Akranes - 01.04.1954, Side 20
Maríumessu reið Þorgils Böðvarsson suðr
á Nes við sjaunda mann ok gisti í Görð-
um at Þorleifs, ok fór yfir um fjörð ok
gistu í Saurbæ at Magnúss Ámasonar
Þetta virðist benda til, að hér sé
átt við Innra-Hólm, en þvi held ég, að
Ámi þessi hafi þá einmitt þar búið, að í
Sturlungu I. bls. 147, þar sem talað er
um að búið sé að gera virki um bæinn í
Tungu (Deildartungu), er Árni Borgnýj-
arson frá Hólmi, talinn einn þeirra manna
(af fjölmenni), sem þá er talið vera þar,
„ok gengu þeir allir á tal um þat, hverja
meðferð hafa skyldi, ef þeir stefndi þeim“.
L,klega hefur hér verið mn málsmetandi
mann að ræða, enda vart hugsanlegt að
annar hafi á þeim tíma búið á svo stórri
og kosta mikilli jörð sem Innri-Hólmur
hefur þá enn verið.
Þótt hér hafi venð talað um eyðu i á-
búendatali á Jnnra-Hólmi, að um 1220
er til fyrsti máidagi fyrir kirkju á Hólmi.
Enda þótt þar sé hvorki getið eiganda né
prests, ber máldaginn það greinilega með
sér, að þá hafi rikur maður haft ráð á
Hólmi, svo vel sem kirkjan er búin að
gripum og öðrum eignum, og samkv. þeim
máldaga fylgir sú kvöð, að þar skuli prest-
ur vera. Hér verður gengið fram hjá að
ræða nánar um kirkjuna i heild, því að
henni verða gerð sérstök skil síðar.
Einhvers staðar mun þess getið, að Þórð-
ur Flosason, sonur síra Flosa Jónssonar
officialis á Stao á ölduhrygg, hafi búið
á Innra-Hólmi, en þetta er mjög vafa-
samt og líklega alrangt. Hins vegar mun
hann hafa búið i Görðum. Hitt er það, að
til er afrit af bréfi, sean skrifað er á Innra-
Hólmi 1393—94, þar sem Þórður selur
Birni Einarssyni jórsalafara, Skjaldar-
bjarnarvík, er hann segist hafa erft eftir
son sinn Skúla. (sjá Fomb. s. III., 493).
Frumrit bréfs þessa, sem var eitt þeirra
mörgu, sem brunnu í Árnasafni í hinum
mikla bruna 1728, hefur þó ekki verið til
einskis, því eins og segir í fyrmefndri til-
vitnun fombr. s. „að það er lykill að ætt
Odds lepps, hvemig hún verði rakin upp
til fomaldarinnar, og er auðséð af ættar-
tölubókum, að ættfræðingar á 17. öld hafa
ekki þekkt bréfið, því að þeir rekja allir
ættina rangt., og svo hefur verið gert fram
yfir miðja 19. öld, þangað til Jón Sigurðs-
son ritaði um Odd lepp í Lögmannatali
í Safni II. 79—80, og hefur hann eflaust
byggt á þessu bréfságripi".
Mörg munu dæmi þess, að ríkismenn
og höfðingjar hafi gert miklar og marg-
víslegar tilraunir til að eignast fasteignir
(jarðir), og þá ekki sizt hinar beztu, höf-
uðbólin, hlxmnindajarðimar, þar sem hægt
var að hafa stór bú eða fá miklar leigur
eftir þær. Innri-Hólmur er gott dæmi um
þetta, þótt það dæmi, sem hér verður til-
greint, sé í engan stað ámælisvert að því
er virðist.
56
Maður er nefndur Ólafur Arason, Ólafs-
sonar ríka Kolbeinssonar prests í Saurbæ.
Ölafur Arason mun hafa búið á Fitjum, og
átti Valgerði Hákonardóttur sýslumanns
Björgólfssonar lögréttumanns Þorkelsson-
ar vellings á Fitjum. Hákon þessi hélt
Dalasýslu um 1500, síðar Þverárþing og
bjó að Fitjum. Kona 1: Guðrún Snorra-
dóttir. Sonur þeirra var síra Ásgeir að
Lundi. Kona 2: Margrét Þorvarðsdóttir,
lögmanns Erlendssonar. Dóttir þeirra var
fyrmefnd Valgerður, kona Ara Ólafsson-
at. /.íeirra sonur var Ólafur Arason fyrr-
nelndur, er átti Guðnýju Ásmundsdóttur.
Ólafur gerði kaupmálabréf við konu sina,
sem dags. er 25. spetember 1575, og er
prentað í Alþb. III. 2. bls. 409—10. Þar
telur Ólafur sér til konumundar jörðina
Innra-Hólm á Akranesi „hverja jörð að
hans móðir Valgerður Hákonardóttir hafi
honum skipt og skikkað í sína arfleifð af
hennar jarðagóssi í löggjöf eftir því sem
bréf þar um gjört vottar og útvísar“.
Næst á undan þessu bréfi er í Alþingis-
bókinni þessi umræddi gjömingur eða
skiptabréf Valgerðar á eigum hennar milli
barna sinna. Af þessu skiptabréfi Val-
gerðar má sjá, að hún hefur átt eftirtald-
ar jarðir: Innra-Hólm, Fitja, Sarp, Efsta-
bæ, Hliðarfót, Reyki, Þverfell, Iðunnar-
staði og Skeljabrekku.
Af þessu má sjá, að Innri-Hólmur hef-
ur á þessum árum verið í eigu Hákonar
sýslumanns eða Fitjamanna, þótt ekki
verði vitað hver eða hverjir búa þar á
þessum tima. Á þennan hátt, sem nú var
sagt, kemst jörðin svo i eigu Ólafs Ara-
sonar. Ekki verður séð, hvort Ólafur Ara-
son hafi búið á Innra-Hólmi, en vitað er,
að hann hefur búið í Botni og fleiri af-
komendur Ólafs Kolbeinssonar.
Þótt ekki sé vitað með vissu, að Ólafur
Arason hafi búið á Innra-Hólmi, þykir mér
það liklegt. Þykir mér það sem nú skal
sagt, fremur mæla með því en mót.
1 XV. bindi Fornbréfasafnsins bls. 630
—31 er máldagi fyrir Innra-Hólmskirkju,
árfærður undir 1575. Þar stendur svo:
„Item liet bondiim Are giora nijann kaleik
til kirkiunnar og galtt henne“. Þetta gæti
bent til, að einhver Ari hafi þá verið bóndi
þar, eða að Ari bóndi að Fitjum faðir Ólafs
hafi gefið kirkjunni þennan nýja kaleik,
jafnvel þótt Ólafur sonur hans hafi búið
þar, sem alls ekki er ólíklegt. Það getur
og lika átt sér stað að Ari hafi sjálfur hú-
ið þar nokkru áður og gefið kaleikinn, þótt
það komi ekki fram fyrr en í máldaganum
1575-
Á þennan hátt sem hér er sagt, eignað-
ist Ólafur Arason Innra-Hólm, en hann
lofaði Þórði lögmanni Guðmundssyni að
hann skyldi selja Þórði jörðina Innra-
Hólm „fyrstum nær hann vildi eða þyrfti
að selja með jafnaðar verðaurum“, eins
og það er skjalfest í Alþingisbókinni.
Ótaf þessum lögmála Þórðar lögmanns
í jörðina Innra-Hólm urðu mikil málaferli,
fyrst í héraði og á Alþingi, en hann var
dæmdur löglegur hæði í héraði og í Lög-
réttu, en á þennan hátt eignaðist Þórður
lögmaður Guðmundsson Hólm og er nú
lengi í eigu ættmenna hans. En auk þessa
urðu mikil og langvinn málaferli útaf
erfðamálum síra Ólafs Kolbeinssonar, sem
stóðu mjög lengi, jafnvel áratugi eftir
dauða síra Ólafs.
Þórður lögmaður mun aldrei hafa búið
á Hólmi, en nú mun nokkuð verða sagt
frá næsta ábúanda þar, sem er sonur Þórð-
ar.
Gísli Þóröarson lögmaður.
Gísli var sonur Þórðar lögmanns Guð-
mundssonar og konu hans Jórunnar Þórð-
ardóttur, prests i Hítardal Einarssonar.
Gisli mun fæddur um 1545. Hann mun
hafa stundað nám innanlands og utan og
komizt snemma til valda og metorða. Er
sagt, að hann hafi verið í vinfengi við
Bessastaðamenn og er talið, að hann hafi
fengið Gullbringusýslu fyrir eða um 1580
og stundum verið umboðsmaður í Kjósar-
sýslu. Hann 'hélt ísafjarðarsýslu 1589 og
hafði þar umboðsmann. Ekki hefur það
dregið úr valdi hans og metorðum að hann
fékk auðugt kvonfang, því að kona hans
var Ingibjörg, dóttir Árna sýslumanns
Gíslasonar á Hlíðarenda. Árin 1390—6
hefur hann haldið Ámesþing og síðan tek-
ið Kjósarsýslu og jafnframt verið aðstoðar-
maður föður síns i Borgarfjarðarsýslu. Var
lögmaður sunnan og austan 1606—13, en
sagði af sér fyrir Alþingi 1614. Fékk Arn-
arstapaumboð 1607 en sleppti því 1614.
Konungur hafði margvíslegar tekjur af
landinu og hinar ólikustu. Eitt var fálka-
tekjan, sem hann lagði sjálfur mikið upp
úr, og taldi forréttindi sín. Varð hann
æfur við Gísla lögmann, er hann leyfði
enskum manni fálkatekju og lét höfða mál
á hendur Gísla fyrir þetta tiltæki og greiða
500 ríkisdali í sekt. Er líklegt, að þetta hafi
fyrst og fremst valdið þvi, að Gísli sagði
af sér lögmannsdæminu, svo sem áður seg-
ir. Þó mun konungur ekki hafa ætlazt til
þess, heldur að láta hann og aðra valds-
menn vita, að þeim hentaði ekki að halda
uppi einræði konungs, þvi að þeir væru
aðeins undirgefnir umboðsmenn hans.
Börn Gísla lögmanns og Ingibjargar
konu hans voru þessi:
1. Henrik sýslumaður að Innra-Hólmi,
sem hér verður getið.
2. Steindór sýslumaður í Snæfellsnes-
sýslu.
3. Ámi lögréttumaður á Ytra-Hólmi, en
hans verður þar nánar getið.
4. Páll alþingisskrifari á Hvanneyri.
AKRANES