Akranes - 01.04.1954, Side 23
Guðjón var afburða lundgóður, svo að
öllum þótti vænt um hann og gott með
honum að vera, enda svo hjálplegur, að
hann sást lítt fyrir um eiginn hag. Hann
var um tugi ára á skipi með Bimi heitnum
í Ánanaustum.
Gróa, kona Guðjóns, var hin mesta
myndarkona. Hún andaðist 4. júní 1912.
Eina bam þeirra, sem lifir, er Guðmund-
ur E. Guðjónsson, skipstjóri á Suðurgötu
34- Hann er kvæntur Kristjönu Guðrúnu
borvaldsdóttur, Björnssonar sjómanns á
Eyrarbakka og konu hans Guðnýjar Jó-
hannsdóttur. Guðmundar og Kristjönu
verður síðar getið við það hús.
Guðjón Þórðurson tekur við í Kirkju-
bæ af tengdaföður sínum 1902, og liklega
er það fremur það ár en 1903, sem hann
byggir timburhús i Kirkjubæ, en líklega
er það 1909, sem hann stækkar það eitt-
hvað. Árið 1916 er það virt til brunabóta,
og er þá talið „7,5 X 5,5 m að stærð, hæðin
talin 5,2 m, forstofa, eldhús, ein stofa og
2 kamers, en uppi á lofti er eitt afþiljað
herbergi".
Árið 1908 fær Guðjón erfðafesturétt á
lóð þeirri, sem tilheyrir Kirkjubæ, en hún
er hvorki meira né minna en 699 fer-
faðmar. Hún er leigð til 80 ára frá far-
dögum 1908 fyrir 15 kr. árlegt gjald, það
hefur nú (1954) hækkað í 75 kr.
Eftir að Guðjón seldi Kirkjubæ, leigði
hann lengst af á Bræðraparti, hjá Jóni
Gunnlaugssyni og Guðlaugu Gunnlaugs-
dóttur konu hans. Guðjón var greindur
tnaður, las mikið íomsögurnar og skrif-
aði ljómandi hönd. Hann drukknaði í
Reykjavíkurhöfn á jólunum 1924.
Hér þykir mér rétt að geta þeirra syst-
kina Guðjóns í Kirkjubæ, sem ekki hefur
áður verið verulega getið í þessum þátt-
um. Einn þeirra var Þórðmr á Vegamót-
um, sem getið hefur verið í sambandi við
þann bæ.
Skal þá byrjað á Þórunni Þórðardóttur,
en hiin mun hafa verið f. á Reyni 15.
ágúst 1855. Hún giftist Ólafi Kjartanssyni,
ættuðum úr Stafholtstungum, en þau
bjuggu lengst af í Litla-Skarði, og þar eru
öll börn þeirra fædd, en þau vom þessi:
1. Kjartan, verkamaður, dó af slysförum
í sambandi við rafmagn 1930, í Reykja-
vík.
2. Kristín, gift Sigurði Sigurþórssyni verk-
stjóra í Hafnarsmiðjunni í Beykjavík.
Þeirra börn:
a. Ólafía, skrifstofustúlka hjá fyirtækj-
um frænda hennar Tryggva Ólafs-
sonar.
b. Sigurður, vélfræðingur, dó af slys-
fömrn í sambandi við rafmagn. Ókv.
c. Valgerður, dáin.
d. Hjörtur, kv. Sigrúnu Gísladóttur úr
Reykjavík. Þeirra dóttir Valgerður.
e. Sigríður, óg.
3. Indriði, brunavörður i Reykjavik, kv.
Rögnu Matthíasdóttur frá Holti. Þeirra
börn:
a. Ragnheiður, gift Baldvin Jóhannes-
syni. Þeirra börn: Ragna Bima og
og Birgir.
4. Þórður, útgerðarmaður i Reykjavík,
kv. Ingibjörgu Bjömsdóttur frá Hnaus-
um í Þingi. Þeirra böm:
a. Ásgerður, dáin.
b. Sigríður, gift Magnúsi Torfasyni lög-
fræðingi, Reykjavik. Þeirra börn:
Torfi og Ásgeir.
5. Guðrún, giftist Óskari útgerðarmanni
Halldórssyni, frá Georgshúsi á Akra-
nesi. Þeirra hjóna og bama þeirra er
rækilega getið i 4.—6. tbl. AKRA-
NESS 1951.
6. Björn Ágúst, verkstjóri hjá Tryggva
bróður sínum í Reykjavík, ókv.
7. Tryggvi, dó ungur.
8. Eggert, lýsismatsmaður Reykjavik, kv.
Ragnhildi Gottskálksdóttur, ættaðri af
Mýrum. Þeirra börn:
a. Sesselja, gift Jóni Guðmundssyni,
ættuðum úr Húnavatnssýslu. Þau
eru búsett í Bandaríkjunum og eiga
þessi börn: öm Eggert, Jórunn Hilda
og Jón Sigurður.
b. Ólafur, kv. Guðrúnu Þorsteinsdótt-
ur Reykjavík. Þeirra börn: Guðrún
Ástdís, Ragnhildur Unnur, Erla Þór-
uim og drengur óskírður.
c. Kjartan, kv. Elínu Ólafsdóttur úr
Reykjavík. Þeirra dóttir Aðalheiður
Svana.
d. Gottskálk, ókv.
e. Ragnhildur Sigríður, óg.
9. Tryggvi, forstjóri fyrir Lýsi h.f. í
Reykjavík, kv. Guðrúnu Magnúsdótt-
ur kaupmanns Sæmundssonar í Reykja-
vík. Þeirra böm:
a. Ólafur, kv. Ruth Helen Brainer.
Þeirra börn: Eiríkur Tryggvi, og
Pétur Friðrik.
b. Erla Guðrún, gift Pétri Péturssyni
frá Gilsbakka Magnússonar. Þeirra
dóttir Sigríður Svana.
c. Svana Þórunn, skirfstofumær hjá
föður sínum, óg.
Allt þetta fólk hefur verið duglegt og
myndarlegt og komið sér vel áfram.
Bróðir Guðjóns i Kirkjubæ og nýnefndr-
ar Þómnnar var Bjami Þórðarson. Hann
fór til Ameríku og átti heima i Leslie og
bjó þar með Guðrúnu Guðmundsdóttur
frá Garðhúsum, ekkju eftir Þórð kaup-
mann Guðmundsson, hálfbróður Ásmund-
ar á Háteig. Þeirra beggja er nokkuð getið
í sambandi við Garðhús, í 3—4 tbl. AKRA-
NESS 1948. Hún var ljósmóðir þar vestra
og hin mesta myndar kona, og tók þar á
móti a. m. k. á fjórða hundraði bama. Auk
þeirra bama sem þar er talið að þau hafi
fóstrað að meira eða minna leyti, munu
þau hafa alið upp þriðja barnið, sem Guð-
rún hefur heitið, en ekki veit ég hverra
manna hún var.
Einn bróðirinn var Jón Þórðarson, fór
einnig til Ameríku og bjó í Langruth, kv.
Guðfinnu Tómásdóttur, ættaðri úr Ámees-
sýslu. Þeirra böm:
1. Tómás, var í fyrra stríðinu og dó í
Frakklandi.
2. Frímann, kv. Sigrúnu ívarsdóttur. Mun
ívar þessi hafa verið bróðir Jónasar
nafnkennds manns, sem var lögreglu-
þjónn í Reykjavík á fyrri hluta þess-
arar aldar. Frímann og Sigrún munu
hafa átt 4 börn.
3. Guðjón, dáinn.
4. Viktoría Guðrún, gift íslenzkum manni.
5. Gústaf, dáinn, var kvæntur.
6. Bjami, kv. enskri konu, er Katheleen
iheitir. Þau eiga 2 börn.
7. Gordon, kv. enskri konu.
Að síðustu kemur svo Bjöm, fór einn-
ig til Ameríku og var bóndi í Amerant.
Um hann get ég lítið sagt, mun hann hafa
verið kvæntur íslenzkri konu og þau átt
3 börn.
Allt þetta fólk mun vera hið myndar-
legasta og duglegasta fólk og mjög frænd-
rækið og hugsa heim. Hafa a. m. k. 3
synirnir komið hingað heim til að sjá ætt-
jörðina og kynnast frændum sínum. Hafa
ef til vill komið oftar en einu sinni. Fyrir
nokkmm árum komu þeir þrír saman hing-
að á Akranes, en nánir frændur þeirra
munu þá fæstir hafa verið hér heima í
það skiptið. Þótti mér leitt að geta ekki
náð til þeirra í það skiptið.
Árið 1915 kaupa þeir bræður Eiríkur
og Magnús Sveinsson Kirkjubæ af Guð-
jóni og flytja þangað ásamt foreldrum
sinum Sveini smið Eiríkssyni og Sigur-
björgu Sigurðardóttur. Árið 1919 kaupir
Sigurbjörn bróðir þeirra part Eiríks, en
hann selur 'hann aftur Magnúsi bróður
sinum 1921.
Magnús Sveinsson, kvæntist 22. maí
1919, Hólmfríði Oddsdóttur frá Presthús-
um. Þau byrja búskap í Sóleyjartungu og
eru þar i tvö ár, þar til þau flytja að
Kirkjubæ 1921. Þar bjuggu þau svo með-
an bæði lifðu, og þar býr Hólmfriður enn
með börnum sínum.
Árið 1927 gerir Magnús húsinu mikið
til góða, lyftir því af grunni, hækkar kjall-
arann mikið og gerir hann íbúðarhæfan.
Nokkru siðar „forskalar“ hann allt húsið
og gerir þvi enn til góða.
Magnús gerist snemma vélamaður eftir
að mótorbátamir komu til sögunnar, bæði
hér heima og í Keflavík. Hann var vel
hagur og hinn liðlegasti verkmaður og
hafði mikinn hug á að bjarga sér, enda
var ómegðin mikil. Hér voru oft eyður
í atvinunni á þeim árum, fór hann hing-
að og þangað í atvinnuleit, oft langt í
AKRANES
59