Akranes - 01.10.1951, Page 27

Akranes - 01.10.1951, Page 27
1. Björn, verksmiðjustjóri hér, kvæntur Guðbjörgu Halldórsdóttur Þorkels- sonar. 2. Sigríður, gift Lárusi Þjóðbjörnssyni trésmiðameistara. Þessi börn þeirra bjuggu um skeið í Georgshúsi eftir foreldra sína. Þau hafa bæði byggt hús á lóð, sem Jóhann keypti á sínum tíma og lagði undir Georgshús og verður þeirra þar getið síðar. 3. Sigurður, yndislegur piltur, sem dó upp kominn. Þá ólu þau hjón einnig upp Njál Þórðar- son, og gerðu i einu og öllu við hann sem sín eigin börn, en móðir Njáls, Sigurbjörg Jónsdóttir, var vinnukona í Georgshúsi hjá þeim hjónum meðan þau lifðu. Hún var einstakt valkvendi að dyggð og trú- mennsku og trölltrygg. Björn J. Björnsson á enn efri hæð húss- ins, en leigir það systkinunum Agnari og Júlíu frá Sýruparti, en þar er einnig dóttir og tengdasonur JúMu, Ragnhildur Þorvaldsdóttir og Baldur Guðjónsson, þau eiga eina dóttur, og heitir hún JúMa. Eftir að Lárus og Sigríður fluttu úr neðri hæð hússins, keypti það- og bjó þar í nokkur ár Sigurður Bjarnason Sigurðs- son frá Leirdal, og kona lians Guðfinna Svaifarsdóttir frá Sandgerði. Þeirra börn: Svafar, Bogi, Gunnar, Sigrún og Steinunn. Sigurður er bifvélavirki. Þau fluttu að Sandgerði 1949, en þá keypti af honum Guðmundur Jósefsson. Guðmundur Jósefsson er frá HMð ,í Álftafirði vestra, fæddur 1887. Foreldrar hans voru fátæk, og byrjuðu búskap á eyðikotinu Lambadal í Dýrafirði, með að- eins eina kvígu. Þau voru dugleg og farn- aðist vel. Eignuðust 9 börn, og þáðu ekki eyrisvirði af sveit. Kona Guðmundar Jósefssonar er Matt- hildur Jónsdóttir, ArasOnar frá Kirkju- völlum. Þau komu hingað frá Súganda- firði,Þar sem þau áttu heima í 38 ár. I>au eiga aðeins eitt barn á Mfi, Guðbjörgu, sem er gift Friðrik Jónssyni, Suðurgötu 58 hér í bæ. Þau eiga einnig tvö fóstmbörn: 1. Rannveigu Lárusdóttur, sem gift er Gils Guðmundssyni, bakara i Reykjavik. 2. Willy Blummenstein, sem nú er skip- verji á vitaskipinu Hermóði. 78. Efri-Gata. Þetta var Mtið tanburhús, 6X7 álnir, byggt 1883 af Magnúsi Jónssyni. Hann var ættaður héðan, sonur JónsÞorsteins- sonar bónda á Kúludalsá, og konu hans, Guðrúnar Magnúsdóttur. — Er Magnús fæddur þar 8. desember 1834. (Alsystir Magnúsar var Guðrún Jónsdóttir, móðir Jóns í Laufási og þeirra bræðra). Rona Magnúsar í Efri-Göut var Sigríð- nr Jónsdóttir, f. í Viðeyjarklausturssókn, og virðist vera 4 árum yngri en Magnús. Lengst bjó Magnús í Presthúsabúðinni, áður en hann byggði í Götu, en var þó viðar hér. Þessi voru börn þeirra hjóna, er upp komust: Ingveldur Magnúsdóttir, fædd að Görðum 10. júli 1865. (1 Morgunblaðinu, 4. júlí 1951, eru nokkur minningarorð um Halldóra Sigurfiardóttir Björnsson. Ingveldi. Þar stendur, að hún sé fædd að Gerðum á Akranesi, en þetta á að vera Görðum, því að þá eru foreldrarnir í vinnumennsku hjá séra Jóni Benedikts- syni, sem flytur þangað þetta ár). Maður Ingveldar var Hannes Hannes- son, dáinn í júlí-mánuði 1950. Þau bjuggu að Bjargi á Grímsstaðaholti, og áttu þessi börn: Sigurður, efnismaður, sem dó í spönsku veikinni 1918. Hannes, er lengi var þjónn á Eimskipafélagsskipunum, og Magnús málarameistari. Hannes eldri, málarameistari. Guðmundur, starfsmaður hjá Rafveitunni, og Ásta, kona Gunnars Stefánssonar, simaverkstjóra í Reykjavik. Ingveldur var síðast hjá þeim Ástu og Gunnari og dó þar. Hún hvað liafa verið hin ágætasta kona, ljúf og ástúðleg. Annað barn Magnúsar i Efri-Götu var Guðrún, hún var þremur árum eldri en Ingveldur. Maður hennar var Kristján Ólafsson, ættaður sunnan úr Garði, þau bjuggu i Reykjavík og áttu tvær dætur: önnur heitir Margrét, gift Þorsteini Þor- steinssyni bílstjóra, og eiga þau 5 börn. Hin heitir Vilhelmína, liennar maður heitir Jón Jónsson, byggingarmeistari, og eiga fjögur börn á lífi. Guðrún andaðist 1938, og mun hafa verið hin gegnasta kona. Þriðja barn Magnúsar í Götu var Þór- mm. Áður en hún giftist átti hún tvö börn. Sonur hennar er Óskar Benediktsson, búandi í Reykjavík. Hans kona er Halldóra Benediktsdóttir, ættuð úi' Reykjavík. — Þeirra börn: Gunnar, kvæntur Sonju Smith, þau eiga tvö börn, dreng og stúlku. Annar sonur Óskars er Bjarni, kvæntur Þorgerði Hjálmarsdóttur, og eiga þau tvo drengi. Þórunn átti Mka dóttur, sem Inga hét, en hún dó ung. Þórunn frá Efri-Götu hefur lengst af ævi sinnar átt heima í Englandi, i Grims- by og er gift þar islenzkum manni, Sig- urði Hanssyni. Þau eiga þrjá uppkomna syni. Mikill fjöldi íslenzkra sjómanna kannast við þau Þórunni og Sigurð Hans- son, og að öllu góðu. Því að þótt heimiU þeirra væri ekki bóreist, komu þangað margir landar þeirra og nutu glaðværðar og góðgerða. Fjórða barn Magnúsar var Guðjón. Um hann veit ég lítið. Konan hans mun hafa heitið Guðlaug, og hafa átt saman tvo syni, Hannes og Gest. Guðjón drukknaði fremur ungur. Sigríður kona Magnúsar andaðist 15. ágúst 1874. Voru börnin þá ung og eitt- hvað hafa tvístrast þess vegna. Nokkru síðar mun Magnús hafa tekið sér ráðs- konu. Hét hún Sigriður Guðmundsdóttir, ifædd í Romshvalsnessókn, og mun fyrst hafa komið hingað til Þorsteins Guð- mundssonar kaupmanns og konu hans, Mariu Pétusdóttur Maack. Áður mun Sig- ríður eitthvað hafa verið hjá móður Mort- ens Hansen í Reykjavík. Á þessum heim- ilum mun bun hafa eitthvað menntast, því að svo lærð var hún. að hún kenndi hér um margra ára skeið börnum að stafa, má þvi segja að barnaskóh hafi verið í Efri-Götu. Eitthvað kunni hún og í dönsku, þótt ekki hafi verið fær i henni. Sigríður þessi var ákaflega lítil kona, liklega allvel greind og hin bezta kona. Þótti nágrönn- um hennar, -— og þá sérstaklega börnum — mjög vænt um hana, enda var hún þeim hlý og ágæt. Þau Magnús og Sig- ríður Guðmundsdóttir eignuðust son, Guð- mund að nafni. Hann drukknaði ungur af fiskiskipinu „Falken“. Um hann er sagt að Símon Dalaskáld hafi kveðið þessa vísu: „Verðm- að gagni Guðjón Magnús-niður. Undra knár við kvenfólkið. Kynja smár er drengtetrið.“ Magnús í Efri-Götu var atkvæðadug- legur og fMnkm' sjómaður, einnig ágætis heyskaparmaður. Sigriður ráðskona hans andaðist hér á Akranesi, en eftir það fluttist hann til barna sinna í Reykjavik og þar andaðist hann. Þegar Magnús flutti suður keypti Sveinn Guðmundsson í Mörk litla húsið og lóðina. Leigði það í nokkur ár. Bjó þar m. a. í nokkur ár Benóný Jósefsson. Síðar reif Sveinn innan úr húsinu og gerði það að heyhlöðu, og var húsið ekki rifið fyrr en 1942. Þar stendur nú hið stóra stein- hús sem þeir byggðu bræðurnir Sigurður og Daníel Vigfússynir, en nú er bókabúð og matvöruverzlun i liúsinu, sem er neðst við Skólabraut. AKRANES 135

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.