Akranes - 01.04.1954, Síða 26

Akranes - 01.04.1954, Síða 26
SÉRA FRIDRIK FRIDRIKSSON: STARFSÁRIN III. Eíhti af prinsum kirkjunnar hefði ekki fengið aðgöngu í lútherska kirkju til að sjá bein kahólsks dýrðlings, sem hvíldi þar, en prótestantiskur prestur frá Islandi hefði fengið áheyrn hjá páfa og beztu viðtökur í Róm. Út af þessu spunnust blaða- skrif. Ég sá engar af þeim greinum og enda fymt yfir málið, er ég kom norður. Daginn eftir að ég kom til Hafnar, var hringt til mín frá Kristelig Dagbiad, og bað ritstjórinn mig um að koma á fund blaðsins og gjöra grein fyrir heimsókn minni til páfans. Ég svaraði á þá leið, að ef blaðið vildi mér eitthvað, gæti það sent til mín blaðamann og spurt mig, annars kæmi ég alls ekki, því að ég þyrfti ekki að gjöra grein fyrir heimsókn minni í páfagarð fyrir neinum i Danmörku; væri það nokkur, sem gæti virzt hafa heimild til að krefja mig reikningsskapar, þá væri það helzt biskupinu yfir Islandi, og varla þó, þar sem ég væri ekki þjónandi prestur kirkjunnar. Kristelig Dagblad lét sér þetta nægja og skrifaði ekkert um málið. En víða þar sem ég kom á ferðum mínum um sumarið, var ég beðinn að skemmta með frásögninni um þenna merkisatburð í lífi mínu, og gjörði ég það. Ég varð aldrei var við, að nokkur hneykslaðist á þessu meðal vina minna í Danmörku. Olfert Ricard sagði við mig: „Ég öfunda þig af þessu“. — Sá eini, sem ég vissi að var mér gramur, var Carl Moe. En svo bar við seinna um sumarið, að á ferð til Jótlands kom ég til Nyborg Strand á Fjóni, og hitti svo á, að þar var prestafundur. Ég vissi, að þar voru margir vinir mínir af prestum heimatrúboðsvinanna. Svo ég heilsaði upp á þá, og var mér boðið að sitja einn fund. Forsætið hafði síra Carl Moe. I fundarhléi gekk ég beint til síra Carls og heils- aði honum. Hann tók því vel, en með engri blíðu. Svo sagði ég: „Jæja, síra Carl Moe! Ég gæti nærri þvi fært yður kveðju frá hans heilagleika páfanum í Róm!“ Þá gat hann ekki stillt sig um að hlæja. Svo settist ég niður hjá honum og sagði hon- um eftir beiðni hans frá öllu saman, tildrögum og öllum atvik- um. Honum fannst þá ekki neitt hneykslanlegt við það, en sagði mér, að hann hefði skilið það þannig, að ég hefði sótt um og fengið einka áheym hjá páfa til að biðja hann að „kanonisera“ einn af hinum gömlu helgu biskupum íslands, og hefði sér fund- izt það ærið „stíft“ af lútherskum, trúuðum presti. Svo urðum við beztu vinir á eftir, og hélzt það, meðan við lifðum báðir. Nokkrum dögum eftir að ég kom frá Herlufsholmsmótinu, fór ég út í Jægersprís sumarbúðir. Þar iðaði allt og moraði af drengjum frá 11—14 ára. Þar var lika skemmtilegt og blærinn þó allt öðruvísi en hina dagana, en eiginlega fannst mér það jafnskemmtilegt á sinn hátt. I Jægersprís fékk ég bréf að heim- an frá Ingvari Árnasyni með þau stóru gleðitíðindi, að farin hefði verið sú fyrsta eiginlega útileguferð upp í Vatnaskóg. Förinni var lýst prýðilega. Tjöld voru fengin að láni, þar á meðal stórt tjald. Knútur Zimsen lánaði oss það og gaf veiðimannaskúr, sem kræktur var saman á homunum og fengin var hæfileg elda- vél í hann, svo var þetta allt flutt upp að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd og þau búsgögn er þurfti. Fóru þá fjórir eldri piltar með þetta uppeftir, tveim dögum á undan aðalflokknum, en hann fór að mestu fótgangandi yfir Svínaskarð, um Kjós, og kringum Hvalfjörð. Þessari fyrstu ferð var lýst vel og fjörlega. Þýddi ég bréfið á dönsku og las það upp fyrir sumarbúðaflokknum í Jægersprís, og vakti það mikinn fögnuð. Hugsjónin Jægersprís var nú loks komin að því að rætast í K.F.U.M. á íslandi. — Meðal drengjanna i Jacgersprís var einn tökudrengur frá Kiel, þýzkur. Við urðum góðir vinir. Hann átti að vera í Jægers- prís einn mánaðartíma. Um leið og ég fór, gaf ég honum annan 100,000 marka seðilinn, sem ég átti úr Berlínarförinni, og hugs- aði mér að gefa honum hinn seðilinn, er ég kæmi aftur frá Jót- landi, en ég sá eftir að hafa ekki gjört það strax, því þegar ég kom aftur var þýzka markið fallið, svo að hann hefði ekki einu sinni getað keypt eitt frímerki fyrir hann, hvað þá meira. Eftir Jægersprísdvölina fór ég til Jótlands og ferðaðist um á ýmsum stöðum og talaði á samkomum og var, eins og vant var, borinn á örmum vina minna og eignaðist nýja vini. Ég heimsótti Álaborg, og var mér þar fagnað að vanda. Fyrri hlutann í ágúst var ég á fimm daga móti í Börkop lýðháskóla. Þar voru saman komnir eitthvað um 60—70 verzl- unamemendur úr vefnaðarvörubúðum viðsvegar af landinu, þarf ég ekki að lýsa þessum árlegu sumarfundum, þar sem ég hef lýst þessum ágætu mótum áður, bæði fyrsta mótinu mjög ítar- lega, sem haldið var í Rönde 1921, og sömuleiðis skýrt frá mót- inu í Hoptmp sumaríð 1922. Var þetta þriðja mótið, sem ég var boðinn á. Þau urðu fastur liður á hverri sumarveru minni í Dan- mörk þaðan af. Hafa þessi mót fært mér dásamlega hamingju, ekki aðeins meðan á fundarhöldimum hefur staðið, heldur og á milli mótanna á heimilum fjölda margra kaupmanna í þessari grein. Meðal þeirra. kaupmanna, sem ég kynntist á mótinu í Börkap, var kaupmaður í Esbjerg, Thomas Vestergaard, og knýtt- ist með okkur vinátta, sem varð innilegri og sterkari eftir því sem árin liðu. Hið fagra heimili hans varð — sérstaklega á stríðsárunum, — sem heimili mitt, og átti ég þar margar un- aðsstundir. Hann átti tvo sonu og eina dóttur, sem enn þann dag í dag eru mér tryggðavinir og veita mér í viðmóti og fram- komu hlýju og nákvæmni, eins og ég væri faðir þeirra. Ég hef sjaldan kynnzt manni, sem betri heimild hafði til að hafa sem kjörorð orð Páls postula í Róm. 1,6, en Vestergaard: „Ég fyrir- verð mig ekki fyrir fagnaðarerindið, því að það er kraftur Guðs til hjálpræðis, hverjum þeim er trúir“. Þvi allir, sem komu inn á einkaskrifstofu kaupmannsins í einkaerindum, urðu að skrifa nöfn sín í sérstaka gestabók og fengu sérstakt ritningarorð, sem var skráð við nöfn þeirra. Ég hitti trúaða menn, sem sögðu mér: „Ég fékk fyrstu kynni min af kristindóminum inni á einkaskrif- stofu Vestergaards, sem leiddu mig til trúarinnar“. — En hann var líka mjög mikill kaupmaður, sem átti eina stærstu og feg- urstu verzlun í Esbjerg, og hafði orð á sér að vera með ráðum og dáð til hjálpar þeim, sem í nauðum voru. Hann var mörg ár formaður K.F.U.M. í Esbjerg og rækti það starf með mik- illi prýði og dugnaði. Heimili hans var stórt og rúmgott og mjög gestrisið. Hann hýsti þar einatt starfsmenn í Guðs ríki, sem komu til Esbjerg til að tala í K.F.U.M., eða til annarra kristi- legra erinda, og voru þeir þar eins og heimamenn. Haustið 1951, kom ég til Esbjerg 24. nóvember að heimsækja U.D. á fimmtug- asta afmæli unglingadeildarinnar, því að þeir telja mig stofn- anda hennar. Ég bjó þá í þrjár nætur á heimili hans, hjá upp- komnum bömum hans. Hann lá sjálfur á sjúkrahúsi, og kom ég þangað til hans tvisvar sinnum, og skildumst við mjög hrærð- ir eftir sambæn, þvi að við gengum út frá því, að við mundum ekki sjást aftur í þessu lífi. Ég bjóst við, að þetta yrði líklega mín síðasta Danmerkurferð. Tveim dögum seinna fékk ég dán- arfregn hans. Og á jarðarfarardaginn var ég á heimleið með „Gullfossi“ og gat aðeins sent loftskeyti til barna hans. Ég get um þetta hér, af því ég býst ekki við, að komast svo langt í ferða- sögum mínum að geta minnzt þessa á réttum stað. Nú 'hverf ég eftir þennan útúrdúr aftur til vefnaðarsölu- nemanna i Börkop. Þar varð mér margt til yndis, en ekki þó 62 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.