Akranes - 01.04.1954, Síða 28

Akranes - 01.04.1954, Síða 28
- THunÍð - Dráttarbraut Akraness °g Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts SÍMAR 159 og 39 ANNÁLL AKRANESS Gjafir og greiðslur til blaðsins, sem það þakkar innilega: Geir Thorsteinsson, útgm. Rvik., 100 kr. Magn ús Þórarinsson, skipstjóri Rvík., 200 kr. Einar Kristjánsson, byggingameistari Rvik., 200 kr. Jón Bjamason, heildsali, Rvik., 200 kr. Kr. Breiðdal veitingamaður Vegamótum goo kr. (sumargjöf). Sr. Jón N. Jóhannessen Rvik., 100 kr. Ólafur Ólafs- son veitingamaður Rvik., 300 kr. Bjöm J. Bjöms- son, verksmstj. Akranesi 100 kr. Eyjólfur bóndi Búason 100 kr. Guðmundur Sveinsson Tálkna- firði 100 kr. Ólafur Guðmundsson kaupm. Rvik., 100 kr. Jónmundur Gislason skipstjóri Rvik., 200 kr. Haraldur Samúelsson loftskeytam. 100 kr. Einar Ólafsson kaupm., Akranesi 100 kr. Helgi H. Hjartarson rafvirki, Grindavík, 200 kr. Hjúskapur: 10/4. Ungfrú Hrefna Ragnarsdóttir Akurgerði 11 og Kristmundur Ámason, sjóm. Skagahraut 40. 17/4. Eva Þórðardóttir Hvitanesi i Skilmanna- hreppi og Magnús Finnur Hafberg bifreiðastjóri. 17/4. Ungfrú Ólöf Sigriður Magnúsdóttir Merki- gerði 4 og Ingólfur Ágústsson vkm. Sunnubr. 22. 18/4 ungfrú Margrét Þorvaldsd. Ásmundsson- ar og Sigmundur Guðbjamason stud. chem Mána- braut 10. g/6 Ingibjörg Fjóla Björnsdóttir og Guðjón Ragnarsson, sjóm. frá Læk, Akurgerði 11. 6/6 Ungfrú Sigriður Þorbergsdóttir og Svafar Eliasson Kirkjubraut 15. Dánardægur: 26. febrúar andaðist á sjúkrahúsinu hér, frú Emelía Helgadóttir frá Kúludalsá, kona Kristó- fers gullsmiðs Péturssonar. 13. april s. 1. andaðist hér i sjúkrahúsinu Þur- iður Ámadóttir, siðast i Bæ, 83. ára að aldri. Hún var kona Sigurðar Jónssonar smiðs í Bæ, en dóttir Áma Þorvaldssonar hreppstjóra á Innra-Hólmi. Allra þeirra verður siðar getið i blaðinu. Dagheimili fyrir börn. Sjö félög í bænum hafa bundist samtökum um að koma upp dagheimili fyrir böm, til að byrja með í sumar. Hefur fræðsluráð og bæjarstjóm viljað stuðla að þessu, með því að lána til starfs- ins kjallarahæð bamaskólans. Er heimilið þegar tekið til starfa og verða þar i sumar yfir 50 böm. Byrjar þetta mjög vel, enda ekki annars að vænta, þar sem konurnar hafa aðal forystu og bera hita og þunga af starfinu. Þeim verður sjaldnast skota- skuld úr að framkvæma það sem þær ætla sér og má til heilla horfa eða hagkvæmdar. Ekkert gera þær með hangandi hendi, enda er fram- kvæmdin venjulegast með yfirburðum. Undirbúningsnefnd skipaði þetta fólk: Svafa Steingrímsdóttir, Ragna Jónsdóttir, Herdis Ólafs- dóttir, Dórótea Erlendsdóttir, Ólína Þórðardóttir, Pálína Þorsteinsdóttir, Eygló Gamalielsdóttir, Finnur Ámason og Þorgeir Jósefsson. Framkvæmdanefnd skipa: Finnur Ámason, Svafa Steingrímsdóttir og Ragna Jónsdóttir. For- stöðukona er Jónina Bjamadóttir og matráðskona Sigriður Guðmundsdóttir. Við hlið sér hafa þær svo fjórar unglingsstúlkur. Skíðaskáli. Skiðafélag Akraness hefur byggt sér glæsilegan skiðaskála i Vatnadal í Skarðsheiði, í landi Efra- Skarðs. Þaðan er hið bezta útsýni, og ágætur staður til skíðaferða á vetrum. Félagsmenn hafa verið mjög áhugasamir um þessa / byggingu og lagt mikið á sig til þess að koma upp þessum ágæta skéla. Til styrks og við- urkenningar fyrir þetta, gaf bæjarsjómin félag- inu bíl á s. 1. vetri, til þess að þeim verði hægara um vik og ódýrara að komast í skálann. Skemmtileg nýjung. Fyrir nokkmm ámm hugkvæmdist síra Jóni Guðjónssyni, að taka upp notkun fermingarkyrtla svo sem Norðmenn hafa gert um sinn og útbreiðst þar. Úr þessu hefur þó ekki orðið fyrr en nú við fermingu á þessu vori. Það mun samróma álit, að þessi samstæði ferm- ingarbúningur allra bamanna auki vemlega á há- tíðleik fermingarathafnarinnar, auk þess sem þetta er áreiðanlega mikill spamaður fyrir aðstandend- ur bamanna. Af því hvemig þetta hefur gefist hér, eru allir prestar hvattir til að taka upp þessa ágætu hugmynd. Hefur hún þegar verið tekin upp á Akureyri, og fleiri munu í undirbúningi um það, svo sem dómkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík. Allt slíkt sem betur má fara, er ódýrara, og gerir kirkjulegar athafnir fegurri og fjölbreyttari, er rétt að við fæmm okkur í nyt. Nýr bæjarstjóri. 1 byrjun maí tók hér við starfi nýr bæjarstjóri, Daníel Ágústínusson kennari, en þá lét af starfi Sveinn Finnsson, sem verið hefur bæjarstjóri síð- asta kjörtímabil. Þá hefur hingað verið ráðinn bæjargjaldkeri Andrés Guðmundsson frá Akureyri. Að togaraútgerðinni hefur og verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri, Kristmann Hjörleifsson frá Reykjavík, í stað Jóns Guðmundssonar, sem sagði starfinu lausu. Ölafur Bjöm ölafsson, sem lengi hefur verið bókari bæjarins, sagði því starfi lausu. Hefur hann tekið við forstöðu Bókaverzlunar Andrésar Níelssönar. Mannf jöldi á Akranesi. Um síðustu áramót var íbúatala kaupstaðarins 2913 manns (1448 karlar og 1465 konur). Af þeim voru 998 undir 14 ára aldri. Fyrir 10 árum, (31- des. 1943) var íbúatalan 2004. Hallgrímsvaka. Stúdentafélagið hér hafði hér í ldrkjunni kvöld- vöku 2. apríl s. 1., er það tileinkaði minningu Hallgrims Péturssonar. Þar var flutt erindi um Hallgrim af sira Sigurjóni Guðjónssyni og ýmsir félagar lásu upp úr verkum hans. Kirkjukórinn annaðist söng. Það sem fram fór var tekið á stál- þráð og siðar útvarpað. Mun þeim sem á hlýddu hafa likað þetta mjög vel. 64 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.