Akranes - 01.10.1953, Side 24

Akranes - 01.10.1953, Side 24
sem gekk. Eins og þið sjáið hér að framan heitir einn drengur Agnars Braga, Hannes Hafstein. Um það leyti sem drengurinn var skírður, var mikill hiti í stjómmálun- om, en Hannes Hafstein þá nýlega orðinn undir í baráttunni fyrir mótherja sínum Birni Jónssyni. Agnari Braga hefur ekki þótt hlýða að fylla flokk meirihlutans, eða snúa baki við foringja sinum, og til þess að sýna hug sinn í þessu efni, lét hann drenginn auðvitað heita Hannes Haf- stein. Segir Bragi að þá hafi ýmsir við- staddir rekið upp stór augu. Bragi var mikill hestamaður og átti á stundum margt hrossa og góðhesta. Þá voru fá ár á Klöpp, Jón Þorláksson frá Arkarlæk og kona hans Guðrún Sig- urðardóttir frá Litla-Sandi. Þaðan flutt- nst þau svo að Bfstabæ, en önduðust á spítala í Reykjaviík, Jón 1. sept. 1945, en Guðrún hinn 10. sama mánaðar sama ár. Þeirra hjóna verður nánar getið í sam- bandi við Arkarlæk. Næst kemur að Klöpp Ásgrimur Jóns- son, f. í Hlíðarhúsxnn í Reykjavík 16. júní 1882, sonur Jóns Grímssonar, sem ættaður var úr Reykholtsdal. Jón þessi Grímsson var bróðir Jódísar, konu Þorvaldar á Norð- ur-Reykjum og Ólafar, síðast á Barði í Reykholtsdal. Móður sina missti Ásgrím- ur úr mislingum þegar hann var viku gam- all. Þá var honum komið fyrir á Hlíðar- fæti, til Helga Sveinbjamarsonar og var þar til 8 ára aldurs. Eitt ár var hann hjá syni Helga og annað ár hjá Ingibjörgu dótur hans, það var hér á Suðurvöllum. Eftir það fór Ásgrímur upp í Andakíil, Reykholtsdal og Hálsasveit, og var þar á ýmsum stöðum. Hann hefur alltaf feng- ist við sveitavinnu en lítt stundað sjóinn. Kona Ásgríms var Kristín Daviðsdóttir f. 20. maí 1878 í örnólfsdal í Þverárhlíð, var faðir hennar bróðir Ólafs á Hvitár- völlum og þeirra bræðra. Ásgrímur og Kristín komu hingað til Akraness 1923 og hafa verið hér síðan á ýmsum stöðum, lengst í Presthúsum, Hliði, Skarðsbúð og á Klöpp. Konu siína misst Ásgrimur 2. ágúst 1952. Börn þeirra: 1. Sigurður, bóndi í Selhaga í Þverárhlið, kvæntur Ágústu Jónsdóttur frá Gunn- laugsstöðum, þeirra böm: Kjartan, Steingrímur, Magnús Guðvarður, Hulda og önnur stúlka óskírð. Ágústa var gift áður, og átti eitt bam með þeim manni. 2. Helga, gixft Halldóri Magnússyni, Svanahlíð og verður þar minnzt. 3. Guðrún, býr með Einari Ó. Júlíussyni, f. á Seyðisfirði, þau búa hér á Vestur- götu 123 og eiga einn dreng, Júlíus að nafni. Ásgrímur kann vel að hirða skepnur, og hefur yndi af þVi, og fer það vel úr hendi. Kindumar hans em fallegar, enda stríðaldar. Ásgrímur var lengi skepnuhirð- ir hjá síra Þorsteini Briem, meðan hann hafði bú í Presthúsum. Hann er vandaður maður til orðs og æðis. Nú er í gamla húsinu, Guðfinna Þor- kelsdóttir, f. 30. júní 1882 í Dalbæ í Gaul- verjabæjarhreppi. Maður hennar var Bjarni Guðmundsson, frá Múlastöðum í Flókadal, en þeirra verður nánar getið i sambandi við Hreiður. I nýja húsinu bjó samhliða Valgerði Helgi Þorláksson kennari við Gagnfræða- skólann hér. Það var veturinn 1944/5. Helgi er f. í Múlakoti á Síðu, sonur Þor- láks bónda þar Vigfússonar og konu hans Helgu Bjarnadóttur, en þau voru bæði Skaftfellingar. Kona Helga er Gunnþóra Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 'frá Vattarnesi við Reyð- arfjörð. Síðari veturinn, sem þau vom hér, áttu þau heima á Mánabraut 11. Þau eiga 5 drengi: Þorkell, Þorsteinn, Þorlákur Helgi, Þorvaldur og einn óskírður í nóv. s. 1. Helgi er nú kennari við Gagnfræða- skóla Austurbæjar í Reykjavík og kennir þar eingöngu íslenzku og söng. Hann er vel að sér i báðum þessum greinum og hefur yndi af að kenna þær, enda er hann t. d. mjög músikalskur og spilar ágætlega vel á harmóniium. Helgi er og bindindis- maður. Þar bjó einnig rnn tima Ari Jónsson, Arasonar Jónssonar frá Guðrúnarkoti. Kona Ara Jónssonar er Þórdis Magnús- dóttir, ættuð frá ísafirði. Systir hennar er Sigríður, kona Guðmundar á Gelti í Súg- andafirði. Böm Ara og Þórdísar em aðeins tvö, tveir drengir. Þórður, sem um mörg ár var veitingamaður hér í Bártmni og Jón, kvæntur Jórunni Eyjólfsdóttur frá Bræðra- borg. Allt þetta fólk á nú heima í Reykja- vik. Kona Jóns Arasonar, sem nú var ný- nefndur, hét Guðbjörg Jónsdóttir og var frá Isafirði. Þeirra börn: 1. Ari, sem nú var frá sagt. 2. Kristmundur, fórst af togara. 3. Sigríður, giift Bjama Bjamasyni úr Amarfirði. 4. Salóme, ekkja eftir Jón Magnússon smið frá Súgandafirði. 5. Matthildur, gift Guðmundi Jósefssyni, á Georgshúsi, umsjónarmanns gagn- fræðaskólahússins hér. Þar bjuggu einnig eitthvað Ólafur Guð- mundsson, áður í Miðvogi, og kona hans Kristín Jónsdóttir frá Ausu, þeirra verð- ur nánar getið í sambandi við Sólvelli. Þar vom einnig eitthvað Magnús E. Sigurðsson, f. 1890 að Hóli í Bolungar- vík, og kona hans Þórunn Bjömsdóttir, f. 20. ágúst 1885, að Skíðastöðum ytri í Laxárdal. Þeirra verður síðar getið í sam- bandi við Blómsturvelli. Þá voru þar lítinn tíma Steinar Sigur- jónsson, skipstjóra Kristjánssonar og kona hans Jóna Símonardóttir úr Keflavík. Börn þeirra: Sigríður og Elisabet Harpa. Þau hafa skilið samvistir. Enn bjó þar Sigurður Guðni Jónsson skipstjóri, f. 21. okt. 1918, í Lokinhömr- um í Auðkúluhreppi í Arnarfirði. Kona hans er Sigríður Ólöf Sigurðardóttir, f. 24. spet. 1915 að Hróarsstöðum á Vind- hælishreppi. Þau munu hafa komið í Skagann 1948, en áður verið eitthvað í Innsta-Vogi og í Görðum. Sigurður var dugnaðarmaður og bezti drengur. Hann fórst með m/b Val í ofsaveðri hinn 5. janúar 1952, ásamt 4 skipverjum sínum. Þeirra böm: Valgerður Sólveig, Jón Sig- þór, Guðrún Helga og Sigurður Guðni. Sigríður býr nú með þessum bömum þeirra í Melbæ, og verður þar síðar getið. Nú búa á Klöpp, Elinborg Sigurðardótt- ir, f. 6. júli 1889 á Miklholtshreppi. Fyrri maður hennar var Vorm Frímann Láms- son. Þau eignuðust 4 börn, þrjú þeirra eru á lífi, tvær stúlkur, og drengur sem heitir Lárus Beck. Síðari maður Elinborgar var Jón Kristjánsson. Þeirra böm: Trausti, sem á heitma hjá móður sinni, og Þuríður, kona Sigurðar Ámasonar frá Melshúsum. Á Klöpp er einnig fyrmefndur Lárus Beck Vormsson, ásamt unnustu sinni Guð- laugu Meyvantsdóttur frá Siglufirði. 91. Uppkot, Suðurgata 92. Árið 1889 byggir þetta býli Halldór Jónsson frá Skálpastöðum í Lundareykja- dal og flytur þangað það ár. Halldór var sonur Jóns á Skálpastöðum, Bjamasonar frá Vatnsorni, Hermannssonar, en móðir Halldórs og kona Jóns var Guðrún Jó- hannsdóttir frá Þingnesi. Kona Halldórs i Uppkoti var Kristín f. 8/2.—1851, Magnúsdóttir á Hrafna- björgum, Einarssonar bónda í Kalmans- tungu, Þórólfssonar. Fyrri kona Magnús- ar og móðir Kristínar var Þuríður Árna- dóttir frá Bjamastöðum i Hvítársíðu Guð- mundssonar. Þau Halldór og Kristín byrjuðu búskap á Kistufelli í Lundareykjadal líkl. 1883 eða ’84. Halldór byggði hér þegar bæ, er hann nefndi Uppkot, er honum þannig lýst í virðingargerð 5. des. 1890. „Eitt hús V2 stafir, 10 al. 6. timburgafl í báðum endum, þiljað hátt og lágt, málað innan, eitt skil- rúm, lítil eldamaskána, tréskúr við inn- ganginn, húsið er þrifalegt og bjart. Skemma á sömu lengd og húsið al. br. ársgamalt, virt kr. 350,00. Ábúandi Halldór Jónsson.“ Árið 1902 rífur Halldór hinn tiltölu- lega nýja bæ og byggir timburhús í Upp- koti ásamt Jóni syni sínum. I virðingar- gerð frá 9. des. 1902 er því þannig lýst: „Húsið er að stærð 8X9 al., vegghæð 5 al. 132 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.