Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 16

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 16
til greiðslu forgangshluta allt að nafnverði. Eeain fleiri ákvæði voru sett í lög félags- ins, er rýrði rétt almennra hluthafa. Þetta voru helztu skilyrði, er hafnarstjórn Reykjavikur setti fyrir þvlí að lána félag- inu kr. 110.00,00. Ennfremur setti hún það skilyrði fyrir lánveitingunni, að drátt- arbraut, er gæti tekið a. m. k. togara á land, yrði fullgerð fyrir áramót 1932, en til þess var tími orðinn mjög naumur og vetur framundan. Skilyrði þessi samþykkti fundurinn, þótt hörð væru, og sýnir það greinilega á hvaða heljarþröm félagið var komið. Þvi raunverulega var gamla hluta- féð strikað út og auk þess réttmæt og full- gild krafa, að upphæð 80.000,00. Hefði hennar verið krafizt, hefðu eignir félags- ins ekki hrokkið til að greiða hana. Hve fjárhagurinn var bágborinn um þetta leyti sést a-f því, að félagið skuldaði flestu eða öllu starfsfólki laun fyrir styttri eða lengri tima. Skattar höfðu ekki verið greiddir í fleiri ár. Það má þvi segja, að mikil bjart- sýni hafi rikt hjá þeim mönnum, sem nú lögðu fé og krafta til að endurreisa félag- ið. Má þar sérstaklega geta Hjalta Jóns- sonar, sem hafði forgöngu í þessum mál- um. Um allt þetta höfðu farið fram miklar umræður, bollaleggingar og samningar. I bönkunum var enga peninga að fá. Hafn- arstjóm Reykjavikur hefur auðvitað ver- ið ljós hin ríka þörf fyrir stórfelldar mn- bætur á hinni miklu braut, í samræmi við þörf hins nýja tíma. Það er hins vegar auðséð, að hafnar- og bæjarstjórn hafa verið varar um sig. Þá hafa 110 þúsund kr. enn þótt mikið fé, þar sem hið gamla merkilega félag er vegna þessa láús, bein- línis látið ganga undir „jarðarmén,“ gágn- vart hluthöfum sínum og tveim skuld- heimtumönnum, sem í þrengingum félags- ins höfðu um mörg ár beinlínis gert því fært að starfa. Allar þessar ráðstáfanir voru samþykktar einróma. Á aðalfundí 14. október 1932, er Hjalti Jónsson kosinn varamaður í stjóm og á þeim sama fimdí varaformaður Slippfélagsins. Hinn 22. september 1932 hóf Sigurðúr Jónsson byggingu minni dráttarbraútar- innar og hafði eftirlit með öllum frám- kvæmdum, en byggingu hennar var lokið á ótrúlega skömmum tima, eða hinn 19. desember það sama ár, og þann dag var fyrsti togarinn tekinn á brautina. Þesái braut var gerð fyrir a-llt að 600 smálösta þung skip, svo að hægt væri að taka á hana stærstu islenzku fiskiskipin. 1 Hið næsta ár 1933, var svo seinni braut- in byggð. Fékk félagið þá nikisábyrgð með bakábyrgð bæjarsjóðs Reykjavíkur á láni, að upphæð kr. 125.000,00, og tókst að fá það hjá Statsanstalten for Livsforsikring í Kaupmannahöfn, fyrir góðviljaða milli- görigu Thorvalds Krabbe, vitamálastjóra, sem þá var formaður félagsins, og Jóns Krabbe, bróður hans, sem um tugi ára var starfsmaður hins íslenzka ríkis í Dan- mörku, og reyndi að leysa vanda íslend- inga, svo sem ihann frekast mátti. Enn- fremur voru smærri lán fengin hjá Skipa- útgerð rikisins og Vitamálasjóði. Braut þessi var gerð fyrir allt að 1000 smálesta þung skip. Áður en þessar brautir voru byggðar, var ek-ki hægt að taka hér togara á land. Ef togarar eða stærri skip þurftu viðgerðar við, var ekki annað úr- ræði, en að leggja þeim í fjöru og láta falla undan þeim. Hér í höfninni var þeim tiíð- ast lagt í fjöruna við gömlu steinbryggj- una, eða við Grandagarð, eins og minnzt hefur verið á áður. Það kom fljótt í ljós, hve mikil þörf var fyrir þessar brautir. enda jukust verkefnin ár frá ári. Þegar á árunum 1936—37 fór stjórn félagsins þvi að hugsa um auknar fram- kvæmdir, rneðal a-nnars með byggingu fleiri og stærri dráttarbrauta, en til þess þurfti að breyta skipulagi og næsta um- hverfi slippsins verulega. Samkvæmt skipulagsuppdrætti Reykja- víkur, lá fyrirhuguð Mýrargata þvert i gegnum lóð Slippfélagsins. Var ljóst að þessu þurfti að breyta, ef nokkuð verulega stærri mannvirkjum ætti að korna fyrir á þessum stdð. 1 október 1938 ritaði Slippfélagið ásamt Stálsmiðjunrii, bæjarráði Reykjavíkur bréf, þar sem farið var fram á, að legu Mýrar- götu yrði breytt, svo að sæmileg aðstaða skapaðist fyrir skipaviðgerða- og skipa- smíðastöð, sem að þeirra áliti fullnægði íslenzkum þörfum í nánustu framtið. Bréfi þessu fylgdu, ákveðnar tillögur um breytingu. skipulagsins ■á þessu svæði og frumuppdrættir að byggingu dráttarbrauta ofl. Þar var gert ráð fyrir dráttarbraut fyrir allt ^að 1500 smálesta þung skip og þurrkví fyrir um 4000 smálesta þung skip. Jafnframt fór Slippfélagið þess á leit, að fá framlengdari samning um starf- rækslu dráttarbrauta til ársins 1976. 1 júlí 1939 samþykkti bæjarráð Reykja- víkur, að breyta skipulaginu, að mestu í samræmi við þessar tillögur, þó með því skilyrði, að Slippfélagið og Stálsmiðjan bæru allan . kostnað af skipulagsbreyting- unni. Þar sem hér var um verulegar fjár- hagslegar skuldbindingár að raeða fyrir fé- lögin, varð um þetta töÍuvert þref. (Eftir lauslegri áaétlun 1946, kostar skipulags- breyting þeási félögin allt að 800.000,00 Jtr.). FélÖgin féllust þó á að taka á sig þess- dr kvaðir, og var sanmirigur úndirritaðrir um.þetta efrii. örðugra reyndist að fá framlengingu á samriingi SHppfélagsiris um starfrækslu dráttarbrauta (samningurinri gilti til 1951), hefði þó verið eðlilegast, að sú fram- leriging hefði verið staðfest samhliða þvi sem samkomulag náðist um skipulags- breytinguna. Það var þó ekki fyrr en í apríl 1946, sem bæjarstjórn Reykjavíkur samþykkti samningsuppkast, er heimilaði Slippfélaginu starfrækslu dráttarbrauta til ársins 1968. Á árunum 1937—39, sótti Slippfélagið hvað eftir annað um innflutningsleyfi á efni í nýjar dráttarbrautir, en var synj- að, þar til striðið var skollið á, og þar með lokuðust möguleikar á að fá efni frá Ev- rópu í bráð. Reyndi félagið þá að fá tilboð í dráttar- braut frá Ameríku, en ekki tókst að fá nema eitt tilboð, en gerðin þótti ekki hent- ug, svo að ákveðið var að bíða átekta, þótt þörfin væri orðin mjög brýn að endurnýja dráttarbrautirnar, sem nú voru mjög farn- ar að ganga úr sér. Strax eftir stríðslokin leitaði félagið til- boða í Englandi, og á miðju ári 1945 tókst að fá tilboð frá enskri verksmiðju i mjög hentuga gerð dráttarbrauta. Jafnframt leit- aði félagið aðstoðar Nýbyggingarráðs. Ætl- unin var að byggja 2 dráttarbrautir, aðra með hliðarfærslu fyrir 3 togara eða brautir fyrir 5 skip samtímis. I ág. 1945 varð kunn- ugt, að ríkisstjórnin hafði samið um bygg- ingu allmargra togara í Englandi, en þeir voru verulega stærri en gömlu togararnir. Vegna þessa varð Slippfélagið þvi að gera nokkrar breytingar á áætlunum sínum, m. a. að gera hliðarfærslurnar fyrir stærri •skip. Á miðju ári 1946 veitti Nýbygging- arráð félaginu nauðsynleg gjaldeyris- og innflutningsleyfi til byggingar 1500 smá- lesta dráttarbrautar með hliðarfærslu fyr- ir 3 skip 900 smálesta þunga, en það voru nýsköpunartogaramir taldir tómir. Hins vegar fékkst ekki leyfi fyrir stærri braut- inni. Jafnframt gaf Nýbyggingarráð fé- laginu meðmæli sin til að fá lán úr stofn- lánadeildinni, en það lán fékkst ekki. Loks tókst að fá ríkisábyrgð fyrir 2,7 milljón kr. láni. Félagið gaf út sér-skuldabréf, sem því tókst að selja, en samhliða var hlutaféð aukið um 600 þúsund kr. Þótt lán þetta væri ófullnægjandi, — þvi að byggingarkostnaður brautanna var áætl- aður 4—5 milljónir kr., — réðst félagið í bygginguna. Var henni lokið í júlí 1948, en þá var fyrsti nýsköpunartogarinn tek- inn upp. Byggingarkostnaðurinn varð um 5 millj., (en myndi nú vera 15—20 millj- ónir). Síðan 1932 hafa nærri 3000 skip eða um 1.500,000 smálestir brúttó verið tekn- ar á brautir félagsins. Langflest skipin eru togarar. Engin teljandi óhöpp hafa viljað til við setningu þessara skipa, og eriginn maður meiðst svo að nokkru nemi, þrátt fyrir að setningur skipa er talin áhættu- söm vinna. Qkðilcg iól! 124 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.