aleinn.
Nóttin, sem ein heyrir bænir minar,
hefur vakað með mér, en nú er hún að falla í dó.
Nóttin og ég erum bundin órjúfandi ryggða-
böndum.
Ég ber ekki hring frá henni á fingrinum ,eins og
ég mundi gera, ef hún væri kona, unnustan
mín, — en sál min ber merki hennar.
Hún veit, að ég get ekki án hennar lifað.
Hún veit, að mannaþefur dagsins er mér á móti
skapi, og heimilislausar minningamar, flæk-
ingamir, betlaramir verða of tötralegir í dags-
birtunni. Þá veit hún að mig kennir til.
Og nú er hún að falla i dá. Litur dagsins er í
augum hennar húmdökkur, andar ó hana
mannaþefnum og hversdagstilfinningunum,
en það þolir hún elcki. — Þú þolir það eins
illa og ég, vesalings ástkæra nótt.
Farðu ekki nótt — farðu aldrei. Þetta er neyðaróp
örbjarga sálar, sem hryllir við deginum.
Ég þrái óst, langar til að elska.
Vel man ég þegar ég elskaði i fyrsta skipti.
126
AKRANES