Akranes - 01.10.1951, Page 22
Nokkru eftir ferminguna kynntist Ágúst
þó reglulegri leikfimi, því að þá komst
hann í flokk unglinga, sem nutu kennslu
hjá Ólafi Rósinkranz, leikfimikennara.
Voru um 20 drengir í flokknum, en æf-
ingamar fóru fram í leikfimihúsi Mennta-
skólans á sunnudagsmorgnum. Ágúst held-
ur, að Ólafur hafi ekkert tekið fyrir þessa
kennslu, en aðeins gert það af áhuga fyrir
þessari iþrótt, vegna gildis hennar fyrir
iðkendur.
/
Sleða- og skautaferðir vom mikið iðk-
aðar á vetrum. Mikið var um skútusigl-
ingar á tjöminni, boltaleiki, stikk og klink.
Þönglastrið, glímur og tusk, veiðiskap,
sund og busl.
Drengjunum þótti hækka þeirra hagur,
er þeir gátu farið að fara í laugarnar, en
það breyttist mikið til batnaðar, er Sund-
félagið lét (1884) útbúa stóra sundlaug
á þeim stað, sem sundlaugin er nú og reisa
þar hús til afnota fyrir kennara og nem-
endur. Fyrsti kennari við nýju sundlaug-
ina var Bjöm Blöndal, faðir dr. Sigfúsar
Blöndals, bókavarðar í Kaupmannahöfn.
Drengjunum fannst hressandi og þrosk-
andi að hlaupa þennan spotta til þess að
geta notið sundlauganna.
í vist á Hótel ísland.
Haustið 1888 réðst Ágúst til Halbergs
veitingamanns á Hótel Island. Þar fékk
hann frítt fæði, en ekkert annað kaup, en
maturinn var nógur og góður, enda telur
Ágúst, að hann hafi þroskast vel likamlega
þau tvö ár, er hann vann þarna í vist.
Honum féll vel við hjónin og eins börn
þeirra (Júlíus og önnu), sem voru Ágúst
mjög jafnaldra og kom vel saman. — Júl-
íus þessi kvæntist síðar stúlku héðan,
Petreu frá Grund (Jörgensen) sem enn
er á lífi, kát og glöð. En Anna giftist,
Ginxnari Þorbjamarsyni og síðar Georg
lækni Georgssyni. — Fimm vinnustúlkur
vom í hótelinu, þar af tvær dans'kar, flest-
ar ungar og glaðlyndar. Lífið var mjög
tilbreytingaríkt, en vinnan ekki mjög
erfið. Til vinnunnar fór Ágúst klukkan
8 á morgnana, en ekki heim fyrr en seint
á kvöldin.
Á þessum ámm komu þama ýmsir fyr-
irmenn, en af þeim öllum, er Ágúst einn
þeirra minnisstæðastur. Það var Grímur
Thomsen á Bessastöðum. Hann talaði ætíð
hlýlega til drengsins, sem mun ekki sizt
hafa stafað af því, að Grímur var ánægður
með hirðingu Ágústs á hesti Gríms, sem
hann bað að þrífa og gefa vel. Fyrir þetta
gaf Grímur honum ósjaldan aura, t. d.
einu sinni 2 kr., en það þótti Ágúst og
ýmsum öðrum mikið fé.
Um veturinn og næsta vetur, gekk
Ágúst til spurninga hjá síra Hallgrími
Sveinssyni og lærði kverið og biblíusög-
umar milli þess, sem hann var i snúning-
um, eða að skenkja gestum öl og sterkari
drykki. Mátti þvi segja, að hann væri með
kverið i annarri hendinni, en brennivíns-
staupið í hinni. Þrátt fyrir þetta var prest-
urinn ánægður með kunnáttuna, bæði við
spurningar og fermingu.
Fermingarfaðirinn kom honum í
lífsstarfið.
Ágúst Jósefsson var fermdur í dóm-
kirkjunni í Reykjavik, hinn 12. maí 1889,
af sira Hallgrimi Sveinssyni, síðar biskupi.
Móðir Ágústs kynntist eitthvað Hall-
grími Sveinssyni í sambandi við ferming-
arundirbúning drengsins, og virti hann
mikils sökum ljúfmennsku hans og lítil-
lætis. Eins og áður er sagt, hafði drengur-
inn verið um tveggja ára skeið á Hótel
ísland. Enda þótt honum liði þar vel, bar
móðirin nokkurn ugg í brjósti um að hann
gæti lent i drykkjuskaparóreglu, vegna
þessara stöðugu vinveitinga, og að þar
gæti hann komizt í kynni við einhverja
þá, sem honum væri ekki hollt að eiga
mikið saman við að sælda. Hún vildi þvi
gjarnan að hann lærði einhverja handiðn,
sem gæti orðið ævistarf hans. Þvi kom
henni það til hugar, að tala um það við
síra Hallgrím, hvort hann gæti ekki kom-
ið Ágúst á framfæri við prentnám hjá
mági sínum, Birni ritstjóra Jónssyni.
Nokkru síðar gerði síra Hallgrímur boð
eftir Guðríði, og bað liana að fara með
drenginn til Björns og tala nánar við hann
um kaup og kjör, ef hann teldi drenginn
liklegan til prentnámsins.
Það er ekkert nýtt í íslenzku þjóðlífi,
að prestarnir leiðbeini við val starfsgreina
og leggi þeim hinum ungu margvíslega
lið, beint og óbeint.
„Eg var uggandi út af
úrslitunum.“
Ágúst fylgdist nú af lífi og sál með úr-
slitunum í þessari glímu um framtíð sína.
Það var þvi nokkur uggur í honum, er
hann fór með móður sinni til að halda sýn-
ingu á sjálfum sér hjá Birni Jónssyni. En
þar fór allt betur en hann grunaði, því að:
„Bjöm var hinn ljúfmannlegasti, og þvi
svaraði ég öllum spumingum hans feimn-
islaust,“ segir Ágúst. Námið skyldi hefjast
11. nóvember, en tíminn til áramóta vera
reynslutími, og að honum loknum skyldi
námstíminn vera fjögur ár.
Enn segir Ágúst: „I3að var sælusvipur
á móður minni, þegar við gengum heim-
leiðis að loknu viðtalinu við Björn ritstjóra,
og taldi hún mig vera lánsmann, að þetta
skyldi fara svona vel. Eg var ekki eins
ömggur, því að reynslutíminn var eftir,
en hún talaði kjark í mig og sagði, að þetta
myndi allt ganga vel, ef ég yrði hlýðinn
og námfús.“
Ágúst líkaði vel þama að vera og var
ánægður við yfirmanninn, sem og verk-
stjórann, Benedikt Pálsson. Fyrsta daginn
lagði hann Ágúst ýmsar lífsreglur, sem
að iðninni lutu, og prófaði hann í lestri
á skrifuðum blöðmn. Ágúst segir að sér
hafi geðjast vel að þessu verknámi, og tel-
ur, að það hafi glætt hjá sér áhuga fyrir
lestri góðra bóka og fræðslu um ýmisleg
efni. Fannst honum því nauðsynlegra að
halda áfram sjálfsnámi, þar sem hann
átti lítinn kost á eiginlegu skólanámi,
eins og áður er sagt.
Húsbóndinn var mannkosta-
maður.
Ekki man Ágúst nákvæmlega hvað
kaupgjaldið átti að vera á námsárunum,
en það var innan við 20 kr. á mánuði fyrsta
árið og hækkandi með hverju ári í 30 kr.
á mánuði. Á þriðja námsári varð Ágúst
svo veikur af blóðnösum, að enginn hugði
honum líf, og var af þeim sökum óvinnu-
fær um þriggja mánaða skeið. Allan þenn-
an tíma greiddi Björn honum samt hið
umsamda kaup, og kona hans, frú Elísabet,
sendi sama tíma heim til þeirra hálfan
pott af mjólk. Fleiri hefi ég fyrir hitt,
sem ljúka upp sama munni um þessi ágætu
hjón.
I ársbyrjun 1895 byrjaði Ágúst að vinna
sem fullgildur setjarasveinn og undir-
skrifaði vinnusamning, sem hann hefur
ekki afrit af og man ekki nákvæmlega,
hvernig hann hljóðaði, en innihald hans
má nokkuð marka af eftirfarandi skuld-
bindingu um kaupgjald og greiðsluskyldu
ofl. sem Bjöm Jónsson ritstjóri lét Ágúsl
í té, og glögglega sýnir þær kröfur, sem
hann gerði til verkamanna um reglusemi
á vinnustaðnum:
, DUPLICAT.“
Ég undirritaður skuldbind mig hér
með til að greiða þetta ár (1895), hr-
Ágúst Jósefssyni, prentara, samtals
í kaup 50 kr. um mánuðinn með
vikulegum útborgunum, ef hann kýs,
allt í peningum, nema allt að 120
kr. í innskrift, þar sem okkur semur,
svo framarlega, sem hann heldur í
öllu vinnusamning þann (sameigin-
legan), er hann hefur undirskrifað
í dag, og hvorki reykir né tekur upp
í sig i prentsmiðjunni.
Reykjavik, 28. janúar 1895.
Björn Jónsson.“
(sign).
Út í lönd.
I Ágúst var alltaf rík útþrá, löngun til
frekari lærdóms og frama. Vísasti vegur-
inn til þess fannst honum vera að komast
til annarra landa. Eftir að hann hafði
130
AKR AN E S