Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 23

Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 23
lokið prentnámi langaði hann því til að leita fyrir sér um að komast í prentsmiðju i Kaupmannahöfn. Ágúst hafði mimist á þetta við frænda sinn, Valtý Guðmunds- son, er hann var hér á ferð, — en þeiv voru systrasynir. — Hann tók því vel að athuga þetta, ef tækifæri gæfist. Það dróst heldur ekki lengi að hann skrifaði Ágúst og sagðist hafa útvegað honum atvinnu, og bauðst til að lána honum fargjaldið. Þessu góða boði tók Ágúst fegins hendi, enda telur Ágúst, að þetta liafi verið sú bezta hjálp, sem nokkur maður hafi veitt sér á ævinni. Ágúst beið nú ekki boðanna og sigldi með Lauru 1. april 1895 og kom heilu og höldnu til Kaupmannahafnar hinn 11. sama mánaðar. 1 upphafi var ætlunin að vera ekki nema svo sem 1—2 ár, en þetta fór á allt annan veg, því að það liðu hvorki meira né minna en to ár, þar til haim sté aftur á land i Reykja- vík. í kóngsins Kaupmannahöfn. „Ég fór með Lauru til Hafnar eins og áður var sagt, ferðin gekk vel og ferða- félagarnir voru góðir, og urðu allir hinir merkustu menn og athafnasömustu í okk- ar þjóðlífi, en þeir voru: Ásgeir Sigurðsson, brezkur konsúll, Jón Þórðarson, kaupmað- ur í Bankastræti, Ölafur Ásbjörnsson, kaupmaður, faðir Ásbjarnar Ölafssonar, og Gunnar Hafstein, síðar bankastjóri i Færeyjum. Frændi Ágústs tók á móti honinn, og hann fékk sér leigt herbergi hjá tveimur systrum í östergade 9. Þar hafði Ágúst ekki búið lengi, er hann varð þess var, að sukksamt var í kjallara hússins, og mikil aðsókn karla og kvenna á nóttum. Þetta var sem sagt einn af næturveitinga- stöðum borgarinnar. Systurnar, sem voru honum einstaklega góðar, vöruðu hann við að leggja leið sína í þetta neðanjarðar- víti, en forvitnin rak Ágúst þangað oftar en einu sinni. Hann var kominn yfir tvi- tugt, hraustur og heilsugóður, hann unni gleðskap og ævintýrum, þóttist vera kom- inn þarna, m. a. til að taka þátt í þeim, og bar ekki nokkrar áhyggjur út af fram- tíðinni. Hann hafði hugsað sér að kynnast borginni og borgarlífinu sem bezt, m. a. til þess að læra málið og framburð þess fullkomlega, svo að til lengdar yrði a. m. k. ekki hlegið að honum fyrir að hann kynni það ekki. En það fannst honum mikið skorta á hjá ýmsum löndum, sem þó voru húnir að vera lengi í borginni. Á helgum dögum fór Ágúst snemma á fætur og gekk um borgina og skoðaði hana í krók og kring. Einkanlega þótti homnn gaman að skoða elztu hverfin, athuga gamlar byggingar og fólkið, sem hjó í hinum hrörlegu, fáránlegustu húsakynn- um. En mest nýnæmi var honum að skoða höfnina og mannvirki hennar, og skoða skipin sem þar lágu bundin við bólvirkin, sérstaklega stóru seglskipin, — sænsk og finnsk — hlaðin trjáviði og öðrum flutn- ingi. Þau voru mörg með þrem og fjórum siglum og voru sérstaklega falleg, er þau höfðu sett upp öll segl. Skipverjarnir virt- ust glaðir og una hag sínum vel, og Ágúst fór að langa til að sigla með þessum mönn- um og skipum til enn fjarlægari landa og sjá meira af heiminum. En alltaf fór það svo, að við nánari athugun hrundu allar þær spilaborgir um siglingar um heims- höfin i rúst. Hann hélt áfram að vera landkrabbi, eins og hann orðar það sjálfur. Ágúst hélt áfram vinnu sinni í prent- smiðjunni og líkaði þar vel. Hann fylgd- ist með ýmsu því, sem fram fór í Kaup- mannhöfn, enda var þar um margt ólíku saman að jafna eða heima í litla fiski- mannabænum, sem þó átti að heita höfuð staður landsins. Þar varð hann jafnaðar- maður, og væri ástæða til að segja nokkuð frá því í sérstökum kafla, en getur þó, ef til vill, fallið undir frásögn af félagslegu starfi hans eftir að hann kemui’ heim, því að enn er hann við það sama heygarðs horn. Trúlofun — gifting. Lífsförunaut sínum kynntist Ágúst hjá Birni Jónssyni og frú Elísabet, er það þvi. ef til vill, eitt af þeim ágætum, sem rekja má til kynna við það heimili, en þessi stúlka, sem síðar varð kona Ágústs, hét Pauline Charlotte Amalie Sæby, og réðst til Björns Jónssonar, ritstjóra, á Kross- messu 1894. Það leið ekki á löngu, þar til með þeim Ágúst og Pálínu tókst vin- átta, sem tengdi þau saman í farsælt hjóna- band, sem stóð til 18. mai 1941, er hún andaðist, eftir rúmlega 47 ára sambúð. Árið eftir að Ágúst fór til Kaupmanna- hafnar kom kærastan þangað Mka, og hann tók á móti henni, eins og góðum unnusta sómdi. Þeim var frekari sambúð hreinasta alvara, og þau giftu sig i Sankti Jóhann- esarkirkjunni við Norðurbrú, en það gerði danskur prestur, Hansen að nafni. Þau áttu engin efni, en voru ung og hraust, og gerðu sér enga rellu út af Mfinu og ekki meiri kröfur en það, að geta framfleytt Mfinu á sómasamlegan hátt við hóflegar kröfur, með vinnusemi og sparsemi i hug, treystandi aðeins á sig sjálf og forsjón Guðs, eins og Ágúst hefur orðað það sjálfur. Húsgögn fengu þau hjá húsgagnasala gegn mánaðarlegum afborgunum og MtilM fyrirframgreiðslu. Það var reynt að greiða það áður en ráðist var í annað, enda var það þegar greitt eftir árið. HeimiM þeirra í Höfn varð þegar snoturt, og þau voru mjög ánægð, þótt oft yrðu þau að leggja hart að sér til að geta staðið í skilum með Öll útgjöld, því að launin voru lág. Kvaddur í danska herinn. Haustið 1904 fékk Ágúst tilkynningu frá hemaðaryfirvöldunum dönsku þess efnis, að hann ætti að koma þegar til viðtals og skráningar til herþjónustu, þar sem hann væri búinn að vera búsettur i Danmörku nærfeMt 10 ár samfleytt, og yrði þvú að teljast danskur ríkisborgari. Þessi boðskapur var hjónunum eins og þruma úr heiðskíru löfti og hið mesta áhyggjuefni, því að þau sáu engin ráð til þess að konan gæti unnið fyrir þrem börnunum, meðan hann leysti herþjónust- una af hendi. Ágúst fór þvi þegar á fund offurstans, og fór fram á að fá frest á þessari her- kvaðningu, þvi að hann hefði í hyggju að flytja búferlum til íslands á næsta vori. En einnig þyrfti hann að fá frest til þess að athuga, á hvern hátt hann gæti borgið heimih sínu, á meðan hann dveldi í herþjónustunni. En svo mótmælti Ágúst því, að þetta hefði stoð i lögum, þar sem hann væri Islendingur, en offurstinn sagð- ist ekki taka sMkar afsakanir til greina. Eftir allmikið þóf, varð það þó að sam komulagi, að Ágúst fengi hinn umbeðna frest, en hami tók það rækilega fram, að ef Ágúst mætti þá ekki samkv. tilkynningu, yrði hann tekinn með valdi og fluttur til lierbúðanna, hvort sem honum likaði betur eða verr. Þetta varð þeim hjónum þvi hið mesta áhyggjuefni, og þau tóku nú að veMa þvi fyrir sér, hvernig þau ættu að snúast við þessum erfiðleikum, sem af herþjónustunni kynni að leiða. Laimin hrukku rétt fyrir naumustu Mfsnauðsynjmn, urðu það þvi ekki nema nokkrir aurar, sem þau gátu sparað til þess að leggja á banka. Þótt Ágúst segði yfirmanni hervam- anna, að hann hefði þegar afráðið að fara til Islands á næsta vori, var það síður en svo ákveðið. Þau höfðu melra að segja oft talað um þetta, en voru í raun og veru bæði fráhverf því að fara heim, og þá sérstaklega konan, en stundum hvarflaði það þó að Ágúst. Nú leið tíminn fram í desembermánuð, en þá barst Ágúst og tveimur öðrum íslenzkum prenturum í Höfn tilboð í vinnu í ísafoldarprentsmiðju, og skyldu þeir fá ferðakostnað greiddan, ef samn- ingar tækjust um að koma til Reykjavíkur upp úr áramótunum. Varð samkomulag miMi Ágústs og konu hans, að þau skyldu taka þessu tilboði, og hugsa þá heldur síðar á utanferð, ef þeim lciddist heima. Þessir ísb prentarar í Höfn, voru aMir félagar í danska prentarafélaginu, en vegna þess, að þeir höfðu eitthvað heyrt um ágreining miMi ísl. prentarafélagsins i3t AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.