Akranes - 01.04.1954, Side 32
Allir sækjast eftir
$k/ó (fdtum
°0
Ferðnútbúnadi
frá okkur
Vörumerki okkar tryggir yður góðar og ódýrar vörur.
!'Belgiagerðin h.$.
Skpól$atagerðin h.$.
af hverjum Gunnar kimni að hafa lært
mest.
Ég vil í þess stað benda á það sem Gunn-
ar Dal getur ekki hafa lært af neinum, þvi
það er algert nýmæli í íslenzkri ljóðagerð,
en það er Myndrím hans á blaðsíðu 58
í Sfinxinn og hamingjan.
fslenzk ljóð eru yfirleitt byggð fyrir
eyrað fyrst og fremst, en Gunnar bregður
algerlega út af þeirri troðnu braut í þessu
kvæði og yrkir kvæði sem byggt er fyrir
augað. Með öðrum orðum, kvæðið byggist
á andstæðum og hliðstæðum eins og mál-
verk og lag byggjast á andstæðum og sam-
stæðirm lita og tóna. Kvæði sem jafnist á
við þetta hvað byggingu snertir hef ég
ekki séð á neinu máli en vilji einhver leita
einhvers svipaðs i íslenzkum ljóðum þá
skal honum bent á fslandsljóð Einars Bene-
diktssonar.
Annars er bókin Sfinxinn og hamingj-
an líkari úrvalsljóðum en byrjandabók og
mætti því telja Gunnar Dal í hópi þjóð-
skálda úr því hann hafði á valdi sínu að
yrkja slík kvæði og smekk til þess að birta
ekki þau, sem ekki voru önnur eins meist-
araverk, en þau hljóta líka að vera til.
Það er auðfundið að Gunnar Dal lætur
ekkert vanhugsað frá sér fara, þess vegna
eru kvæði hans líka ljós og eðlileg ef menn
aðeins gefa sér tíma til þess að lesa þau
vandlega. Hins vegar eru þau svo efnis-
mikil, að við yfirborðskenndan lestur sézt
flestum yfir margt.
Sérstök listaverk eru kvæðin Sfinxinn
og hamingjan og Tröllið og dvergurinn.
Hið síðamefnda er svo frábær lýsing á
alþýðu og yfirstétt, að öll alþýðuskáld ís-
lands, sem telja sér sjálf það til gildis, að
þau yrki rnn alþýðuna mættu vel við una
ef þau gætu í félagi ort eitt slíkt kvæði
en þess munu þau nú ekki umkomin.
Gunnar Dal hefur sýnilega ekki lagt
stund á að yrkja erfiljóð, en vegna þess
að erfiljóð eru ljóðin, sem ætla má að
allir þekki má ég til með að birta brot
úr erfiljóði.
Hrynur lauf i haustskóg minninganna.
Hálfur máni skin á blöðin auðu,
blöðin visnu, blöðin föllnu, rauðu,
sem blóði eru skráð úr hjörtum manna.
— Hvar er hlátur sumarsins og söngur,
sóldagur, er hvildu á brjóstum þinum,
nætumar, er skýldu i skugga þinum,
skarlatrauðri vör og augum ljósum?
— Laufin falla dökknar draumaborgin.
Disir minar safna bleikum rósum,
Minningin og systir hennar — Sorgin.
Þess munu nú fá dæmi, að ljóðabók
seljist svo að segja upp á svipstundu en
svo mun það vera með Sfinxinn og ham-
ingjuna. Er það gleðilegur vottur þess að
enn kunna nokkrir íslendingar að meta
úrvalsljóð.
68
AKRANES