Akranes - 01.04.1954, Blaðsíða 18
sígild, og tengist lífinu og framtíðinni á
ný, þarf að hefja Skálholt úr þeirri ösku-
stó, sem það hefur um stund setið í. Því
að sú þjóð, sem ekki þekkir helztu áfang-
ana í sínu eigin lífi og sögu, — og heldur
þeim vörðmn við — og varðveitir allt i
sambandi við þá, er og verður æ eins og
reyr af vindi skekinn. Hún ræður ekki
við hin réttu verkefnin, og kann ekki
heldur að varast veilur eða vandkvæði
aldarfarsins á hverjum tíma. Hún kann
ekki að velja eða hafna, né sækja fram
eftir þeim leiðum, sem sagan vísar, og
er hverri þjóð hin mildi mælikvarði og
vegvísir.
Síðan hin konunglega tilskipun var gef-
in út um að þurrka Skálholt út úr lifandi
starfi og vitund þjóðarinnar, og leggja
þar niður biskupsstól, eru nú liðin tæp
170 ár. Þessi stóri staður hafði verið viti
þjóðarinnar og vegvísir um sjö glæstar
og göróttar aldir undirokaðrar þjóðar. Guð
náði slíka þjóð, sem svo er 'heillum horf-
in, að þurfa slikan tíma til þess að átta
sig og þekkja sinn vitjunartima.
Enclurreisn Skálholts
er þjóðarnauðsyn.
Seinlátir, sofandi menn ugga sjaldan að
sér fyrr en um seinan, svo er einnig um
oss í þessu máli, sem auðvitað ætti að
‘Wormorgunn
(1954)
Heyrum söng við sólarroð
sindrar á tindum vorsins boð,
vítt um leiðir Ijósvakans
leika Sunnugeislar dans.
Vakna ber, vorið er
veldisblítt að heilsa þér.
Lítum upp í heiðið hátt
heyrum lifsins gígjuslátt.
Móðir lífsins sumar sól
sveipar hlíð í grænan kjól,
gullin linda á fell og fjöll
fjólu bindi um gróinn völl.
Léttur blær, ljúft sem mær
leik finn um vanga minn.
Allt um kring fyrir eyrum manns
óma hljómar gróandans.
Æskufljóð og ungu menn
ykkar þáttur byrjar senn,
erfið kæra feðra-fold
frjóu og mildu gróðurmold.
Vekjum hug dáð og dug
drengir herðum viljans streng
Islands vösku vökumenn
víða biða störfin enn.
GuSm. Björnsson.
vera oss viðkvæmt þjóðemismál. Eftir að-
eins tvö ár verðum vér nauðugir viljugir
að halda veglega hátíð til minningar um,
að þá eru liðin 900 ár frá því að skóli og
biskupsstóll var settur í Skálholti. Það er
óhugsandi að láta það ár líða, án þess
að halda hina miklu hátíð, en hitt er jafn
óhugsandi, að halda þessa hátíð án þess,
að þá sé að verulegu leyti búið að reisa
Skálholt úr rúst og ákveða endanlega hvað
þar eigi að gera, svo að veg staðarins og
sóma þjóðarinnar sé sæmilega borgið í bráð
og lengd.
Til þess að þetta megi takast, þarf að
byrja strax og vinna vel, — og er þó auð-
vitað allt of seint byrjað. — Til þess þarf
mikið fé, en tiltölulega Htið, ef hver ein-
asti Islendingur leggur stein i þá veglegu
byggingu, og annað það, sem þar þarf að
gera til þess að þjóðarheiðri verði borgið.
Sá maður, af íslenzku bergi brotinn, sem
ekki gerir það, er ekki íslendingur leng-
ur. Hið íslenzka ríki, sem arftaki, og nú-
verandi eigandi hinna konungs-rændu
eigna, getur ekki heldur skotizt undan því
að gera skyldu sína á markverðan og
myndarlegan hátt.
Til þess að hægt sé að halda hina um-
töluðu hátíð á hinum helga stað og koma
í Skálholt, og halda þar veizlu eigi ógöf-
ugri en Klængur biskup Þorsteinsson hélt
við vígslu sinnar kirkju þar, þarf að leggja
nú þegar til þeirrar viðreisnar eigi minna
en 10 milljónir króna. Þær þurfa að koma
strax, þvi að nú þegar þarf að hefja undir-
búning og byrja strax á nauðsynlegustu
byggingum.
Helming þessa fjár ætti ríkið að leggja
fram af tekjuafgangi sínum á síðasta ári,
og láta það heita áheitafé til viðreisnar
Skálholti. Það svarar því, að ríkið greiddi
i eitt skipti fyrir öll til viðreisnar Skál-
holts, 5,555 kr. fyrir hvert ár í sögu stóls
og skóla.
Hinn helminginn, 5 milljónir, á öll þjóð-
in að leggja fram, en það svarar til þess,
að hvert mannsbam legði til aðeins kr.
33,33. Á einstaka stað í þessu landi 'hafa
svo forvitrir menn og þjóðhollir stjórnað
hreppsfélögum, að þeir hafa þegar gert
þessa skyldu sína. Er hér átt við sveit
síra Jónmimdar Halldórssonar. Allmargir
einstaklingar hafa og einnig gert þessa
skyldu sína, með fjárhagslegum stuðningi
við Skálholtsfélagið.
Það sem ekki fengist fljótlega á þennan
hátt, yrði ríkið að fá að láni til nokkurra
ára, innanlands eða i nágrannalöndunum,
sem sum a .m. k. hafa engu minni áhuga
á viðreisn Skálholts en vér sjálfir. Það
lán ætti að vera auðvelt að greiða smátt
og smátt, með ýmsu því, sem Skálholts-
félagið getur aðhafst til frambúðar fjár-
öflunar, eftir ýmsum leiðum, sem eru
auðfundnar, eftir að staðurinn 'hefur verið
reistur úr rúst. Það má t. d. gera með
fullkominni sögulegri kvikmynd, menn-
ingar- og kirkjsögulegri. Það má með út-
gáfu minningarrits um sögu staðarins ofl.
ofl. Allt þetta er sem sagt auðvelt, ef að
er gagnið af einlægni og áhuga, nokkrum
dugnaði og hyggindum.
Ég ætla, að það séu um 20 ár, síðan ég
ritaði sem svarar spannar langri grein í
eitt dagblað höfuðstaðarins, um niðurlæg-
ingu Skálholts. Nokkrum sinnum síðan
hefi ég sagt eitthvað þessu likt við nokkra
helztu ráðamenn þjóðarinnar, — og suma
þá, er nærri stóðu —: Sjáið þið ekki niður-
lægingu Skálholts? Munið þið ekki eftir
900 ára afmæli Skálholts, sem jafnframt
er í rauninni metnaðar- og minningarhátíð
um þá menningu, sem vér höfum mestri
af að státa? Skilst engum, hve slík hátíð
þarf mikinn undirbúning, og þá alveg
sérstaklega með tilliti til Skálholts.
Þegar ég var nú enn beðinn að minna
á þetta, gat ég vart skorast undan að reyna
að 'höggva í þennan sama knérunn, að
minna alþjóð á þetta nauðsynjamál. Eng-
um er ljósara en mér, að það er vandi að
fara höndum um helga dóma. En ef hjart-
að er með, einlægnin fullkomin og viðleitn-
in soralaus, fyrirgefst „fátækmn“ mikið.
Fyrir því er fullgild sönnun í þeirri helgu
bók, sem enn í dag, og um margar liðn-
ar aldir, hefur legið á altari Skálholts-
kirkju.
Vér tölum oft um land elds og ísa og
áþjánar. Það er ekki ófyrirsynju, því að
þjóðin hefur í þúsund ár þolað marga
raun og gengið mörg erfið spor, þótt vor
kynslóð þekki ekkert slíkt, og láti það sem
vind um eyru þjóta. En þegar allt kemur
til alls, — og þá með sérstöku tilliti til
síðustu 100 ára, — hefur líklega engin
þjóð í heiminum meira að þakka, meta
og muna en hin íslenzka þjóð. Og hvert
ætti hún að snúa þeirri þökk, nema til
Guðs sem gaf. Ef vér mettum þetta nokk-
urs, er það ógoldið, meðan vér tökum oss
ekki fram sem heild. Meðan vér erum ekki
allsgáð og fullvakandi fyrir þvi sem verða
má þjóð vorri í heild til sem varanlegastr-
ar blessunar. Eitt með því fyrsta sem mik-
ilvægt er í þeim efnum, er að rækja skyld-
ur sínar við 'helgar minjar og sögu þjóðar-
innar. Vér skulum byrja með því að gera
vel við hinn fomfræga stað Skálholt. Ger-
um það myndarlega. Gerum það fljótt.
Gerum það öll. Gerum þau heit með hækk-
andi sól. Þetta er vangoldin skuld allrar
þjóðarinnar. Það. að vér sitjum allra þjóða
mest sólarmegin í lifinu, ætti að hvetja
jafnvel vora matríalisku kynslóð til þess
að muna líka eftir því, sem veit inn, sem
er meira en matur og hvers konar mun-
aður. Viðreisn skálholts gæti þannig orðið
spor í rétta átt til skilnings á heilögu orði,
sem segir: „Heiðra skaltu föður þinn og
móður, svo að þú verðir langlífur í landi
þinu“.
54
AKRANES