Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 11

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 11
Sigirieir Sigirðssoi, biship - MINNINGARORÐ - Síra Sigurgeir Sigurðsson var fæddur á Eyrarbakka 3. ágúst 1890, sonur Sigurð- ar Eiríkssonar regluboða og konu hans Svanhildar Sigurðardóttur, b. í Nausta- koti á Eyrarbakka Teitssonar. Síra Sigur- geir var vígður til Isafjarðar 7. október 1917, en voin veitt Eyrarþing í Sktuls- firði frá 1. júni. Hann var prófastur í Norður-Isa'fjarðarprófastsdfrm i frá 1927— 39- öllum mun hafa komið saman um, að slíra Sigurgeir væri óvenjulegur prestur. Hann var glæsimenni hið mest, ljúfur og lítillátur og laðaði að sér alla menn. Hann var brennandi í andanum, ötull og ákaf- lyndur í öllu því, er varðaði viðgang prests- starfsins. I þeim efnum leit hann aldrei á erfiði sitt eða eigin hag, heldur sjáan- lega ávexti. Hann var óvenjulega skyldu- rækinn um öll prestverk og lagði sál sína b að þau færi sem virðulegast úr hendi, og sem samboðið væri klerki og kirkju. Hann þjónaði á stundum Bolungarvík, og Sá ég úti flóka falla, 'fannahvitan snjó, falla, falla ofan alla æ með værð og ró. Og mér fannst sú undra kyrrðin æðri hverjum glaum; aldir líða, flókar falla fram í tímans straum. Sólin björt af bláins höllu bægir dimmu frá, og á greinum undir mjöllu er sem brum að sjá. Ei er snjórinn dúkur dauða: dökkum yfir svörð hann er dýna vörm að verja vetrarstormum jörð. Svo er og um elju rauna, ef menn skilja rétt; þeim til heilla, hann sem elska, hefir guð allt sett. Þar með er þá lokið þessu máli. akranes Sigurgeir SigurSsson, biskup. fór þangað hverju sem viðraði, hættusama leið. Að þessu stuðlaoi einnig hlýja hans og ininri varmi, sem var engin uppgerð, og kom jafnan fram í ræðum hans. Einnig hin ágæta söngrödd hans. Prestþjónusta öll fór honum þvíi óvenjulega vel úr hendi, og aflaði honum óskiptrar athygli og að- dáenda í söfnuðum hans. Allir þessir eig- inleikar öfluðu honum einrcma vinsældar í prófastsstarfinu. Síra Sigurgeii- mun hafa átt ríkan þátt í 'félagsstarfi presta á Vest- fjörðum og alhafnasemi þess félagsskap- ar, t. d. i útgáfu myndarlegs rits, sem þeir gáfu út og nefndu ,.Lindin,“ og hann var ritstjóri að, meðan hann var vestur þar. Þessir eiginleikar og það orð, sem af honum fór á Vestfjörðum, varð til þess, að hann hafði vinning í biskupskosningu, og var vígðm- biskupsvigslu í dómkirkj- unni 25. júní 1939. 1 þvi embætti sýndi hann sama á'huga og einlægni í hinu kirkjulega starfi. Hann hvatti prestana til þess að vera brennandi af áhuga i starfinu, svo að spor þeirra og kirkjunnar sæjust með samtíðinni. Eins og áður er sagt, var hann söngvinn, unni söng, og vissi hve mikilsverður þáttur söngurinn er og getur verið í starfi kirkj- unnar. Því fékk hann þvií til vegar kom- ið, að stofnað var sérstakt embætti, Söng- málastjóra Þjóðkirkjunnar, til þess að kenna prestaefnum tón og söng, en þó alveg sérstaklega til þess að kenna organ- istum i hinum drei'fðu söfnuðum, safna fólki þar saman til söngs og kenna þvi undirstöðuatriði í söng og þjálfa það, svo að söngflokkur gæti komizt á í sem flestum sóknum landsins, því að það var trú bisk- upsins, að þessi þáttur Guðsþjónustunnar væri ekki slíður mikilsverður en ræður prestsins og önnur þjónusta. Síra Sigurgeir var ótrúlega starfsfús og viljugur, mátti glögglega sjá þess merki á vísiasíuferðum hans. Alls staðar þar sem hann fór til kunnugi'a eða ókunnugra, kom hinn innri maður hlýleikans fljúgandi í fang hverjum manni með hinni óvenju- legu kveðu: „Komdu blessaður.“ Hann þótti þvi hvarvetna aufúsugestur, léttur, látlaus og viðræðugóður við hvern sem var. Þessi sterki þáttur í fari hans, hefur þvi óefað orðið til þess að deyfa eggjar ein- hverra gagnvart kirkjunni, en hvetja aðra til samúðar og skilnings, sérstaklega um byggingar kirkjuhúsa og fegrun þeirra, en þessa var orðin rík þörf — og er að vísu enn, þótt nokkuð ha'fi áunnizt. — Sigurgeir biskup bar hag presta sinna fyrir brjósti og gerði ráð fyrir, að mnbæt- ur á því sviði, yrðu til hagsbóta fyrir hið eiginlega starf prestanna í þjónustu kirkj- unnar. Hann var reglumaður í hvívetna og lagði öllum góðum þjóðfélagsmálum lið, og stóð stuggur af upplausn þeirri og óreglu, sem flætt hefur um sinn yfir land- ið, og sumir æðstu valdamenn þjóðarinn- ar gera sér enn ekki ljóst, hver áhrif get- ur haft á þúsund ára þrautreynda menn- ingu þjóðarinnar. I starfi stóð Sigurgeir biskup ekki einn. Kona hans, frú Guðrún Pétursdóttir, út- vegsbónda í Hrólfsskála, er óvenjuleg kona, sem var honum ómetanleg stoð, í annríku, áhugasömu starfi, þar sem gestir og gangandi máttu vera svo sem heima væru. Böm þeirra spilltu ekki í þeim efn- um, svo að hér var um fyrirmyndar hekn- ili að ræða. Honum sé þökk 'fyrir áhuga sinn og vel- vilja, og fyrir það, sem honum hefur áunn- izt í einlægu starfi. Ól. B. Björnsson. 119

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.