Akranes - 01.04.1954, Síða 4

Akranes - 01.04.1954, Síða 4
þá Pétur Guðmundsson bónda og formann í Engey, Ölaf M. Stephensen sekretera í Viðey og Jón Snorrason hreppstjóra í Reykjavik. m.' Fleiri taka undir. Á 19. öldinni sáust ýmis vormerki með þjóðinni, þótt þeirra gætti lítt í slysa- vamamálum. Árið 1874 var merkisár í sögu þjóðarinnar, og til þess árs og síð- asta aldarfjórðungsins má margt þarf- legt rekja. Þetta merkisár 1874, hóf blaðið Isafold göngu sina með hinn merkilega mann Bjöm Jónsson, sem eiganda og rit- stjóra. Isafold tekur slysavamamálin fyrst allra blaða föstum tökum, skrifar um mál- ið og ber fram ákveðnar tillögur um björg- unartæki. Þar kemur t. d. fram á ritvöll- inn hinn þjóðkunni merkismaður Tryggvi Gunnarsson, sem ritaði þar m. a. langa grein, er hann nefndi: „Lýsi sem björg- unarmeðal í hafróti“. Segir hann þar og í fleiri greinum frá reynslu erlendra manna. Snemma í janúar 1884 dmkknuðu i einu og sama veðri 31 maður hér í Faxa- flóa. Eftir þennan átakanlega mannskaða ritaði Bjöm Jónsson langa og merkilega grein um þetta mikla vandamál, þann blóðskatt, er Islendingar væru alltaf að gjalda Ægi. Hér gerir Bjöm glöggan sam- anburð á okkur og öðrum þjóðum í þessu efni. En þvi næst ræðir hann um helztu leiðir til að minnka þessa ægilegu slysa- hættu. Fleiri menn vakna smátt og smátt til vitundar um þennan voða, og rita öðm hvoru um slysavamir í ísafold. Meðal þeirra má néfna: Árna Thorsteinsson landfógeta, Schierbeck landlækni, Áma Pálsson í Narfakoti og Hafliða Eyjólfsson í Svefneyjum. IV. Oddviti íslenzkra slysavarna. Nú kemur fram á sjónarsviðið sá mað- ur, sem fyrst og fremst má kalla föður og fyrsta forvigismann íslenzkra slysa- vama. Hugsjónamaðurinn, sem fylgdi fast eftir og barðist af mikilli elju fyrir virk- um slysavömum um land allt. Þessi mað- ur var síra Oddur V. Gíslason, fyrst prest- ur að Lundi í Lundareykjadal, en lengst af í Grindavík. Það liðu 15 ár frá því síra Oddur út- skrifaðist, þar til hann tók prestsvígslu. Þau ár átti hann heima í Reykjavík og stundaði mikið sjómennsku, og af kappi. Hann var þá, og einnig, er hann var prest- ur í Grindavík, formaður á skipi og tal- inn ágætis stjómari. Síra Oddur hefur um margt verið merki- legur og mikilhæfur maður. Hjá honum Oddur V. Gíslason, hinn mikilhœfi brautrySjandi í slysavarnamálunum. brennur eldur hugsjónanna, en lætur ekki sitja við orðin tóm, eða ásakanir í garð annarra. Nei, hann hefst sjálfur handa af eldmóði og áhuga, í ræðu og riti, en eigi aðeins huga, heldur og einnig hönd. Því hann ferðast um landið, til þess að kenna mönnum nýjungar, bæði um bætta nýtingu aflans, en einnig og ekki siður marg vislegar varanleg- ar slysavamir, er gerðu ótrúlega mik ið beint gagn, auk þess, sem það varð smátt og srnátt til þess að opna augu almennings fyrir þessari miklu nauð syn. Hann kenndi mönnum að gufu- bræða þorskalýsi, hann var milíill sundmaður og hvatti menn til að læra sund, og svona mætti lengi telja. Hann stofn- aði bjargráða- nefndir í mörgum sjávarþorpum og benti þeim m. a. á 10 mikilvæg ráð til þess að forðast slys í sambandi við sjó- sókn. Sira Oddur var einlægur trúmað- ur. Hann fór oft til Englands og sótti þangað ýmis góð ráð og fyrir- myndir i andlegum og verklegum efn- um, sem hann sparaði ekkert til að kynna löndum sínum. Síra Oddur ritaði um þetta í blöð, gaf út sérstaka bæklinga, auk þess sem hann ferðaðist um landið og talaði um fyrir mönnum. Með þessum marg- víslegu aðferðum hvatti hann fólkið til Guðstrúar, bættra verkunaraðferða og slysavarna. I einni grein kemst hann m. a. svo að orði: „Til tryggingar lífinu er, góð formennska, góð skip og útbúnaður, bindindið, lýsið, kjalfestupokar, sundið m. fl. Til tryggingar afla og efna er, sjó- sóknin, dugnaðurinn, lifsábyrgðin, hirð- ingin, nýtnin m. fl.“ En undirstöðuatrið- in frá hans sjónarmiði eru þó hin and- legu bjargráð: „Að ýta, sigla og lenda í Jesú nafni“. Ekki komst þessi merkilegi brautryðj- andi hjá aðkasti og beinu skítkasti og brigslyrðum ýmissa manna fyrir þessi störf sín, sem þeir töldu eiga rót sína að rekja til framhleypni hans og að láta bera á sér. Hann fór auðvitað að bera hönd fyr- ir höfuð sér, enda komu rá líka fram á ritvöllinn ýmsir stuðningsmenn hans, sem sáu hve þetta var lúalegt og langt frá réttu lagi. Menn, sem auðvitað sáu, og viður- kenndu þetta mikla og árangursrríka starf Afánaðarblad. Verð: . kr. IfiO drgangurinn. Borgist fyrir i. júli. Vpjntgn ógild nema kntnÍH pkrifltg til rií- stj. fyrir í. tejftember. 1. doyl, ar. Júni 1892. N’r. Ö. Drottimi tulaöi tll mín svo lútandi oröum: Eg hefl enga vttd í nokkur muöur i, hœtiö )»ví rúð yövart og liflö. Esek. XVllL,. I. ©g 3t. a 4 "4 6 * FS Il r. b> B P 5> “» 3? r r* r tr < 1 n í5 <9 B >* ? e gr % M £ .M Bnú þjer til vor, Drottinn. Súlm. XC., 13. ÍICMkiiranna CíuOJ Ut o»e rjetta viö aptur,ogþltt audlit iysa,,aö v^er^orðumhOlpnÍr, TitilsiSa „Sœbjargar", blaSs séra Odds V. Gíslasonar. BláS þetta, sem fyrst og fremst var helgaS slysavarnarmálum, kom út einu sinni í mánuSi frá ársbyrjun til ársloka 1892, 12 tölublöS alls. BláSiS var vel úr garSi gert, en mun þó ekki hafa fengiS þá útbreySslu sem skyldi, enda varS Oddur aS hœtta útgáfunni.

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.