Akranes - 01.04.1954, Side 24
burtu. Mörg síðustu árin vann hann hér
í Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni. Hann
var prúður maður og hinn reglusamasti.
Börn þeirra Magnúsar og Hólmfríðar eru
þessi:
1. Oddur Hannes, mjólkurhússtjóri á
Blönduósi, sem nýlega hefur tekið við
hjá Mjólkurstöð Samsölimnar í Rey.kja-
vík. Harm er útlærður mjólkurfræð-
ingur frá Danmörku. Kvæntur er hann
danskri konu, er Kirstin heitir. Þeirra
börn: a. Ingrid Isafold. b. Erla Freyja.
c. Magnús.
2. Aldís Fríða, gift Guðjóni Magnússyni.
Þau búsett í Sandgerði. Þeirra börn:
a. Guðni Frímann. b. Sigurður Haf-
steinn.
3. Sigurbjörg Ásta, gift Þorsteini Sveins-
syni kaupfélagsstjóra á Djúpa-vogi.
Þeirra börn: a. Hólmifriður. b. Sveinn.
c. Guðríður.
4. Sigurður, iðnnemi í vélvirkjun.
g. Guðmundur Vilmar, útskrifaður af
Vélstjóraskóla íslands.
6. Bragi, sjómaður. Unnusta hans er Kat-
rin Ólafsdóttir, smiðs Magnússonar í
Reykjavík og Valgerðar Kaprasíusdótt-
ur, konu hans.
7. Halldór, nemandi við Menntaskóla
Akureyrar.
8. Óttar Sævar.
9. Sigurlín.
Hinn 22. desember 1951 andaðist Magn-
út Sveinsson. Hann var fæddur í Staðar-
höfða 9. júlí 1892. — Hólmfríður er fram-
úrskarandi dugleg kona og lagði mikið
að sér að koma upp hinum stóra barna-
hóp, eigi síður en maður hennar, en við
fráfall hans léttist auðvitað ekki sá róð-
ur. Börnin eru öll efnileg, og hafa mik-
ixm hug á að menntast og komast áfram,
eins og hér hefur mátt sjá. Sem betur fer
má nú segja, að Hólmfríður hafi sæmi-
lega séð fyrir enda þess, enda er hún þeg-
ar orðin slitin af erfiði, því að lítt hefur
hún kunnað að hlífa sér, enda annað hent-
ara á svo barnmörgu 'heimili.
95. Mýrarholt — Mýrarhús —
Vesturgata 125.
Þetta er rétt fyrir innan Göthús, byggt
úr Garðalandi. Þar er fyrst byggt 1891, en
það gerir Guðmundur Ólafsson, sem áður
hafði hyggt, og búið í Vestri-Sjóbúð, sbr.
9.-—10. og 11.—12. tbl. 1950. Guðmund-
ur var sonur Ólafs Guðmundssonar og
konu hans Guðríðar Guðnadóttur, sem
1873 voru í Brekkubæ, (sjá 6.—7 tbl.
1947). Þau munu og eitthvað hafa búið
í Einarsnesi í Borgarhreppi og flytja það-
an 1867, að Litlu-Býlu í Akraneshreppi
hinum foma. Systkini Guðmundar í Mýr-
arholti voru þau Sesselja Ólafsdóttir, kona
Bjöms Jóhannssonar í Innsta-Vogi, og
Bjöm Ólafsson, kunnur form. hér, sem bjó
í Oddsbæ, og oft hefur verið getið hér áður.
Guðríður, kona Ólafs í Brekkubæ og
móðir Guðmimdar, Björns og Sesselju, var
systir Einars Guðnasonar, skálds á Sleggju-
læk (og um skeið hér í Miðvogi). Bróðir
þeirra var og Þórólfur, sem mun hafa
farið til Ameríku. Ég hefi það fyrir satt,
að Guðríður Guðnadóttir hafi verið prýði-
lega hagmælt. Þangað hefur Guðmxmdur
sjálfsagt sótt hina sömu hneigð, mun hafa
ort all mikið og laglega, þótt lítið eða ekk-
ert finnist nú af því lengur. (Ef einhver
kynni vísur eftir hann, væri mér kært
að komast yfir þær).
Fyrri kona Guðmundar í Mýrarholti
var Oddfríður Þorleifsdóttir, f. 8. nóvem-
ber 1854. Foreldrar hennar voru, Þorleif-
ur Bjarnason og Guðríður Sveinbjamar-
dóttir, búandi hjón á Garðsenda í Eyrar-
sveit. Oddfríður kvað hafa verið 'hin mesta
myndarkona. Þau Guðmundur áttu sam-
an tvö böm, Guðríði og Ólaf. Þau hjón
skildu samvistir eftir nokkur ár, og fór
Oddfríður til Ameríku 1887 með Guðríði
dóttur þeirra. Þá fer Ólafur sonur þeirra
að Svartagili í Norðurárdal, en aftur er
hann kominn heim að Mýrarholti til Guð-
mundar 1891, en fer einnig nokkru síðar
til Ameríku. Ólafur mun alltaf hafa átt
heima í Winnipeg, og verið þar húsamál-
ari, en mun ekki hafa kvænzt. I fyrra
heimsstríðinu gekk Ólafur í Canadiska
herinn 11. nóvember 1917. Var það 52.
herdeildin, er tók þátt i orustunni við
Cambrai á Frakklandi. Hann særðist þar,
og kom aftur heim til Canada 15. apríl
1919, þá vinnufær. Ólafur var fæddur í
Vestri-Sjóbúð 14. maí 1886, og mun vera
enn á lífi (1954).
Þegar Oddfriður kom vestur 1887, nam
hún land í Árnesbyggð, þar sem hún
nefndi að Mýrarhúsum. Árið 1894 fór
Oddfríður til ísleifs bónda að Brautarholti
í Ámesbyggð. Isleifur var f. 3. jan. 1867,
sonur Helga Gunnlaugssonar bónda að
Innri-Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd,
(ættaður af Austfjörðum), og konu hans
Herdisar Hannesdóttur hónda á Hjalla í
ölfusi, Guðmundssonar. Faðir þeirra
Hannesar á Hjalla, kvongaðist þrisvar og
átti 33 böm. Fjögur systkini Isleifs flutt-
ust til Ámesbyggðar. Helgi faðir þessara
systkina drukknaði í mannskaðaveðri 1870,
en Herdís móðir þeirra fluttist vestur með
Isleifi og Gunnlaugi 1885. (Saga V. ísl.
III. 300). Heyrt hefi ég, að Herdís þessi
væri systir Sæfinns (með sextán skó).
Barna Guðmundar og Oddfríðar hefur þeg-
ar verið getið, en börn hennar með Isleifi
vom þrjú: ísleifur, Herdís Petrína og Guð-
mundur, eftir því sem segir í sögu V. ísl.,
en heyrt hefi ég, að þau hafi verið fleiri,
en veit þó ekki sönnur á því. ísleifur þessi
mun hafa verið góður félagsmaður þar
vestra og tekið nokkum þátt í opinberum
málum. (Ef einhver Vestur-íslendmgur
gæti sagt mér nokkru nánar um þessi börn
ísleifs og Oddfríðar og afkomendur þeirra,
þætti mér vænt um það).
Síðari kona Guðmundar Ólafssonar var
Ingibjörg Ólafsdóttir frá Bámstöðum í
Andakíl. Foreldrar hennar voru: Ólafur
bóndi á Bárustöðum og Guðrún Jónsdótt-
ir kona hans, (systir Péturs bónda á Ytri-
Skeljabrekku, föður þeirra Sjóbúðarbræðra,
Jóns og Bjarna. Bróðir Ingibjargar var
Guðjón Ólafsson, maður Valgerðar í Bald-
urshaga. Ólafur á Bárustöðum dmkknaði
í Norðurá — niður um ís, — ásamt Hann-
esi Jónssyni bónda í Ausu.
Áður en Guðmundur kvæntist, átti hann
einn son, Bjarna, jámsmið, sem lengst af
átti heima í Borgamesi. Hann er dáinn
fyrir nokkrum árum. Kona Bjarna lifir
enn og heitir Ástríður Ólafsdóttir. Þau
voru bamlaus, en ólu upp barn eða böm.
Bjarni var góðviljaður maður, sem vildi
hvers manns vandræði leysa.
Ingibjörg Ólafsdóttir kom hingað að
Görðum 1890, þegar hún var 21 árs göm-
ul. Hún var eitthvað hjá Ásgrími bónda
þar og Guðrúnu konu hans, og giftist Guð-
mundi þaðan. Þá var Guðmundur farinn
frá Sjóbúð og búinn að byggja fyrmefnd-
an bæ, er hann nefndi Mýrarholt. Ingi-
björg missti Guðmund mann sinn eftir að-
eins tæpra 8 ára sambúð. Hann fékk skurð
af eggvopni — exi, — og hljóp fljótlega
svo mikið drep í 'sárið, að hann andaðist
af, 14. marz 1901. Þau Guðmundur og
Ingibjörg eignuðust 3 börn, en aðeins eitt
þeirra lifir, Björn Ólafsson, stórkaupmað-
ur í Reykjavík og fyrrverandi ráðherra.
Hann mun vera heitinn eftir frænda sín-
um, Bimi Ólafssyni í Oddsbæ.
Guðmundur var vel hagur maður, for-
maður á skipi sínu frá tvítugsaldri og þar
til hann lézt. Hann var vel hagmæltur
eins og áður segir.
Árið 1903 flytur Ingibjörg héðan suður
í Voga. Hún giftist öðm sinni Elís Agli
Péturssyni, trésmið og málara, ættuðum
úr Vogum, sonur Péturs Jónssonar og
Guðrúnar Andrésdóttur á Brekku. Þau
hjón fluttust fljótlega til Reykjavíkur, áttu
húsið á Njálsgötu 5 og hafa búið þar
lengi. Elis lá um mörg ár rúmfastur á
Landakotsspítala og mun hafa andast 1951.
Ingibjörg er nú orðin háöldmð kona, nokk-
uð farin að heilsu, en andlega heilbrigð.
Hún er greind kona, og talin mjög næm
fyrir andlegum áhrifum og kvað hafa
öðlast mikla reynslu í sambandi við dular-
full fyrirbrigði.
Böm þeirra Elís og Ingibjargar eru:
1. Guðrún, ekkja Adólfs heitins Bergs-
sonar. Þeirra böm: Vilhelmina, Ingi,
Konráð, Hörður, Elís, Bergm-, Ólafur
og Guðlaug.
Framhald á síSu 69.
60
AKRANES