Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 21

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 21
GUNNAR ST. GUNNARSSON: ÞÖRF ER HÉR — SÍÐARI AUSTURBRtJN dalsins er há, en gróin lagnt upp og kletta llítil. Eftir daln- um rennur Torfdalsá á eyrum, en fellur úr Torfdal í gljúfrum í Langadalsá. Erf- itt og hættulegt er oft að ná f:é úr döl- um þessum yfir Lambatunguá vegna straumhörku og stórgrýtis í botni í gljúfr- unum meðst má engu muna að missa ekki féð í Langadalsá, sem er ófær þama vor og haust. Þá er þriðji dalurinn, Sóleyjardalur, sem liggur frá botni Langadals til austurs, langur dalur og hrjósrugastur þeirra allra gróinn er 'hann þó alf ur nema helzt suður- hlið hans hátt uppi einkum austast, þ. e. norðuithlið Bröttubrekku, en botn dalsins er við norðvesturhorn hennar rétt austan við, þar sem Langa-dalsá kemur í gljúfri norður úr Gedduvatni á Þorskafjarðar- heiði og feflur ofan í Sóleyjardal og eftir honum endilöngum, en aldrei í gljúfrum nema rétt neðst um dalamótin í Botni Langadals. Mun hún lengsta á hér vest- anlands, frá fyrstu upptökum til ósa, og ófær áður en brú kom á hana, er hún huldi allan botn Langadals milli hl'íða frá Efra- bófi fram undir Steinsgil. En svo er það aftur Sóleyjardalur. Norð- urhlíð hans er lág, sem er suðurjaðar Högnafjalls alla leið niður að botni Langa- dals. Slægjur eru í Sóleyjardal neðantil. Surinan ár neðst, eru Blótneytatungur — þar voru geldneyti höfð á sumarbeit eða sumarfríi. Sögðu menn að þaðan hefði oft mátt heyra læti og hljóð ógurleg ef menn komu í nánd, og varla hættulaust. Ofan suðurhlíð naér miðja fellur Egils- gil í fossi niður í dalinn og í Langadalsá. Egifsgil kemur frá austurenda Reipófs- fjafla og rennur gegnum Egifsvötn, tjarnir í daiverpi fitiu ofan við brún Sóleýjardals, en austan við Egifsvötn er Brattabrekka og Kjöiur. ).-■ ■' vi Högnafjali takmarkast af Langadal að vestan, Sóleyjardal að sunnan, austan af vötnum á Steingrímsfjarðarheiði og norð- an af Högná, en hún tekur vatn víðsveg- ar af Steingrímsfjarðarheiði. Vestast — rétt á brún Langadals — er hæð, sem heit- ir Högn, þaðan hefir fjallið og áin nafn sitt. Högnfjall er smáhæðótt fjalllendi, gras í dældum en litlar slægjur, beitiland gott, það er klettalaust og greiðfært. Högná rennur vestur með þvd að norðan en beygir AKR AN E.S IIN AD BÆTA HLUTI — svo yfir vestur enda þess, og fellur i afar- háum og fögrum fossi í einni bunu lausri frá berginu, ofan Högnahlíð og í Langa- dalsá, en Högnahlíðin er fremsta hliðin í Langadal austanverðum, klædd grasi og skógi. Þá hefi ég — þótt ófullkomið sé — reynt að lýsa landslagi og segja frá döl- 'um þeim öllum, sem liggja út frá aðal- dölunum tveim, Laugabólsdal og Langa- dal ásamt næsta umhverfi og hygg ég það rétt vera, það sem það nær. En þar sem myndir vantar og hæð hnúka og fjalla o. s. frv. verður lýsingin ein ófullkomin. Athuganir. Jóhann kennari Hjaltason segir í Árbók F. I. 1949 neðst á bls. 26. Vil ég biðja menn að lesa þá grein alla, því að það er na-uðsynlegt til að átta sig á þvi, sem hér er til umræðu. Jóhann Hjaltason segir um hinn nýja veg Þorskafjarðarheiðar á bls. 26 í Árbók- inn 1949 á þessa leið: „Þegar kemur aust- ur undir Sótavörðuhæð er brú á ánni, og liggur vegurinn nú meir til suðurs, niður í botn Þorskafjarðar austanverðan, þar sem Tögl heita. Þar er Músará í djúpu gljúfri á vinstri hönd þegar suður er far- ið. Kemur hún niður af Kollabúðaheiði, sem liggur millum Staðardals S Steingríms- firði og Kollabúða.“ Áður en ég athuga þetta, vil ég geta þess að það er rangt, sem J. H. segir að Heiðarbrekkur séu frernst í Skeggjastaðahlið upp með Steins- gili. Heiðárbrekkur eru fremst í Þinghóls- hlíð 0. s. frv. Þá kem ég aftur að veginum, Það er þá fyrst, að þessi umtalaði vegur liggur ekki nálægt Sótavörðuhæð, sem er nálægt miðri Steingrímsfjarðarheiði, heldur austur með Högná og brú yfir hana á Högnafjalli; og svo segir hann að vegurinn liggi meir til suðurs niður í botn Þorskafjarðar. Það er eins og fjafðarbotninn sé þama rétt hjá, þegar heiðin er eiginlega rétt að byrjá. Músará* Það er að segja um Musará að i hana fer ekkert vatn af Kollabúðaheiði nema í hlákum vetur og vor. Skal það nú skýrt. Músará á upptök sín — að hehningi — í tjömum nyrzt á Hríshólsfjalli, vestur af Sandhól og Skaflakinn, en smálækir koma l'íka í hana lengra norðan af öræfummi. Rennur áin svo vestur, ofan með Skóga- fjalli og 'suðirrenda Engisfjalls í djúpu gljúfri og kemur fram úr þvi hjá tún- horninu á Kollabúðum. En um helming- ur Músarár er Austurgil, er kemur aust- an af Engisfjalli norðarlega, beint norð- austur á móti Hærri-Töglunum nyrzt, og rennur ofan með þeim og Engisfjalli að austan í Músará rétt áður en hún kemur fram úr gljúfrunum. Vatn af Kollabúðarheiði úr vötnunum þar, rennur til Slægjuhjallagils og ofan í Kollabúðadal í Þorskafjarðará. Lokaþáttur. ÞorskafjarSarheiðarvegur hinn gamli J. H. segir rnn hann í Árbókinni: „Gamli vegurinn lá og liggur allmiklu vestar og niður Þorgeirsdal, sem gengur upp frá Múla í Þorskafirði, vestan fjarðar.“ Ertu nú ferðamaður miklu nær eftir þesra lýs- ingu að finna vegimn t. d. i þoku. Ég tala nú ekki um að vetri, og komast til byggða? Ég ætla nú að bjóða þér að vera með mér suður yfir, ég hefi lausan hest fyrir þig að sitja á, og veður bjart og gott síðsumars. Við fórum á bak’ við gamla vaðið á Högná þar sem hún tekur krókinn yfir á brún Högnahlíðarinnar. Hér voru vega- mót, við vörðuna á Steingrímsfjarðar- og Þorskafjarðarheiðarvegi. Við riðum yfir ána á vaðinu og upp Högnaf jall, alls stað- ar eru vörður, en sumar gallaðar; við rið- um yfir Langadalsá og upp með gilinu hjá Egilsfossi og leggjum á brattann upp á Brekkuna þaðan sjáum við vel yfir norð- urávið. Brátt sjáum við Gedduvatn til vinstri, þar veiddist geddan, sem loks varð drepin á Kirkjubólstúni í Langadal. Við riðum greitt suður Kjöl og að Sæluhúsinu, sem var, það er talið um miðja heiði. 1 vestri er austurendi Reipólsfjalla, 1 austri sérðu háa vörðu á hæð. Varðan heitir Stein- gerður og er að sögn dóttir Jóns Magnús- sonar, er var póstur lengi um Vestfirði. Þarna er klettabunga lítil, heitir hún Fjöl- skylduhvoll, þar átti að hafa orðið úti heil fjölskylda þess vegna var húsið sett hér. Margir hafa orðið úti á heiði þessari. Eitt sinn lá ég hér í húsinu nóttina milli 21. og 22. desember 1897 ásamt tveimur öðrrnn, þreyttir af erfiði, holdvotir af rign- ingu og svangir. Við gátum ekki komið þrem hestum inn, er við vorum með, af þvi skóflunni hafði verið stolið, svo hurðin varð ékki opnuð, nema efri parturinn svo við komumst inn undir þak og fyrir það héldum við lífi og limum. Ekkert var kert- isskarið, ekki neitt. En þetta er önnur saga, og útúrdúr. Við riðum áfram, og nú fer að halla of- Framhald á síSu 140. 129

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.