Akranes - 01.04.1954, Síða 2
Til fróðleiks og skemmtunar
í Ijóðum og lausu máli
Ýmislegt um Ólaf lækni
Guðmundsson.
Enn eru hér á lifi menn sem vel muna Ólaf
lækni, ljúfmennsku hans og leikandi fjör og göf-
ugmannlega framkomu. Hann var ágætur læknir,
en var einn af þeim mörgu, sem of oft handlék
flöskuháls. Þrátt fyrir þetta þótti öllum vænt
um hann, þvi að hann var svo góður og elskuleg-
ur við nlla menn, kátur og kýminn án græsku,
á hverju sem gekk.
Óskar læknir Einarsson í Reykjavík, hefur safn-
að margvislegum fróðleik um eitt og annað, þ. á.
m. ýmsu um Ólaf lækni. T. d. skrifaði hann
grein um Ólaf i Lesbók Morgunblaðsins. — Hann
hefur og safnað saman ýmsu um kveðskap Ólafs
og kýmni, kemur hér nokkurt sýnishom af þvi,
sem hann hefur góðfúslega leyft mér að birta.
Ó.B.B.
Ólafur Sivertsen Guðmundsson læknir gegndi
aukalæknisembætti á Akranesi um fjögurra ára
skeið (1886—1890), áður en honum var veitt
Rangárhérað.
Einn er sá þáttur í lifi Ólafs læknis, sem ekki
hefur verið á minnzt, en það er fyndni hans og
leikandi hagmælska. Flest af kveðskap Ólafs er
nú gleymt, enda var litt til hans vandað frá hans
hendi og engu til haga haldið. Visum hans var
kastað fram í önn dagsins og tilgangur þeirra sá
einn að vekja gleði ferðafélaga hans eða heimilis-
manna.
Ólafur læknir var sem kunnugt er kvæntur Mar-
gréti systur Björns prófessorký Ólsen. Þegar þau
vom i tilhugalifinu bjó Margret hjá bróður sinum
i Rvík. og var svo umtalað milli þeirra að Margrét
skyldi gefa Ólafi merki um það hvort tækifæri
væri til heimsóknar með þvi að stilla tveimur
tvinnakeflum saman út i gluggakistuna. Ot af
þessu kvað Ólafur þetta:
Tvinnakefli tvö eg leit
á tali vera seint á kveldi,
efni talsins enginn veit,
þó um það tali mesti fjöldi.
Málfræðingur mestur hér
má nú sneyptur fá að þegja.
Sannfærður eg um það er
ei hann skilur hvað þau segja.
Eitt sinn brotnaði þvara læknisfrúarinnar og lét
laíknir Jón smiða nýja þvöru. Þá kvað Ólafur:
Þvöruna bjó til þarnana
þéttur Gerðisboli.
Með hagleik miklum hérnana
handa Möngu á Hvoli.
Hefði ég ekki hérnana
hitt þig Gerðisboli,
þá væri ekki þamana
þvaran til á Hvoli.
Eitt sinn sendi Ólafur læknir stúlku eina til þess
að sækja lampa, sem stóð í herbergi einu, sem
næturgestur hélt til í. Stúlkan brá sér út i fjós um
leið og þótti Ólafi dveljast við verkið. Þá kvað hann:
Svanninn átti að sækja ljós
til sveins, sem áður var til sjós,
en svo var feimin reftarós
hún ráfaði heldur út i fjós.
En ein til sagnar um það er nú yndisdrós.
Stúlku einni var mikið í hug eða annars hugar
og mismælti sig, enda var kærasti hennar kominn
í heimsókn til hennar. Ólafur kvað:
kærastinn til min kominn er
krásir dýrar þvi hafa’ eg vil.
Farðu þvi Inga fljótast í
franskbrauð að kaupa bakari.
Stúlka ein var að vefa voð. Ólafur gaf henni
snaps og kvað þetta i orðastað hennar og er sjáan-
lega stæling á kvæðinu: „Ég veit ekki af hvers-
konar völdum.
Ég veit ei af hverskonar völdum
svo voða skjálfhent ég er,
Einn rommsnaps frá hýrum höldum
úr heila fer ei mér.
En skyttan hún skýst mér úr hendi
ég skelf af hjarta og mund.
En hver veit hvar þetta lendir,
en kát er ég þessa stund.
Á Stórólfshvoli var í tið þeirra hjóna miðstöð
alls skemmtanalífs i sveitinni og voru þau hjónin
lifið og sálin í því. Eitt sinn var efnt til leiksýn-
ingar þar og segir Bergsteinn fræðimaður Krist-
jánsson, að Ólafur hafi ort mikið af einu leik-
ritinu. Síðasta visan hljóðar svo:
Þau eru að segja sál frá sál
að sitji hún ein við rauða borðið,
en hver má skilja keflamál
á kvöldin þegar seint er orðið.
Frænka Ólafs saumaði skyrtu handa manni ein-
um, sem Steinn hét og bjó nálægt fjalllendi. Þá
kvað Ólafur:
' Trænka gerði búningsbót,
sem brátt úr minni ei líður,
utanum fagurt fjallagrjót
fínan möttul stiiður.
a I Ger§,i, hjáleigu frá Stórólfshvoli, bjó gamall
maður, fom í hátttím. Hann hafði þarin sið að
segja hémana í stað héma og þamana i stað þama.
Fátt er um fæði, sem fenguð þið hér,
þvi fólkið á Hvoli er peningalitið,
en viljinn er góður og vonin þvi er,
að vel sé allt þegið. 1 dansinn nú flýtið.
Tröllum, húrra, hofsasa, fa ralla la la.
Það fæst oft í dansi, að lifa upp skrítið.
Eftirfarandi sagði Þórarinn hreppstjóri á Húsa-
vik mér, en honum hafði Ásgeir frá Knarramesi
Bfarnason sagt:
Jón hét maður einn og átti heima á Akranesi.
Hann hafði lengi verið i siglingum og þótti oft
bæta nok við tal sitt, eftir að hann kom aftur.
Hann tók þann sveitarlim, er Gaukur var nefndur
og var það viðurnefni hans. Þegar Gaukur andaðist
smíðaði Jón kistu hans og hélt ræðustúf að lok-
inni kistulagningu og var þá glaður af vini, en
Ólafur læknir rimaði ræðuna þannig vafalaust
einnig góðglaður:
Hér hvilir þú Gaukur, greyið mitt nok,
i þessum hvita tréstokk.
Áður varstu á Bakka og gerðir þar nok gott,
þótt ekki bærir þú mannvirðingarvott.
Siðan fórstu að Melum og miður það gekk.
Nú ertu í engla útvöldum flokk
syngdu nú hveitikom, þekktu þitt nok.
Eftirfarandi perodúr upp á „Blindni og hatur
héldu ráð“, eftir Matthias Jochumsson, orti Ólafur
um hreppsnefnd Akranes, eftir sömu heimild:
Þá hreppsnefndin sin heldur ráð
hreppstjórinn ræður einn,
grætur i böndum geistleg náð
en grettir sig Mettu-Sveinn.
Frimann og Salóme voru vinnuhjú Ólafs læknis.
Til gamans og striðni orti Ólafur um þau þessa
vísu:
Frímann fer á engi
um fagran sumardag.
Furðu er hann lengi
hiija, húja, húja.
Tekur margar rósir
og tinir ótal ber
töluvert af liljum
allt Salla handa þér.
Og Frímann hann breiðir út buruna sin
og býður: Ó leggstu hér kærastan mín
:/: Kom falla diteralla :/:
Leiðrétting:
I kvæðinu „Vormorgun bls. 54 i þessu blaði
hefur misprentast i 2. erindi 6. linu. Á að vera
svo: leika finn um vanga minn.
f >
8fni m. a.:
í ÞJÓNUSTU LlFSlNS.
★
LÍFSSKOÐUN.
★
ÖLDURÓT ISLENZKRAR MENNINGAR.
★
HANDRITAMÁLIÐ.
★
SKÁLHOLT í SKINI ALDANNA.
★
1 HAUST ÞEGAR HRlÐIN ÆDDI.
★
SAGA BYGGÐARSUNNAN
SKARÐSHEIÐAR.
★
HVERSU AKRANES BYGGÐIST.
★
UM BÆKUR..
★
STARFSÁRIN, FR. FR.
o. fl.
V---------------------------------'
Á forsíðu:
Efri myndin: Svörtu loft viS Snœfellsnes.
Þar hafa skip farizl fyrrr og siÖar.
NeSri myndin: Oliuskipið Clam, strandað
við Beykjanes.
38
A K R A N E S