Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 25

Akranes - 01.10.1951, Blaðsíða 25
Frá sjúkradeikl barna í Barna- skólanum, i nóv- ember 1918. beið eftir lyfj uni til að linna þjáningar hinna sjúku. Dapurlegir dagar. Skelfing, örvænting og hin margvísleg- asta neyð blasti við eftirlitsmönnunum svo að segja við hvert fótmál. Víða lá allt heimilisfólkið sjúkt, og þótti gott ef ein manneskja skreiddist ofan til þess að ná í svaladrykk eða hita vatnssopa eða naumustu næringu handa þeim, sem voru algerlega ósjálfbjarga. Oftar en einu sinni mun það t. d. hafa komið fyrir, að dauð- vona manneskjur, sem fóru úr rúmi sínu til þess að bjarga öðrum, komust ekki til rúms sins aftur, en féllu á gólfið og lágu þar örendar, er eftirlitsmennirnir komu i húsin, eða einhvern nágrannann bar að garði. 1 kjöllurum og loftherbergjum fund- ust bæði fjölskyldur og einstaklingar, sem voru svo fárveikir, að þeir gátu enga björg sér veitt. Flest af þessu fólki var bæði matar- og mjól'kurlaust, en vistarverurnar oft bæði kaldar og rakar. Með hliðsjón af þessu hörmulega á- standi ákvað nefndin að gera barnaskól- ann að sjúkrahúsi, eins og áður er sagt, og fór fram á það við Ágúst, að hann yrði ráðsmaður spitalans. Það lætur að likum, að ekki var auð- gert eða án fyrirhafnar að afla alls þess, sem til þurfti að setja á fót í skyndi slíkt sjúkrahús. Var því þegar gengið í það að viða að hinum ýmsu gögnum til spitala- haldsins. Var þetta engan veginn auðgert. Sumar verzlanir voru algerlega lokaðar vegna veikinda starfsfólksins, en í öðrum aðeins einn eða tveir með veikum burðum. Erfiðlegast segir Ágúst að gengið liafi að fá rúmstæði, og var það þá tekið til bragðs að nota jámrúm úr „Goðafossi“, sem strandaði við Straumnes 1916. En sá galli var á þeim, að ekki var brík nema á annarri hliðinni og engir rúmfætur ]>eim megin, svo að þau urðu að livíla upp við vegg og hvila á litlum bekkjum, sem slegnir voru upp úr óhefluðum borð- um. Til þess að framkvæma þetta náðist loks i einn líkkistusmið og einn vagna- smið, og þeim til aðstoðar Umburmaim af björgunarskipinu Geir, sem þá lá í höfn- inni. Timbrið í bekkina átti að taka úl hjá Timbur- og kolaverzlvminni í Reykjavik, en hún var lokuð, vegna þess að enginn afgreiðslumaður var þar uppistandandi, ekki heldur forstjóri verzlunarinnar. Ágúsl fór heim til hans, þar sem hann lá í rúm- inu, og ræddi við hann um vandkvæðin í þessu sambandi. Enda þótt hann (Þor- steinn Sigvngeirsson) þekkti Ágúst ekki neitt, afhenti hann honum lykla að timb- urgeymslunni og bað hann að taka þar það, sem hann þyrfti og afgreiða sig sjálf- ur skrifa það í nótubók verzluarinnar. Eftir þessu var allt á þessu ömurlega timabili. Sjúkrastofurnar voru í suðurálmu skól- ans, en í vesturálmunni voru herbergi fyrir starfsfólk, kaffi- og matstofu, en syðsta herbergið var notað fyrir lík- geymslu. Á skólagöngunum voru sett upp borð og gasáhöld til vatnshitunar. Eftir mikið strit varð komið upp 50 rúmum handa væntanlegum sjúklingum. Og var þegar hafizt handa um flutning á veiku fólki, og það tekið fyrst sem lak- astar ástæður hafði, svo og sjúka menn úr skipum og bátvun, en þar lá margt manna hjálparlaust. Mánvidaginn 11. nóvember voru fyrstvi sjúklingarnir fluttir i skólann, 7 að tölu, og dóu tveir af þeim þegar nóttina eftir. Flutningarnir héldu svo daglega áfram, og um miðjan mánuðinn voru allar stofur á neðri hæð skólans fvdlskipaðar sjúkling- vun, og síðar bætt við fleiri stofum á neðri hæð handa börnum frá heimilum, sem engin tök höfðu á að hjúkra þeim vegna bágra ástæðna. 1 nóvemberlok var alls búið að flytja þangað 156 sjúklinga, þar af 9 börn. Á sama tima dóvi í skólanum 33 fullorðnir og 2 böm. Þótt tala dáinna sé mjög liá, verður að ga'ta þess, að í skólann var flutt eingöngu fólk, sem nær enga lífsvon átti að öðrum kosti. Og þegar þess er gætt, hve fólk var orðið þjakað á sál og líkama, áður en það gat notið hjúkrunar í skólanum, er eftir tektarvert, hve mörgum varð þó bjargað úr greipum dauðans. „Hann dó á mótorhjóli.“ Það var sameiginlegt með mörgu af því fólki. sem þarna var, að það var leng- ur eða skemur með óráði. Einn maður var þar, sem var rnikið veikur og lengi með óráði. Allan tímann, sem óráðið varaði, var hann á stöðugu ferðalagi á mótor- hjóli. Það, sem hann sagði um þetta sí- fellda ferðalag sitt, var oft spaugilegt, en þá var engum hlátur í hug. En maður þessi hafði verið mikill mótor-hjólreiða- rnaður. Dauðaim bar þarna öft skyndilega að. Það kom fyrir að komið var með mann eða konu, sem kom lífs inn fyrir þrep- skjöldinn, en lézt milli rúms og dyra. Einhverju sinni talaði Ágvist við mann í innsta rúmi i einni stofunni, er kvaðst svo hress, að hann myndi bráðum geta farið heim. Var hann þá með litla tóbaks- Frá sjúkrastofum Bamaskólans í spönsku voikinni. Rúmið, sem sjúk- lingurinn er i, er citt af rúmunum, sem tekin voru úr Goðafossi. A K R A N E S 133

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.