Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 17

Akranes - 01.10.1953, Blaðsíða 17
ISLINZKAR BOKNENNTIRIENSKUH NEINI Ekkert bókaforlag 'i heimi öllum er svo frœgt sem Clarendon Press í Oxford (sem utan þeirrar borgar nefnist Oxford Uni- versity Press) og ekkert sem njóti meira álits og virðingar, enda mun það elzt allra. Fáir munu þeir hér á landi, er gert hafi sér ljóst hvílíkt lán og hvílikur heiður það hefir verið fslandi að þessi mikla merkis- stofnun skyldi endur fyrir löngu hefja á loft fána íslenzkra bókmennta og enn i dag halda honum á lofti með ókólnuðum á- huga. Við getum skiljanlega ekki vitað, hver nú væri staða og vegur bókmennta okkar á umheiminum ef Clarendon Press hefði alla tíð leitt þær hjá sér en okkur óar við að hugsa til mismunarins, þvi að víst er það, að gifurlegur hlyti hann að vera. Svo að við förum sem skemmst aftur d tímann, skulum við nægjast með síðustu níutíu árin, eða frá því er Guðbrandur Vig- fússon settist að í Oxford. Aldrei hefði hann þangað farið ef Clarendon Press hefði leitt hjá sér bókmenntir okkar. Og þá hefði ekki orðið til sú hin mikla og ágæta orða- bók, srm við hann er kennd; ekki hin nierka lesbók hans, og ekki byrjendabók Sweets; ekki hin ágæta útgáfa Guðbrands af Sturlungu; ekki Corpus Poeticum Bore- ale, ekki Origines Islandicae; ekki orða- bók Geirs Zoéga yfir fornmálið; en allt eru þetta rit, sem d allt að þvi þrjá síðast- liðna aldarfjórðunga hafa svo vitt sem ensk tunga er töluð og lesin verið undir- staðan undir þekkingu menntamanna á timgu okkar og bókmenntum. Ekki væru þá heldur til kennslubækur þær í íornri og nýrri islenzku, er út komu 1927 og síð- an hafa verið notaðar af nálega öllum, þeim, er íslenzku hafa numið. Þá væri heldur ekki um að ræða sagna-útgáfu þá, er hófst með Víga-Glúms sögu 1940 og ekki er enn vitað hve umfangsmikil kurrni að verða. Og stórviðburður verður það fyrir bókmenntir okkar þegar nýja útgáf- an kemur af orðabók Guðbrands, með við- auka þeim og lagfæringum, er Sir WilMam Craigie hefir nú í nokkur ár verið að vinna að. Þörfin á þeirri útgáfu er nú orð- in beinlínis knýjandi, og eflaust verður enn um nokkra áratugi að þeirri orðabók að búa. Það var okkur nýtt happ er Dr. Kenn- eth Sisam varð mest ráðandi í þessu mikla fyrirtæki 1920 og réð þar öllu því, .er hann vildi, um þrjátiu ára skeið, þ. e. til þess er hann lagði þar niður starf sitt til þess að helga alla krafta sína bók- menntalegum visindastörfum. Hann var hinn mesti atorkumaður, og sjálfin: hafði akranes hann numið islenzku, en þó mun meiru hafa ráðið þar okkur i hag alúðarvinátta hans við Sir WiUiam Craigie, þenna full- trúa islenzkra bókmennta, sem aldrei svaf á verðinum þar sem sæmd eða hagur Is- lands var annars vegar. Það er raunaleg saga, að sjálfir eigrnn við sök á því, að Clarendon Press gerði ekki miklu meir fyrir okkur meðan Sisam réð þar (og Mk- lega er það tilfelMð, að enn gæti þar áhrifa hans, þó að sjálfur sé hann ekki lengur í Oxford). Þó að undarlegt megi heita, skorti Grein þessi er eftir SNÆBJÖRN JÓNSSON skjalaþýðara. okkur skilning til að neyta tækifærisins og leggja þarna fram nokkurt starf sjálf- ir til þess að efla veg íslenzkrar menn- ingar úti um heiminn. Og efaMtið mundi Dr. Sisam ekki hafa séð þess nein merki að metið væri hér starf hans og áhugi, ef ekki hefði verið fyrir vakandi auga Ás- geirs Sigurðssonar. Það var hans verk að Sisam var sæmdur Fálkakrossi, og vitan- lega bar að ítreka þá sæmd með nýju stigi þegar hann lét af framkvæmdastörf- um; en svo var ekki gert. Þá var ekki lengur neinn Ásgeir á verðinum. En því fór fjarri að í þetta skjól fyki, þó að Sisam flyttist þaðan. Báðir þeir menn, Davin og Norrington, sem þá tóku við, eru alúðarvinir okkar og vilja með öllu móti styðja og efla veg íslenzkra bók- mennta meðal enskumælandi þjóða. Eftir er að sjá hvemig við neytum þeirrar að- stöðu, sem vinátta þeirra og góðvild skap- ar okkur, og Mka hvemig við metum hana við þá. Líklega er það sannast mála, að ef ekki væri skortur hæfra starfskrafta, mimdi nú vera frá Clarendon Press nálega ósMt- inn straumur íslenzkra rita með þeim frá- gangi að þau væri á ihinn æskilegasta hátt búin í hendur íslenzkulæsum mönnum á meðal enskumælandi þjóða — og við það mundi að sjálfsögðu þeim mönnum stór- fjölga. Sömuleiðis enskum ritum, er um íslenzk efni fjöMuðu. Forráðamenn stofn- unarinnar sjá vel hvað gagnlegt má vinna, og hvað nauðsynlegt er, í þessum efnum. Og ef þeir sæju það ekki sjálfir, þá hafa þeir sér við hönd þann fulltrúa lislenzkra mennta, er vart á sinn Mka um glögg- skyggnina. Það er víst að þeir hafa lengi séð það, hve mikil þörf er enskrar útgáfu af íslenzkum fomkvæðum, en hitt er tor- veldara að sjá, hvar finna mætti þann manm, er fær væri um að leysa þá útgáfu af hendi. Margt er það Mka, sem við gæt- mn óskað að sjá Clarendon Press senda frá sér, og þar á meðal er ný útgáfa af Prologomena Guðbrands fyrir útgáfu hans af Sturlungu, — að sjálfsögðu með mörg- um lagfæringum, viðaukum og skýring- um. Prologomena hans eru ekki gallalaust verk; i þeim eru meira að segja hinar furðulegustu firrur, kenningar sem enginn maður tekur nú trúanlegar, en ódauðlegt verk eigi að síður. Þar leifitrar hver s'iða af lærdómi, gáfum og andríki. Þar er bók, sem vékur og heillar. Það muii hún lengi gera. Efalaust á York Powell mikinn hlut í henr.i, en engu breytir það, að Guð- brandur rær ekki bátnum einsamall. En hver mundi sá á Englandi, að um útgáfu þeirra bókar væri fær að fjalla annar en Craigie? Og það vitum við, að hann hefir nú öðrum hnöppum að hneppa einmitt fyrir okkur. Miðlungsmaður verð- ur ekki í það settur að gefa út Prologo- mena, og útgáfan bíður síns tíma. En það skulum við vona, að einhverntíma komi hún, svo af hendi leyst sem vera ber. Og vel sé þeim, er Mfir það, að sjá hana. 1 stað hennar hefir nú Clarendon Press sent frá sér nýja bók, sem að nokkru leyti fjallar um sama efni, og þó með allt öðr- um hætti. Hún nefnist Origins of Iceland- ic Literature (25 s.) og er eftir G. Tur- ville Petre, prófessor við háskólann í Ox- ford. Hann er löngu kunnur fyrir þann áhuga á islenzkum fornbókmenntum, sem við megum vera þakklátir fyrir, og hann er ekki Mtill starfsmaður, hefir fengist nokkuð við útgáfu fornrita, þýðingar og önnur ritstörf. Þessi nýja bók hans er bæði stærst og merkust af því, sem enn hefir sést frá hans hendi, nokkuð hátt á þriðja hundrað síður, með drjúgu letri, og að auki þrjú facsimiles íslenzkra handrita og lítill uppdráttur af fslandi. Ekki ber að vita það, að þarna, i erlendrí bók, er aflag- ismyndin Vestmannaeyjar, þvi að hún sést i okkar eigin ritum (jafnvel þeim, sem til þess eru ætluð að fræða erlendar þjóðir um landið), enda þykir nii ekkert við það athugavert að þverbrjóta lögmál tungunnar. Höfundurinn skiptir bók sinni i átta aðalþætti (auk formála og registurs), en þeir eru þessir: 1. fsland í heiðnum sið; 2. Kristintakan á íslandi; 3. Fyrsta öld kristins siðar; 4. Ari og áhrif hans; 5. 125

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.