Akranes - 01.10.1953, Side 15

Akranes - 01.10.1953, Side 15
nokkrir framtakssamir menn í Reykjavík og Hafnarfirði sig saman um það 1918, að stofna og starfrækja í Reykjavik vélsmiðju. Var það Hlutafélagið Hamar, sem keypti járnsmíðaverkstæði Gísla Finnssonar á horni Norðurstígs og Tryggvagötu, en fé- lagið keypti þá einnig Járnsteypu Reykja- vikur. Þessir menn voru: Ágúst Flygen- ring, útgerðarmaður í Hafnarfirði, Sveinn Rjörnsson, síðar forseti Islands, Hjalti Jóns- son, skipstjóri, Kirk, verkfræðingur P. 0. Christensen, ljTsali og Jes Zimsen, útgerð- armaður. Eigendum Hamars varð fljótlega ljóst, að aðstaða þeirra var enganveginn góð með hinni mjög svo takmörkuðu dráttarhraut. Þeirra takmark hefur auðvitað verið svo sem verða mætti, að ifyrirbyggja að togara- eigendur sigldu með skip sín til útlanda til viðgerðar, en sú hætta varð ekki um- flúin á neinn atrnan hátt en að hér kæmi sem fyrst upp dráttarbraut, sem tekið gæti togarana á land. Af þessum sökum býðst hlutafélagið Hamar þegar á árinu 1922 að taka upp samvinnu, eða sameiningu þessara tveggja félaga, Slippfélagsins og Hamars. Þrátt fyrir stöðugar umleitanir og viðræður um þetta efni, varð enginn árangur af þess- um umleitunum, fyrr en á árinu 1930, er hin gamla stjórn sagði af sér og kosnir voru í hina nýju stjóm, eingöngu hlut- hafar úr Hamri. Hlut að þessari endan- legu samvinnu hefur Jes Zimsen víst ekki átt lítinn. Nú eru oft haldnir stjórnarfundir og mikið bollalagt um hugsanlega möguleika a endurskipulagningu Slippfélagsins, og fyrir útvegun fjár til kaupa á nýjum braut- um, því að án þess voru öll heilabrot um framtíð fyrirtækisins óhugsanleg. Á stjórnarfundi 17. ágúst 1931 kemur fram algert nýmæli sem þannig er bókað: „Framkvæmdastjóra var falið að taka til othugunar, hvort ekki skuli ráða marm til þess að vera verkstjóra í Slippnum, er eigi þátt i útvegun viðskipta um að gjörð- tr og byggingu mótorskipa, og á öðrum sviðum, er Slippfélagið getur starfað.“ Það er augljóst, að á þessum tíma mæða athuganir og framkvæmdir aðallega á hin- um unga, ötula framkvæmdarstjóra Ham- ars, Benedikt Gröndal og Hjalta Jónssyni. Á stjórnarfundi 15. september 1931, legg- ur Gröndal fram tillögur til viðbótar við dráttarbraut Slippfélagsins þannig, að hún yrði lengd um 33,5 m. fram i höfnina, og jaifnframt að gerð verði uppfylling fyrir framan lóð Slippfélagsins, alls 1120 ferm. En ætlast er til, að eftir slíka breytingu verði mögulegt að draga á land 600 tonna skip.“ Var samþ. að sækja um leyfi til bæjarstjómar. Á fundi 23. desember 1931, leggur Grön- dal fram uppdrætti að tveimur dráttar- brautum, sem hvorri fyrir sig er ætlað að ÁKRANES Fyrsti nýsköpunnr- togarinn tekinn upp ú nýju 1500 smúl. drútarbr. 20. júlí 1948. taka upp allt að 750 tonna skip, og er áætlað, að þessi framkvæmd kosti ca. 300 þúsund kr., en Benedikt falið að athuga, hvernig koma megi verkinu í framkvæmd. Þar sem hér var um stórframkvæmdir að ræða, var samþ. að leggja fljótlega fyrir fund, tillögur um aukningu á hlutafé 'fé- lagsins. Hinn 14. janúar 1932 er haldinn aukafundur, þar sem rætt er um „fyrir- hugaða byggirigu á nýjum dráttarbrautum, og endurbætur á Slippnum.“ Á þessum fundi er gert ráð fyrir tveim- ur brautum, sem taki upp 800 tonna slap, en gamla brautin yrði kyrr þar sem hún er, og á þeim stað mætti koma fyrir braut fyrir millilandaskip. Til þess að fram- kvæma þetta ásamt nauðsynlegum bygg- ingum, telur Gröndal að þurfi um 600 þúsund .kr. Hann lagði og fram áætlanir um tekjur og gjöld að þessari breytingu lokinni, og telur nauðsynlegt að auka hlutaféð um 100 þúsund kr. Stjórnin lagði hins vegar til að hlutaféð yrði aukið um 300 þúsund kr. og var sú tillaga samþ. Stjórninni var og falið að útvega hagkvæm lán, og Benedikt Gröndal var sendur til útlanda til kaupa á tækjum í samræmi við þessar samjiykktir. Á stjómarfundi 22. marz, skýrir Grön- dal frá þvi, að hann ha'fi í nafni Slippfé- lagsins gert kaupsamning við firmað H. Keyser í Bremerhaven um kaup á tveim- ur „Patent-slippum“ með vélum og öðm tilheyrandi. En þá skeður það einkenni- Uppskipun ú timbri. lega, að stjórn félagsins telur sig ekkert fé hafa til slíkra kaupa, „enda eigi ætlast til að kaupin væru gjörð í nafni Slippfé- lagsins. Varð því samkomulag um að fram- selja Hjalta Jónssyni og félögum hans all- an rétt, enda taki þeir að sér allar skyld- ur samkv. samningi þessum.“ Þetta er ljóst og átakanlegt dæmi, um hversu hér ríkti algert getuleysi og öng- þveiti i fjármálum og framkvæmdum öll- um á þessu tímabili, enda var útlitið þá ckki gott, eða hin næstu ár. Allt þetta var búið að ræða og skipuleggja til þrautar. Þörfin hafði aldrei verið brýnni, og enn sigldu skipin — eins og þau höfðu auð- vitað áður gert til útlanda, til smávægi- legra viðgerða og hreinsunar, en hér var ekkert hægt að komast áfram í svo miklu velferðarmáli. Enn run stund ríkir mikil óvissa um fjár- útveganir, en það er reynt utan lands og innan. Með 5. ágúst 1932, hefst nýr og veiga- mi'kill þáttur i starfseani Slippfélagsins, en þann dag er ráðinn að fyrirtækinu nýr framkvæmdarstjóri, vel menntur maður, Sigurður Jónsson, verkfræðingur, sem enn gegnir þessu starfi af miklum dugnaði og fyrirhyggju. Hinn 2. s. m. er haldinn aukafundur, til þess að gera hluthöfum grein fyrir, á hvern hátt stjórninni hafi tekist að koma félag- inu á efnahagslegan grundvöll, en það er í höfuðatriðum hugsað á þennan veg: HJutafé félagsins, að upphæð 97,975.00, verði fært niður í kr. 40.000,00, — og gert að almennu hlutafé. Tveir skuldheimtu- menn (Jes Zimsen og Ásgeir Sigurðsson), sem félagið skuldaði kr. 80.00,00, fái kr. 60.000,00 í almennum hlutabréfum (nýj- um) sem fulla greiðslu fyrir skuldinni. Almennt hlutafé verði þá samtals krónur 100.000,00. Hlutafé félagsins verð aukið um kr. 97.000,00 (inngreitt) og sé það for- gangshlutafé. Forgangshlutir hafi 4 sinn- um meiri atkvæðarétt en almennir hlut- hafar fyrir sömu upphæð. Almennum hluthöfum sé ekki greiddur arður nema forgangshluthöfum sé greiddur hærri arð- ur en 6%. Forgangshluthafar hafi for- gangsrétt í skuldlausum eignum félagsins 123

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.