Akranes - 01.10.1951, Síða 30
vikudaginn 7. maí lögðum við af stað frá Kaupmannahöfn um
kvöldið. Fórum við með járnbrautarlest til Korsör og stígum
þar á ferju, sem átti að flytja okkur til Kiel um nóttina. Þegar
við vorum búnir að koma okkur fyrir, fórum við inn í matsal
skipsins til að fá okkur að borða. Þar var nokkuð af fólki í sömu
erindum. Næst mér við borðið sátu tvær stúlkur og beint á móti
okkur sátu tveir piltar danskir. Stúlkurnar voru og danskar. Sú,
sem sat næst mér var mjög skrafhreyfin, og það voru lika pilt-
arnir, sem gengt sátu. Það varð þvi brátt fjörugt samtal um
daginn og veginn. Er piltarnir höfðu borðað, stóðu þeir upp og
gengu út. Þar næst hurfu ungfrúrnar frá borðinu, en við Bryn-
leifur vorum ekki búnir og sátum áfram. Allt i einu kemur ung-
frúin, sem næst mér sat aftur niður í matsalinn, eldrauð í framan
og segir, að stolið hafi verið af sér gullúri, sem hún hefði haft
um hálsinn á mjórri gullfesti, kvaðst hún muna, að hún hefði
haft það um hálsinn, er hún kom niður að borða. Þjónninn kom
og leitaði undir borðinu árangurslaust. Hún blaðraði öll ósköp.
Hún sagði við mig, að hún hefði engan grun á okkur félögunum,
því að við litum svo heiðarlega út, en sagði, að hún hefði illan
bifur á piltunum, sem móti okkur hefðu setið. Ég sagði, að ég
væri viss um, að þeir væru saklausir, þvi að þeir hefðu ekki
komið okkar megin. Hún sagði, að þjónninn, sá þýzki, hann
hefði nú komið nálægt sér, er hann bar matinn. Ég þvertók fyrir
það, að ég hefði ekki orðið var við, ef hann hefði stanzað! svo
lengi fyrir aftan okkur. Ég sagði: „Sá einasti, sem grunur gæti
falhð á, væri ég sjálfur„“ og kallaði á þjóninn og bað hann að
sækja skipstjórann og kvaðst ekki sta-nda upp fyrr en hann kæmi.
Um leið og þjónninn fór út datt mér allt í einu í hug: „Ef hún
nú skyldi hafa sjálf stungið úrinu í vasa minn, og ætlað þannig
að pressa út peninga." Ég hálfsvitnaði við þá hugsun og stakk
hendinni ósjálfrátt niður i þann vasann, sem að henni hafði
snúið, en mér til hugarléttis var ekkert í honum. Svo kom skip-
stjórinn. Við settum hann inn í alla málavöxtu, og ég heimtaði,
að skipstjórinn leitaði á mér, fyr hreyfði ég mig ekki. — Svo
bað skipstjórinn ungfrúna að fylgja sér og bað þjóninn að sitja
þar inni á meðan. Eftir ofurlitinn tima kemur hún inn og segir
okkur, að úrið sé fundið. Það hafi legið á borðinu í klefa sínum,
og hefði hana fastlega minnt, að hún hefði sett það á sig, áður
en hún fór niður að borða, og hefði skipstjórinn sagt sér að
fara og biðja okkur félagana afsökunar. — Svona endaði þetta
ævintýri.
Frá Kiel fórum við Brynleifur áfram til Hamborgar og skipt-
um þar um lest og héldum áfram til Berlinar og vorum komnir
þangað um hádegisbilið. Þar hefði nú verið margt að sjá, og
skildum við farangur okkar eftir á jámbrautarstöðinni og tókum
okkur hestvagn niður í miðbæinn, til „Unter den Linden“. Þar
hittum við Eystein Bjamason, son Bjarna kennara frá Vogi, og
þótti mér vænt um að hitta hann, af því að mér voru kunnir
foreldrar hans, en hann sjálfan hafði ég víst ekki séð áður. Mér
leizt undur vel á hann og þótti leitt að geta ekki kynnzt honum
meira. Við hittum vist eina tvo landa til en ég get ómögulega
rifjað upp hverjir það vom. Eftir 6 klukkutima dvöl lögðum
við svo frá Berlin og vomm á ferð alla nóttina og komum snemma
til Múnchen. Við fómm strax inn á hótel og fengum þar her-
bergi til næsta morguns, þvi að ég ætlaði að eyða deginum i
þessari fögru borg. Þar i borginni bjó íslendingur mér mjög kær.
Það var Ámi Bjöm Bjömsson, gullsmiður. Ég hafði fermt hann
vorið 1910, og hafði hann ávallt verið mér hugljúfur eins og
líka allt hans fólk. Ámi var kvæntur dóttur skólabróður mins
og vinar, séra Einars Pálssonar í Reykjavik. Við vorum hjá
þeim hjónum um daginn og komu þangað'nokkrir landar.
Fimmtudaginn þann 10. maí, sem bar upp á skirdag, lagði
ég af stað með morgunlestinni frá Munchen. Það greip mig sú
tilfinning, að nú væri ég orðinn einmana og að ég nú væri kom-
inn út fyrir fsland. Nú hafði ég engan að tala við, og þótt ég
skildi vel þýzku að lesa hana, var hún mér alveg óviðráðanleg,
bæði að tala hana og heyra. Ég skemmti mér því við að horfa
út um gluggann á landslagið þar sem leiðin lá um. Svo komum
vér til Kufstein, þar sem leið’in lá inn í Austurríki. Ég keypti
mér þar bílfarmiða, og svo var maður nú kominn inn í Austur-
ríki. Það var margt fólk með lestinni. Við hliðina á mér sat
vel búinn ferðamaður á að gizka milli fertugs og fimmtugs. Mér
leizt vel á hann. Eftir nokkra stund ávarpaði harm mig, ég man
ekki í hvaða tilefni. Ég varð að svara, og af minni klaufalegu
þýzku heyrði hann, að ég væri útlendingur. Ég spurði hann,
hvort hann talaði ensku og kvað hann nei við því. — Hann
spurði hvaðan ég væri, og sagði ég honum það. Hann varð nú
fullur af áhuga að fregna um ísland. Hann var ákaflega ljúfur
i máli, og sámaði mér hve mállaus ég var. Við skiptumst á nafn-
spjöldum, og sá ég, að hann var málafærslumaður frá Chemnitz
í Sachen. Ég sá, að hann var menntaður maður og spurði, hvort
hann talaði ekki latínu. Kvað hann lítil brögð að því, en þó mætti
hann reyna vel að tala saman, enda þótt ég búist við, að Cicero
hefði hlegið að okkur, ef hann þá hefði skilið okkur. Hann var
ákaflega fróðleiksþyrstur, að fá að vita sem mest um Island,
sögu og fólk. Ég sagði honum höfuðdrættina úr sögu vorri og
setti hann svo vel inn í þáverandi samband Vort við Danmörk,
hvernig vér hefðum fengið aftur sjálfstæði vort 1918 og værum
nú sambandsráki í persónulegu konungssambandi við Danmörk.
Hann hafði lesið eitthvað af ritum Konráðs Maurers, og hjálpaði
það mér mikið að lýsa öllu þessu fyrir honum. Okkuf féll hið
bezta saman, og þvi lengrn sem við töluðum, því liðugri varð
latínan. Hann ætlaði til Rómar, og var ég glaður yfir að hafa
fengið svo skemmtilegan ferðafélaga. Um kl. 12 fórum við inn
í matvagninn og borðuðum miðdag. Ég hló með sjálfum mér, er
reikningurinn kom. Miðdegisverðuórinn kostaði 49.000 krónur
austurrískar. Ég skipti einu ensku pundi og fékk heila fúlgu af
austurriskum peningum. Við vorum nii komnir upp í stórfengi-
legt fjallaumhverfi, fórum yfir stórar brýr, yfir beljandi fljót,
og siðdegis vorum við komnir upp í Brennerskarð. Þar var væg
snjókoma og hálfkalt í lestinni. t Brennerskarði varð maður auð-
vitað að ganga í gegnum toll- og vegabréfaeftirlit. Þeir voru
fljótir að afgreiða mig með tollinn. En svo kom nú vegabréfið, þá
fór það nú að líta svart út. Þeir skildu ekkert í, hvaðan ég gæti
verið. Frá Islandi? Já, en hvar var ísland? — Höfðu aldrei heyrt
getið um það land. Heyrði það til Rússlandi eða hvað? Þeir
töluðu ekkert nema itölsku, og varð mér ógreitt um svörin. Ég
iðraðist eftir að hafa ekki fengið ítalskt „visuni“ á vegabréfið,
en sendiherrann í Danmörku hafði sagt, að ég þyrfti þess ekki,
því að nýlega voru komnir á samningar milli Italíu annars vegar
og danska og íslenzka ríkisins hins vegar, að „visum“ væri óþarft
á vegabréf. Svo tóku þeir vegabréfið og fóru með það inn á járn-
brautarskrifstofuna. En þcgar ég var nú í þessu öngþveiti, kom
lögfræðingurinn, vinur minn, mér til hjálpar. Hann kunni ítölsku
og útskýrði fyrir þeim, að tsland væri sérstakt konungsríki o. s.
frv., það sem ég hafði frætt: hann um. Lestin stóð kyrr þarna á
stöðinni í tvo klukkutima, og allan þennan tima var ég „passa-
laus.“ Loksins, þegar lestin átti að fara að fara, þá komu þeir
og afhentu mér vegabréfið áskrifað, og varð ég feginn. Nú var
ég þó kominn inn i Italíu, mitt draumaland frá bernskudögun-
um. Reyndar fannst mér nú fremur, er ég leit út um gluggann,
að ég væri kominn heim til Islands, slydduhríð og allt grátt. En
brátt tók nú allt að breytast, og lestin þaut í ótal krókum milli
hrikalegra fjalla, gegnum löng jarðgöng, með breyttu landslagi,
þegar út úr fjallinu var komið. Um kvöldið vorum vér komnir
niður á Pósléttuna. En þá tók að dimma. Lestin nam staðar við
bæ nokkurn. Yfir dyrunum á stöðinni stóð með stóru letri Uscite.
Það er skrítið bæjamafn, hugsaði ég. Eftir hálftíma, eða svo,
komum vér að annarri borg. Ég leit út að sjá hvert við værum
komnir. Þar stóð með stóru letri „Uscita.“ Svo héldum vér áfram
og komum að þriðja bænum. Ég leit út, „Uscita“ blasti við mér.
Nú rann upp fyrir mér ljós: Uscita er auðvitað komið af uscine.
A K R A N E S
138