Akranes - 01.10.1951, Síða 29

Akranes - 01.10.1951, Síða 29
SÉRA FRIDRIK FRIÐRIKSSON: STARFSÁRIN III. Á útmánuðum. 1929, sjö árum seinna, kom ég eitt kvöld í bíl frá Hafnarfirði, og fór bíllinn upp til Vífilstaða að sækja fólk þangað. Það voru nokkrir færeyskir sjómenn, sem komu þar i bílinn. Á leiðinni til Reykjavíkur ávarpar einn þeirra mig og segir: „Er það ekki pastor Friðriksson?“ £g varð undrandi og spurði, því honum dytti það d hug. „Jú,“ sagði hann, „ég þóttist þekkja yður. Við, ég og annar drengur mættum yðm- á veginum rétt fyrir utan Þórshöfn fyrir allmögum árum.“ „Það stendur heima,“ sagði ég. „Ert þú Hilmar eða Jakob?“ „Ég er Jakob,“ sagði hann, „en hvernig getið þér munað þetta?“ spurði hann undrandi. „Það hefur nú sínar orsakir,“ sagði ég og sagði hon- um frá bréfunum, sem aldrei komust. Hann sagði mér, að hann væri skipstjóri á „mótorkútter,“ sem lægi hér við bryggjuna. Morguninn eftir fór ég með bréfin og bað hann fyrir bréfið til Hilmars. Jakob var mjög glaður við þetta, og þannig byrjaði aftur kunningsskapur okkar. Hilmari mætti ég á götu á Akur- eyri tveimur árum seinna eða svo. Hann var þá fyrirliði í Hjálp- ræðishernum og trúaður maður. — Vinátta okkar hefur haldizt við. Hann var um nokkra hríð yfirmaður Hjálpræðishersins hér í Reykjavík. Mér þykir svo vænt um þetta atvik, að ég gat ekki neitað mér um að geta þess hér. Við Ferdinand Christensen héldum svo áfram ferð okkar til Reykjavíkm. Ryrjaði nú vetrarstarfið, og Ferdinand varð stúdent tun vorið og sigldi svo til Danmerkur og lagði stirnd á læknis- fræði. Island á þar góða vini sem þeir bræðurnir eru. Það var margþætt starf og talsvert líf í félaginu inn vetnrinn og nóg að gjöra. Það voru alltaf að aukast starfskraftar, og dá- fsamleg fórnfýsi og ósérhlífni komu æ betur og betur í ljós. — Stjóm félagsins var samhent og einhuga. „Úrvölin,“ en svo nefndum vér starfsmenn yngri deildanna, störfuðu með miklum áhuga, og fundir voru fjölsóttir og fjörugir. Kvöldskólinn gekk mæta vel. I Y-D, yngstu deildinni, var stór söngflokkur, sem æfði einraddaðan söng. Jók það samheldni mikla í drengja- deildunum. Allir þeir, sem tekið höfðu þátt i sumardvölinni austur á Vatnsleysu í Biskupstungum, höfðu, bæði drengirnir og foringj- arnir, margar sögur að segja úr þeirri ævintýraferð. Þetta kveikti nú áhugann að reyna nýja staðinn, sem vér höfðum fengið lof- orð fyrir. Sigurður Eggerz ráðherra greiddi fljótt og vel fram úr málinu, og skógræktarstjórinn, Koefoed Hansen, var þessa mjög fýsandi og lofaði oss ráðum og dáð sinni, er til framkvæmda kæmi, og vera hjálplegur að velja góðan stað þar upp frá. Var nú allmikil tilhlökkun til næsta sumars. En lítið kom ég nú samt við þá sögu, því að leið mín var nú lögð öðru vísi en mig hafði grunað. En félagssagan verður síðar skráð um þessi viðburðaríku ár hér heima. En hér held ég svo áfram sögunni um ferðir mánar til utlanda og er ég nú að nálgast frásöguna um þá ferð, sem mér finnst vera höfuðferð allra minna ferðalaga. Þegar líða tók á veturinn, fóru fram mikil skrif Alþjóðastjórnar KFUM í Sviss og mín út af fyrirhuguðu ráði, að halda stóran alþjóðafund í Veraldarsambandi KFUM til að ræða um starfið i félaginu fyxir únglinga og drengi innan 17 ára. I>að var lagt mikið að mér að taka þátt í þessum fundi fyrir Island. Funduririn átti að vera haldinn í Böhmen, en svo var breytt um fundarstað, þannig, að hann skyldi haldinn í Kámtan í Austinriíki og byrja 30. maí 1923. Það fór svo, að ég gat lofað að boma þangað. En nú kom upp hjá mér sú löngun að fá nú uppfyllta ósk mína að sjá ættaróðal Latímmnar og hinnar Rómversku menningar. — Hafði mig allt frá æskuánnn langað til að koma á þær sögu- slóðir. Ég hugsaði líka sem svo: Ef ég nú ekki gripi tækifærið til þess að komast suður yfir Mundiuf jöll, mundi ég aldrei kom- ast þangað. Fyrir margvislega hjálp vina gat nú orðið úr þessu. Það var svo ráð fyrir gjört, að ég færi fyrst til Ítalíu og væri þar maí-mánuð og færi svo þaðan norður til fundarins á Austur- ríki. Fyrir milligöngu vinar míns, Guðmundar Ásbjömssonar, bauð stjórn Eimskipafélags Islands mér ókeypis far héðan til Danmerkur og þaðan aftur heim með einhverju af skipum þess. Fór ég nú mjög að hlakka til slíkrar ævintýraferðar. Og nú tekur hér við frásögnin af þessari merkilegustu af öllum mínum ferðum. Suðurganga mín. Nú var allt tilbúið til ferðarinnar. Vegabréf og allt annað í góðu lagi. Það var í mér tilhlökkun til þess að mega nú enn einu sinni fara með „Gullfossi.“ Náði tilhlökkunin ekki lengra fyrst um sinn. Því að enga þekkti ég meiri nautn en þá að vera með góðu skipi út á reginhafi. Var lagt af stað, að mig minnir, þami 26. april og komum vér til Vestmannaeyja morgiminn eftir og fórum þaðan rétt fyrir hádegi. Var þá e.s. Island að sigla inn er vér sigldum út. Á ferðinni bar ekkert markvert við fyr en vér sigldum nrilli Shetlandseyja inn á Norðursjóinn. Vér áttum að fara heina leið til Kaupmannahafnar og ekki koma við i Leifh, en þá komum vér auga á „Island,“ sem kom brunandi á eftir oss og sigldi þannig, að brátt þóttumst vér sjá þess merki, að það vildi reyna sig við oss. Það hófst nú kappsigling um stund, og var það afar „spennandi“. — „Island“ vildi auðsjáanlega komast fram fyrir oss, áður en það tæki stefnuna til suðurs, þvi að það átti að fara til Leith. Kynntu skipin griðarlega, og um langa stund sigldu skipin nær samsíða, svo nálægt hvort öðru, að kallast mátti á milli þeirra. Allir farþegar beggja skipanna voru uppi, og var veifazt á með öllu sem handbært var. Loksins varð þó „Island“ hlutskarpara og sigldi fram fyrir oss, og voru far- þegarnir á „Islandi" mjög hróðugir og komu með stóran borð- dúk til að veifa með, eða það var ef til vill línlak úr einhverju rúminu og gjörðum vér gys að þeim fyrir. Svo fór hvort skipið sína leið. — Var nú haldið áfram, og komum vér til Kaupmanna- hafnar á mánudagsmorgun. Ég vildi ekki að þessu sinni búa í KFUM, eins og ég var vanur, þvi að mér var líka kunnugt um, að á þeim tíma væru allir „vistmenn“ (pensionerar) heima og því ekki laus herbergi á takteinum, og yrði þá að búa út eitthvað sérstakt fyrir mig, og þar sem ég ætlaði aðeins að vera eina viku í boi'ginni, fannst mér það óþarfi. Ég fór þvi af skipi beina leið á „Missionshótelið“ í Longanstræde og fékk mér herbergi þar og fór svo upp í KFUM. Fékk ég þar litlar þakkir fyrir ráðabreytn- ina með húsnæðið. Vinur minn Carl Andersen sagði: „Vér höf- imi alltaf húsrúm fyrir þig, og þarftu ekki að leita annað fyrir þér.“ Ég vildi nú samt ekki segja upp herberginu á hótelinu, en matur var mér til reiðu í KFUM. Carl Andersen var þá hag- stjóri félagsins (Forretningsförer) og var frá stúdentsárum mín- um tryggur vinur minn. — Ég var svö í Kaupmannahöfn liðugan vikutíma. Einn vinur minn, bankastjóri, hjálpaði mér til að fá vúxlað peningmn mínum í ensk pund og danskar krónur, sem þá var góður gjaldeyrir í Suðurlöndum. Ég fór til sendiherra vors, Sveins Bjömssonar, og skrifaði hann upp á vegabréf mitt til öryggisauka. Hann gaf mér nafnspjald sitt með áritaðri kveðju til eins af Kammerherrum páfans, norsks greifa, de Paus. — Það kom í Ijós, að ég hafði líka bréf til greifans frá séra Maulenberg í Reykjavík. — Á ferðaskrifstofimni á aðaljárnbrautarstöðinni lét ég útbúa mér ferðamiða til Napoli á Ítalíu, þvi að þangað ætlaði ég beina leið. — Á hótelinu, þar sem ég bjó, hitti ég vin minn Brynleif Tobíasson kennara. Hann ætlaði suðm' til Þýzka- lands og sammæltumst við til Múnchen. Þótti mér mikil fróun i að fá svo góðan ferðafélaga suður rnn Þýzkaland og láta hann hafa orð fyrir mér í þýzkunni. Svo leið nú tíminn fljótt, og mið- AKRANES 137

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.