Akranes - 01.10.1951, Page 31
\
Gjafir og greiðslur til blaðsins,
sem það þakkar innilega:
Guðmundur Arason á Illugastöðum, 100 kr. —
Bjöm Hjaltested stórkaupm., Reykjavik, 100 kr.
— Sigurður Sumarliðason, skipstjóri, Akureyri,
50 kr. f. 1951. Gísli Magnússon, skipstjóri, Vest-
mannaeyjum, 300 kr.
Séra Friðrik Friðriksson
heiðraður.
Vinir séra Friðriks, og þeir, sem meta hið gagn-
merka lifsstarf hans, hafa komið af stað almennri
fjársöfnun um land allt, til þess að láta gera tákn-
rænt minnismerki um hið þýðingarmikla starf
hans fyrir æskulýð þessa lands — og enda víðar.
Hér i prestakallinu hefur þessi söfnun þegar farið
fram með þeiin árangri, að safnast hafa kr. 8410.00,
sem þegar hafa verið sendar gjaldkera söfnunar-
innar, Jóni Bergsveinssyni fyrrv. erindreka.
Sigurjón Ölafsson, myndhöggvari, hefur þegar
gert módel af þessari mynd, sem þeir er séð hafa
segja að sé mjög góð. Er séra Friðrik sitjandi á
stól, en hjá honum stendur drengur, sem hann er
að tala við. Þarf ekki að efa, að þessari fjársöfnun
verði vel tekið, þar sem um er að ræða svo ein
stæðan og ástsælan æskulýðsleiðtoga.
Voðalegur vágestur.
Mænuveikifaraldur hefur gengið hér í haust.
Fyrsta tilfelli kom fyrir 10. okt. Nú (15. des.), eru
tilfellin orðin rúml. 40, þar af 4 lamanir, tvær
alvarlegar og tvær verulegar. Vonandi er hætta
af þessum mikla vágesti liðin hjá.
Styrktarsjóður Ingibjargar og
Ólafs Finsen.
Or sjóðnum var úthlutað að þessu sinni kr.
300,00 til Péturs Ólafssonar, 16 ára, sem lamaðist
af mænuveikinni, og liggur á farsóttarhúsinu i
Reykjavik. Hann lamaðist algerlega upp að mitti,
en hefur nú fengið svo mikinn mátt, að hann
getur staðið upp, með því að styðja sig.
Kennarafundur á Akranesi.
Hinn g. og 6. október s.- 1. var haldinn merki-
legur kennarafundur á Akranesi, þar sem kristin-
dómsfræðslan var aðal umræðuefnið. Var vel vand-
að til dagskrárinnar, og talað af miklum skilningi
um þetta mikilvæga mál. Vottuðu margir kenn-
arar gildi og nauðsyn þess að kenna kristin fræði
í skólunum og að það liefði gagngert betrandi
áhrif á börn og unglinga að hefja hvem starfs-
dag með bæn og sálmasöng. Það hefði bætandi
áhrif á kennsluna í skólanum yfirleitt, og á fram-
ferði barnanna. Þetta er löngu vitað, en það er
þakkarvert, hve mörgum kennurum er að verða
þetta ljóst á ný, eftir niðurrifið og agaleysið, sem
mn skeið liefur borið of mikið á i skólum landsins.
Langt er siðan morgunbænir féllu hér niður.
Hins vegar má það vera okkur mikið gleðiefni —
og mjög þakkarvert, að flestir eða allir kennar-
arnir hafa — sumir fyrir lengri, en aðrir skemmri
tima — byrjað hvem námsdag með lestri sélms eða
bænar og sálmasöng. Einnig láta þeir — stundum
a. m. k. — lesa „Faðir vor“.
Friðrik Hjartar, skólastjóri.
Hann hefur ekki gegnt starfi sínu í vetur, því
um það bil er skóli var að hefjast, fór hann til
Kaupmannahafnar til að leita sér lækninga við
höfuðmeini. Hann er nú kominn heim aftur, eftir
að hafa verið skorinn upp, og virðist sem hann
hafi fengið fullbætt þetta mein sitt, þótt hann hafi
enn ekki náð sér eftir svo mikla aðgerð.
Guðjón Hallgrímsson kennari hefur gegnt skóla-
stjórastarfi í fjarveru Friðriks og gerir það enn
um stund, meðan Friðrik er að ná sér.
Báruhúsið brennur.
Margir góðar minningar, sem bundnar eru við
hið gamla og góða samkomuhús Akurnesinga,
munu hafa rifjast upp fyrir bæjarbúum, er þeir
urðu þess varir að það var brunnið til kaldra kola,
en þetta skeði aðfaranótt hins 22. okt. s. 1.
I fréttatilkynningumí blöðum Reykjavikur um
brunann, var sagt að húsið hafi verið byggt 1907,
en þetta er ekki rétt. Það var byggt 1905—6.
Þetta var þegar í upphafi mjög myndarlegt hús,
siðar stækkað mikið og endurbætt oftar en einu
sinni. Siðast i sumar var þvi gert mikið til góða,
enda nú orðið hið vistlegasta á ný. Var því mjög
sárt að missa það nú, svo vel endurbætt; og þar
sem miklir erfiðleikar eru á að byggja nú sóma-
samlegt samkomuhús, bæði vegna dýrtiðar og
vandkvæða á fjárfestingarleyfum.
Nýr togari.
Bæjarútgerðin hefur komizt yfir annað skip.
Það er togarinn Akurey frá Reykjavik, eitt af ný-
sköpunartogurunum svonefndu, sem þeir voru
aðaleigendur að, Oddur Helgason útgerðarmaður
og Kristján Kristjánsson skipstjóri.
Ætluðu Reykvikingar (bæjarstjórnin), að setja
eigendum stólinn fyrir dymar um að selja skipið,
en vildu þó ekki nota sér forkaupsrétt þann er
þeir áttu að skipinu. Þótti eigendum, svo og Akur-
nesingum, að við svo búið mætti ekki standa, a.
m. k. meðan eitthvert slitur væri eftir af hinni
gömlu stjómarskrá, — því ekki bólar á Lýðveldis-
stjórnarskránni enn. — Það voru til næg ráð til
að forða svo vafasömum yfirgangi, og hefur skipið
þegar lagt hér upp til vinnslu sinn fyrsta afla,
eftir að kaupin voru gerð.
Þessu skipi hefur enn gengið vel, enda er skip-
stjórinn — sem áfram verður á skipinu — afbui-ða-
góður fiskimaður, duglegur og reglusamur og hinn
mesti manndómsmaður, enda hefur liann jafnan
valinn mann í hverju rúmi.
Aflabrögð.
Síldveiðarnar brugðust enn fyrir Norðurlandi i
sumar, og var útkoma báta héðan yfirleitt mjög
léleg sem annarra. Einnig brugðust reknetaveið-
amar hér í Faxaflóa í haust, en að auki mjög
mikið netatjón, en þau eru nú mjög dýr. Afkoma
bátanna er því mjög léleg.
Það hefur hins vegar bætt aðstöðu almennings
í landi, hve vinna hefur verið mikil við flökun og
frystingu. Það er eingöngu því að þakka, að tog-
arinn Bjarni Ólafsson hefur eingöngu lagt afla
sinn hér é land til vinnslu og sölu á Ameríku-
markað. Væri hér mikið öðru vísi umhorfs i efna-
hagsmálum almennings, ef þessi leið hefði ekki
verið farin í útgerð skipsins. Með þvi er að vísu
um engin uppgrip að ræða fyrir skipið, en áhættan
lika minni, ef illa tekst til um sölur í Englandi.
Nii leggja bæði skipin hér upp afla sinn, Bjarni
Ólafsson og Akurey.
Sjúkrahúsið.
Loksins standa nú vonir til að Sjúkrahúsið taki
til starfa einhvern tíma á þessum vetri. Hinn
ráðni sjúkrahúslæknir, Haukur Kristjánsson, frá
Hreðavatni, kemur til starfs 1. febrúar n. k.
Mjólkurstöð
hefur verið hér lengi i smiðum, var talið að hún
myndi taka til starfa i okt s. I., en ekki bólar á
þvi enn. Þó mun allt vera þar tilbúið. Er talið
að eitthvað standi á samkomulagi um rekstur henn-
ar milli bænda og kaupfélagsins, sem hefur séð
um bygginguna og lagt fé til hennar.
Iiúðrasveit Reykjavíkur.
Þessi ágæta lúðrasveit hefur áður komið hingað
beinlinis til að skemmta Akurnesingum. Hún
kom hingað 14. október s. 1. og hélt hér hljóm-
leika til ágóða fyrir sjúkrahúsið. Stjórnandi hennar
er nú Paul Pampichler. Formaður hennar er hins
vegar og hefur verið um langt skeið Guðjón Þórðar-
son, Stefánssonar. Hann er fæddur hér og átti þá
nýlega go ára afmæli. Hefur þessi för sjálfsagt
verið farin að frumkvæði Guðjóns til þess að
heiðra fæðingarbæ hans og styrkja hið nýja sjúkra-
hús. Því miður var aðsókn á þessa tónleika í Bíó-
höllinni ekki eins mikil og æskilegt hefði verið og
búast mátti við.
Tónlistarfélagskórinn.
Þessi ágæti kór konm hingað um miðjan október
og hélt hér hljómleika við góða aðsókn og undir-
tektir, undir stjóm dr. Urbancic. Söngskráin var
fjölbreytt og yfirleitt vel sungið. Ekki þótti mér
sumir einsöngvaramir eins góðir og búast mátti við.
Bifreiðaverkstæði Akraness.
Það hefur nú aftur tekið til starfa eftir brunann,
og hefur nú byggt nýtt hús fyrir verkstæðið, en
það er við Borgarfjarðarbraut og Stillholt, rétt
fyrir innan Fögrugrund. Húsið er 12X35 m. —
Rúmast þar a. m. k. 10 bílar í einu og þar geta
unnið 12—ig manns.
Þarna er nú búið að jafna allstórt land, þar
sem eintómar mógrafir voru áður.
Samnorræna sundkeppnin.
I henni sigruðu fselndingar með miklum yfir-
burðum, eða rúml. 36 þús. þátttakendum, um 25%
allra landsmanna. Næstir urðu Finnar með 4,4%,
en hin Norðurlöndin með 1—2%. Á fslandi var
synt á 79 stöðum. Keppendur frá g—83 ára. -—
Yngsti keppandinn var stúlka úr Skagafirði, en sá
elzti úr Reykjavik. Um 27 þúsund voru innan við
þritugt, eða % allra keppendanna.
Hér tóku þátt i keppninni 764 Akurnesingar,
en að auki syntu hér íog aðkomumenn, en rúm-
lega 20 Akumesingar syntu annars staðar. Elzti
þátttakandi hér var Sigurður Halldórsson, skó-
smiður, 67 ára gamall, en hinn yngsti, Gerður
Guðjónsdóttir (kennara), nýlega orðin 6 ára. —
Sundiþróttin er éreiðanlega ein hollasta iþrótt,
sem fólk iðkar. Allmargt eldra fólk lærði nú sund
í fyrsta sinn. Þannig var’ það t. d. hér, að nú
lærði ein kona sund, rúmlega fimmtug að
aldri. Hún hefur um nokkur ár verið eitthvað
lasin, en við sundið í sumar, taldi hún sig hafa
fengið verulegan bata gagvart þeim kvillum.
A K II A N E S
139