Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 19
Ennþá finn ég, hvernig fyrsti eldsloginn brenndi
sundur blœjuna, sem hjúpaði gljúpa barns-
sálina. Það fannst mér dýrðardagur. Nú skil
ég tilfinningu píslarvottanna, sem dóu fyrir
trú sína öruggir og glaðir. Þeir voru bömin,
sem aldrei höfðu komizt að þvi, að skrökað
var að þeim.
Þá streymdi éstin gegnum æðar mínar með blóð-
inu og hún var öll mín sál.
Á þeim degi var ég auðugur, ungur og glaður.
Siðar meir elskaði ég af vana, til dægrastyttingar.
Þá varð ástin löstur.
Nú er ég þreyttur, hár mitt er grátt fyrir ár.
Mér finnst ég ekki vera til. Ég þreifa á hönd-
um og fótum til þess að sannfærast, og ég
stari út í dimmbláa nóttina. Hún er blá eins
og æðarnar á hvitri konuhendi.
Nokkrar stjörnur glitra í fjarska
langt út í dimmbláum hylnum.
Og hugurinn leitar þangað i kyrri nóttinni, eins
og skógarmaður, sem leitar heim undir strend-
ur ættlandsins þegar allir sofa.
Þá vakir hann einn með ógæfunni, sem sendir
honum daginn.
—- Og hamingjubrot min eru á við og dreif eins
og stjörnur himinsins.
Á nóttum safna ég þeim saman, eins og soltinn
betlari brauðmolum, og gleðst yfir brotunum.
Svo kemur dagurinn og sýnir mér, að ég er tóm-
hentur. Þá hlæ ég.
Aldrei er ég hryggari en þegar ég hlæ.
Þess vegna get ég ekki án þin verið nótt.
Ég vil vera brúðguminn þinn.
Flyt þú mig langt burtu, byggðu mér höll úr
húmblæjum, og yfirgefðu mig aldrei. Svo
skal ég tina saman hamingjubrotin min, búa
til úr þeim men og gefa þér í brúðargjöf.
Það skal vera tryggðarpantur okkar um tima
og eilifð.
í þessu kvæði kemur heimþró Sveins
glögglega í ljós, en oss grunar einnig, að
þrátt fyrir sæmilega og síðar allgóða af-
komu, hvað fjárhag snertir, þá hafi liam-
ingju skáldsins alltaf vantað einhverja
hluti til þess að mynda fullkomna heild.
Skýringin á þessari skoðun er auðsæ. Allir
menn eru þannig skapi farnir, að þeir
taka nærri sér ef þeir ná ekki því tak-
marki, sem þeir hafa sett sér í lifinu. f
þvú sambandi er ekkert aðalatriði hvort
takmarkið er embættispróf í norrænni
málfræði við Hafnarháskóla, kaup á góðri
bújörð norður í Húnavatnssýslu, ákveðin
líkamshæð, eða vinátta og óst meyjar eða
manns svo aðeins nokkur dæmi séu nefnd.
Náist takmarkið ekki, leita þarfir manna
útrásar á öðrum sviðum og fer það mest
eftir skapgerð, greind ;og mannkostum
hvers og eins, hvernig þörfin birtist. Einn
fer sömu leið og Sveinn, yrkir angurvær
ljóð í rökkrinu og fleygir þeim í ofninn
þegar hann er búinn. Annar safnar ver-
aldlegum auði eftir því sem föng eru á.
Þriðji verður illkvitnislegur og öfujidsjúk-
ur gagnvart náunganum og reynir að
troða niður af honum skóirin, fjórði leggur
árar í bát og verður að þjóðfélagslegu rek-
anldi, sem berst stefnulaust með straumn-
um, vansæll og volaður.
Ef Sveinn Jónsson hefði lagt meii’i rækt
við ljóðagerð sína en hann gerði, liefði
Til kaupenda blaðsins:
Með þessu blaSi líkur 10. árgangi þess.
Þá er mér rikast í huga aS þakka og biSja
fyrirgefningar. Þakka skilning og velvild
og órofatryggS margra viS blaSiS, og biSja
fyrirgefningar á þeirri dirfsku minni aS
takast þetta á hendur; á vanmœtti mínum
í starfinu. / upphafi var aldrei gert ráS
fyrir því aS ég þyrfti í þessu efni aS bera
einn hita og þunga starfsins. Einnig hélt
ég, aS úr svo margmennum og vaxandi bæ
fengi ég meiri aSstoS aS því er tekur til
efnis í blaSiS.
Þótt blaSiS sé ekki stœrra, er hér um all-
mikiS verk aS rœSa og umstang viS, þegar
tekiS er tillit til þess, aS þetta hefur alla
ÍS veriS tómstundavinna frá oSrum störf-
um, oft œSi fjarskyldum. Ég þekki menn,
sem sinna álíka verki sem aSalstarfi og lika
í tómstundum. ÞaS er því von, aS blaSiS
beri þessa merki, aS viSbœttu menntunar-
leysi á þessu sviSi sem öSrum.
En ég hef veriS svo heppinn, aS blaSiS
hefur eignast marga vini, sem tekiS hafa
ástfóstri viS þaS, rnetiS langt um efni fram
þaS sem nýtilegt hefur veriS í því og fyrir-
gefiS í ríkum mœli allt, sem ábótavant hef-
ur veriS. Auk þessa móralska stuSnings,
hafa svo margir ykkar stutt þaS fjárhags-
lega, meS því aS greiSa meira fyrir þaS en
verSlagningin sagSi til um. Ég væri löngu
liættur viS útgáfuna ef þetta sem nú var
taliS hefSi ekki komiS til, aS því viSbœttu,
— þrátt fyrir alla galla — aS mér fannst
aS Akranes, — bœrinn — setti fremur niSur
en hitt, ef ritiS legSist niSur. Því fremur,
sem þá yrSi líklega samhliSa hœtt aS semja
og birta þœtti úr sögu bœjarins, en þeir
munu ef til vill síSar þykja einhvers virSi,
þótt nú þyki fáum þeir merkilegir.
Þetta hefur því annars vegar veriS mér
hugsjónamál og hins vegar skyldukvöS gagn-
vart þvi fólki, sem tekiZ hefur viljann fy'rir
verkiS, á þann hátt, sem ég hef lýst hér
aS framan. Fyrir velvilja ykkar og trú á
þann boSskap, sem þaS hefur flutt af veik-
um mætti, hef ég nú orSiS þess var aS rit-
inu er nú mun meiri gaumur gefinn en
nokkru sinni fyrr, en þaS má m. a. marka
af þvi, aS nýir kaupendur vilja margir eign-
ast þaS frá upphafi, er þeir gerast kaup-
endur. ÞaS bendir til, aS í heild sinni sé í
því eitthvaS nýtilegt.
Vart mun nokkurt rit í landinu hafa
hœkkaS svo lítiS sem AKRANESy Hefi ég
stimpast alltof lengi viS aS hœkka þaS,
vegna þess aS mér finnst aS mörgum sé um
of ósárt um stöSugar hækkanir. En þegar
slíkar öldur ganga yfir þjóSfélögin, er eins
og enginn geti heldur komizt hjá að dansa
meS, þótt naúSugt sé. Þykir mér því nú
leitt áS þurfa áS láta undan í þessu efni,
en sé mér þaS ekki fœrt lengur, eins og
allt hefur margfaldast í verSi. Ég hefSi
gjarnan viljaS vera svo á vegi staddur, aS
gefa ritiS út fyrir lítiS verS, og gefa lengur
meS því, ef ég aSeins næSi áS einhverju til-
gangi minum og hugsjón meS útgáfunni.
En því miSur er ekki því aS heilsa.
Ég verS því aS hækka árgjald þess upp í
50 krónur meS nœsta, 11. árgangi. Mér er
alveg Ijóst, aS kaupendur tína eitthvaS töl-
unni fyrir þessa ráSstöfun, og aS von er
færri nýrra kaupenda fyrir þáS. Ég get því
miSur ekki gefiS lengur meS blaSinu, og
þaS verSur þá aS fara um áframhaldiS sem
fara vill. I þessu sambandi vil ég og biSja
þá, sem skulda blaSinu, — suma nokkur ár
—- aS gera svo vel og greiSa skuldir sínar.
AS lokum þakka ég hinum trúföstu vin-
um blaSsins fyrir einlæga vináttu og sam-
vinnu á þessum 10 árum. MeSan blaSiS
heldur áfram aS koma út á mínum vegum,
mun ég reyna aS gera þaS betur og betur
úr garSi, svo sem frekast má verSa. Eg biS
ykkur fyrirgefningar á drœtti á útkomu
tveggja siSustu blaSa, en pappírinn í þau
kom ekki til landsins fyrr en nú meS Gull-
fossi rétt fyrir jólin.
Að svo mœltu óska ég ykkur öllum gleSi-
legra jóla og farsæls komandi árs.
Vinsamlegast,
ÓL. B. BJÖRNSSON.
hann vafalitið getið sér góðan orðstír sem
skáld. Ef til vill hefur skáldafrægð aldrei
verið takmark hans og hann ekki haft
neinn þann boðskap að bera, að honum
fyndist sjálfmn ástæða til að flytja hann
þjóð sinni. Eitt er víst, að hann dó lítt
þekktur i heimahögum og kvæðin hans,
sem ekki eru glötuð, eru aðeins til á guln-
uðum blöðum, skrifuð með máðri blýants-
skrift. Eftir nokkur ár verður skriftin ó-
læsileg með öllu og arfur Sveins Jónssonar
glataður að fullu. I bókinni „íslenzkir
Hafnarstúdentar“ er kvæða hans getið
með þessum orðum: Á yngri árum fékkst
Sveinn nokkuð við ljóðagerð.“ Þessi setn-
ing verður, þegar tímar líða, eini minnis-
varðinn um s'káldið, sem lifði og dó fjarri
fósturjarðar ströndum, nexna því aðeins
að ættingjar eða vinir, ef einhverjir eru
á lífi, hefjist sem fyrst handa um útgáfu
á ljóðum hans.
AKRANES
óskar öllum lesencLum sín-
um og velunnurum gleÖi-
legs árs, og þakkar þeim
alla vinsemd og liÖveizlu á
liömim árum
ÓL. B. BJÖRNSSON.
AKRANES
127