Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 12

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 12
M/s Hekla íekin upp á nýju brauíina. SLIPPFÉLAGIÐ í REYKJAVÍK 50 ára IV. kafli. — í LÉTTARI TÓN. Þá var bókhaldið býsna skemmtilegt. Fyrst í stað var allt fremur einfalt og óbrotið i slippnum. Þótt þetta væri nauð- synja-fyrirtæki, var víst ekki búizt við miklu. Umsetningin var l'itil, stundum hlé á starfi mikinn hluta af árinu. Allt var þvi gert til að spara útgjöld. Allra fyrst var t. d. enginn bdkhaldari. Það litla, sem fært var, sá verkstjórinn um að fært yrði til bókar. Gjaldkera hafði fyrirtækið, og það ekki af verri endanum, það var Ás- geir Sigurðsson, kinsúll, og hann, eða staðgengill hans, — sem mun hafa verið Ölafur Johnson, síðar stórkaupm. — kom endrum og eins vestur eftir til að greiða kaupið. Þess er þó rétt að geta í þessu sambandi, að með frumbókhald verkstjór- ans var farið ofan í Edinborg, og fært þar af snilld og prýði, af lista skrifurum. Allt efni til skipanna var geymt á á- kveðnum stöðum í húsum 'félagsins. Þá var hafður sá háttur á um afgreiðslu á þvi, — sjálfsagt til að spara peninga — að hver smiður eða vinnumaður afgreiddi sig sjálfur með það efni eða þann hlut, sem hann þurfti að láta af hendi vegna starfs síns. Hver smiður hafði vissan sama- stað í húsinu, þar átti hann sinn nagla í þilinu. Honum var svo fengið í hendur allstórt tréspjald, en i eitt hom þess hafði verið borað gat, svo að hægt væri að hengja það á naglann, en á spjaldið var einnig ritað nafn þess, sem það átti að varðveita. I hvert sinn, sem smiðurinn tók efni af birgðum félagsins til þess, sem hann var að vinna, átti hann að skrifa það á þetta spjald, hvort sem um var að ræða kjöl eða kalfakt, bönd eða byrðings- efni, gluggastifti eða spikara. Spjaildið var svo afhent til innfærslu (vikulega) eða VI. grein Ólafs B. Björnssonar oftar eftir atvikum, en þegar innfærslunmi var lokið, var spjaldið heflað og hengt aft- ur á sinn stað, þar sem smiðurinn gat gengið að því á ný. Auðvitað kom fyrir ýmislegt skemmti- legt i .sambandi við bókhald, sem svo marg- ir menn sáu um. — Þó er mér sagt, að y.firleitt hafi menn sýnt yfirburða sam- vizkusemi í þessu ábyrgðarmikla starfi. — Einhverju sinni kom það fyrir, að smið- urinn afgreiddi einhvern hlut, en áður en hann áttaði sig, var sá, sem út tók, farinn veg allrar veraldar. Þetta þótti manninum a'far leiðinlegt að geta ekki gert fullkomna grein fyrir þeim, sem út tók, en til þess að gera mögulegt að grafa þetta upp, og rekja til hins rétta, skrifaði hann sem skýringu á spjaldið við þessa úttekt: „Simon þekk- ir manninn.“ Þetta mundi nú þykja heldur ótrygg afgreiðsla í stóru fyrirtæki, að hver af- greiddi sjálfan sig og ritaði það á laust spjald, sem allir gætu haft aðgang að. Vinnuskýrslufærslan hjá Ellingsen er á- kaflega greinilega færð og ýtarleg. Ræflafélagið. Ef til vill haldið þið, að þessi yfirskrift sé eintómt grín, en svo er aldeilis ekki. Á þessum árum var beinlínis til félag í Reykjavík, sem hét þessu óhrjálega nafni, og hér skal gerð nokkur grein fyrir þessu félagi, því að það kemur Slippfélaginu beinlínis við. Tryggvi Gunnarsson, bankastjóri, var mikill framfara- og félagsmaður. Hann var í mörgum félögum, og víst lengst af formaður þeirra flestra. Tryggvi var frum- kvöðull að stofnun Ræflafélagsins eins og margra annarra félaga, og hefur áreið- anlega ráðið nafni þess. Líklega heifur honum fundizt það hæfilega tvírætt um, hvort heitið ætti að vera táknrænt upp á félagsmennina, sem væru í þvá, eða til- ganginn, sem félagið átti að þjóna. Markmið félagsins var að kaupa ónýt skip eða lítt nothæf, — eða strönduð — skipa-ræfla — til þess að gera við þau. Var þetta eingöngu eða aðallega gert til að tryggja slippnum atvinnu, þann tíma, sem lítið eða ekkert væri til að gera. Enda þótt þetta væri aðalmarkmiðið, töldu þeir réttara, að þetta væri sérstakt félag, laust við slippinn sjálfan, svo að hann þyrfti ekki að leggja fé í þetta eða bera af því ábyrgð, heldur hafa atvinnu af því að endurbyggja „ræflana" eða gera við þá. Toiler var eitt með elztu kútterunum, og eitt þeirra ensku skipa, sem keypt voru hingað til lands. Ekki veit ég, hver fyrst keypti þetta skip frá Englandi, en Geir Zoega átti það lengi. Nú kom að því, að Toiler þurfti mikillar aðgerðar við. Kom Geir því að máli við Ellingsen og biður hann að taka skipið á slippinn til við- gerðar. Var það gert og viðgerð hafin. Hefur mér verið tjáð, — en veit ekki frek- ari sönnur á — að Toiler hafi verið fyrsta skipið, sem fært var til hliðar á hinni nýju útaffærslubraut Ellingsens. — Þeg- ar farið var að rífa skipið og gera við það, kom í ljós, að það þurfti miklum mun meiri viðgerð en gert hafði verið ráð fyrir. Viðgerðin var komin lítið á veg, þegar farið var í hana mikið fé — of mikið fé — að dómi Geirs, en þó miklu meira eftir. Geir leist því ekki á blikuna og bauðst til að selja slippnum skipið i því ástandi, sem það væri, ef um gæti samizt. Ekki vildi Ellingsen eða stjórn slippsins eiga neitt við þessi kaup. En eftir nokkrar samn- inga umleitanir varð það að samkomulagi með Geir og Tryggva fyrir hönd Ræfla- félagsins, að það keypti skipið, þar sem það stæði, og var nú gert við það á veg- AKRANES 120

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.