Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 10

Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 10
SNÆBJÖRN JÓNSSON: HANDRITA- MÁLIÐ VART mun nokkru sinni hafa flogið sú fregn, er meiri undnm vekti um þvert og endilangt Island en þau tiðindi, er bárust hingað í öndverðum marz í vet- ur, að danska stjómin hygðist bjóða ís- lendingum þá lausn handritadeilunnar, að handritin yrðu sameign þessara tveggja þjóða og skyldi þeim skipt til geymslu í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Það var blaðið Politiken, sem frá þessu væntan- lega tilboði skýrði, og vitaskuld hefir það af stjómarinnar hálfu verið látið gera það, enda þótt annað væri gefið í skyn. Þess verður að gæta, að þama var verið að tefla þá refskák, sem stjómmálamenn temja sér. Blaðið sagði ennfremur, að yfir handritin í Kaupmannahöfn skyldi sett- ur islenzkur varðmaður, en danskur varð- maður yfir hin, sem í Reykjavík ættu að geymast. Þetta var þó siðar borið til baka, eftir að undirtektir hér urðu kirnnar, og má nú hver trúa því, sem honum þykir trúlegast um það atriði. En undarlega mikla sköpunargáfu hafði danska blaðið ef því hugkvæmdist að yrkja slíkt stef inn í drápu þá, er það hafði fengið í hendur. I svipinn vakti fregn þessi ekki aðeins undrun, heldur og sára gremju, því að flestum fannst að með slíku tilboði væri beinlínis verið að smána okkur — rétt eins og með hinni iilræmdu handritasýn- ingu háskólans í Kaupmannahöfn, sem furða var að ekki skyldi vekja meiri ill- indi og illvilja en raun varð á; hitt þó máske enn meiri furða, að við opnun þeirrar sýningar skyldi nokkur íslending- ur sýna sig og láta mynda sig brosandi. Hún gerði það ekki íslenzka konan, sem þá spurði eftir dönsku handritimum. Yit- anlega var það líka svo, að með tilboðinu hefði danska stjórnin verið að hrækja i andlit okkar ef hún hefði haft nokkurn skilning á því, hvemig við Islendingar litum á þetta mál og hve hugfólgnar okk- ur em þessar hartnær einu áþreifanlegu menjar löngu liðinnar fortíðar þjóðarinn- ar — menjar sem gegnum aldimar hafa geymt sál hennar. En sem betur fór, átt- aði fólkið sig skjótlega á því, að af skiln- ingi á þessu hafði danska stjómin enga glóm, að hún gerði tilboð sitt (eða hugð- ist gera það) af einlæglega góðum hug, án þess að vita eða skilja hvað hún var að gera. Og það er í frásögur fært, að jafnvel þeim, sem illvirki unnu, var beð- ið 'fyrirgefningar með þeirri röksemd, að þeir vissu ekki hvað þeir vom að gera. Miklu fremur bar okkur þá að fyrirgefa það, sem beinlinis var af góðum hug gert, hversu mikil fjarstæða sem það var — og reginfjarstæða var þetta vitanlega. Gremjan hvarf skjótlega, og eftir varð í hugum fólksins ekkert annað en sár, á- kaflega sár, vonbrigði. Því að tveir ráðu- neytisforsetar Dana voru búnir að lýsa yfir því áformi sínu, að leiða til lykta þetta viðkvæma deilumál, hið eina sem nú varpar skugga á vinsamlega sambúð tveggja skyldra þjóða og heldur vakandi minningum, sem við vildum gjama gleyma; því að ekki á nútiðin sök á því, sem fortíðin misgerði. En í stað þess að bæta misgerð á misgerð ofan, mætti nú- tíminn gjama læra af fomum yfirsjón- um að gera rétt. Það er lexian sem Long- fellow kennir svo fagurlega í hinu al- kunna kvæði sínu, The Ladder of St. Au- gustine. Lengi deildu Islendingar og Danir. 1 þeirri sennu féllu á báðar hliðar mörg þau orð, sem alveg vom óviðurkvæmileg og hvorirtveggja mundu svo einlæglega óska að aldrei hefðu mælt eða rituð ver- ið. Átti nú þetta að endurtakast? Nei, hamingjunni sé lof, það endurtók sig ekki. Og ástæðan sem bjargaði var sú, að Is- lendingar áttuðu sig fljótlega á því, að það sem virtist gert til að svívirða okkur og særa, það var gert af góðum hug, en sorglega óupplýstum. Tilboðinu mátti því ekki svara með fyrirlitningu eða ávítum; en á hinn bóginn bar að sjálfsögðu að svara þvi skýrt og skorinort, af fyllstu einurð og án þess að við gerðum okkur nokkra tæpitungu. Svar okkar átti að vera kurt- eist, en í því mátti ekkert vera tvírætt og það sem svart var, mátti með engu móti hika við að segja að svart væri. Þannig var því líka svarað. Eftir að kunnugt varð í Danmörku að tilboðinu yrði umsvifalaust hafnað, lét 'forsætisráð- herra Dana þau orð falla, að fyrir þá sök væri handritamálið skrínlagt og væri nú ekki lengur til umræðu. Þessu svaraði for- sætisráðherra Islendinga með orðum sem bergmáluðu um landið þvert og endilangt: „Ætli Danir sér aS skrínleggja handrita- máliS á þennan hátt, er þeim áreiSanlega óhœtt aS láta fleira íslenzkt en handritin í þaS skrín“. Langt var þá liðið frá því, að nokkur leiðtogi þessarar sundruðu þjóð- ar hafði gefið þá yfirlýsingu, er svo fyndi hljómgrunn í hverju íslenzku hrjósti — með nokkrum undantekningum í Kaup- mannahöfn. Af svipuðum skörungsskap svaraði menntamálaráðherrann nokkru síðar. En enginn svaraði þó einarðlegar AKRANES 46

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.