Akranes - 01.04.1954, Síða 33

Akranes - 01.04.1954, Síða 33
SAGA BYGGÐAR SUNNAN SKARÐSHEIÐAR Framhald af síSu 57. r ent í Eskiholti, Þórunn átti síra Gunnar Björnsson að Hofi á Höfðaströnd, Guðrún s- k. síra Siguroar Oddssonar í Stafholti, Kristín, átti Sigurð lögmann Jónsson í Einarsnesi. Launsynir síra Jóns voru: Bjarni og Gísli og eru ættir frá þeim komnar. E) Halldóra Gísladóttir, fyrri kona Ölafs frá Sauðafelli, Hannessonar, Björnssonar frá Snóksdal. Mikill ætthringur er kom- ffln af Ólafi þessum, hann mun hafa átt 1 o eða 11 hörn með konunni, en þótt það næsta lítið, þvi Bogi telur í Smæv., að hann hafi átt hvorki meira né minna en 3i bam. F) Guðrún Gisladóttir, átti Magnús lög- tnann Björnsson í Vaðlaþingi. Foreldrar hans vom: Björn sýsiumaður Benedikts- son að Munkaþverá og kona hans Elín Eálsdóttir, sýslumanns að Reykhólum (Staðarhóls-Páls) Jónssonar. Magnús var talinn auðugastur maður á Islandi á sinni tið, enda fjárgæzlumaður mikill og þó höfðingi og rausnarmaður, en mjög fast leitaði hann eftir galdramönnum og var þar barn sinnar aldar, hann var fræðimað- ur, ættvís og skáldmæltur“. Böm þeirra, sem upp komust: Gísli sýslumaður að Hlíð- arenda. (Það er sá nafntogaði „Vísi Gisli“, „Lærði Gísli“ eða „Gjafa Gísli“, sem hafði hinar mestu mætur á framförum Islands og gerði djarfar og mikilsverðar tilraunir ýmislegar, sem kostuðu hann mikið fé. Kona hans var Þrúður Þorleifsdóttir, sýslu- manns á Hlíðarenda, Magnússonar. Þeirra börn: Bjöm sýslumaður í Bæ, Guðríður, átti Gísla biskup Þorláksson). Ennfremur voru börn Guðrúnar og Magnúsar lög- manns. Helga, átti Hákon sýslumann Gíslason í Bræðratungu, Björn sýslumann að Munkaþverá, Jórunn, er átti Jón sýslu- mann að Reykhólum, Magnússon Arason- ar, er átti Þorkel sýslumann Guðmunds- son á Þingeyrum. HVERSU AKRANES BYGGÐIST Framhald af siSu 24. 2. Guðmundur, kvæntur Guðrúnu Guð- mundsdóttur, ættaðri úr Garði. Þeirra böm: Ingibjörg, og ennfremur, dreng- ur og stúlka bæði óskírð. Guðmundur vinnur við fyrirtæki Bjöms Ólafsson- ar, hróður síns. Björn Ólafsson, sonur Ingibjargar og Guðmundar er f. á Akranesi 26. nóvember 1895. Hann var póstþjónn i Reykjavík 1908—16. Verzlunarmaður þar 1916—18, en stofnsetti það ár Umboðs- og heildsölu- firmað Þórður Sveinsson & Co., ásamt fé- Hga sínum Þórði Sveinssyni, siðar aðal- bókara Búnaðarbankans, sem firmað er við kennt. Bjöm hefur tekið mikinn þátt í bæjarmálefnum Reykjavíkur og var bæj- ar fulltrúi þar frá 1922—28. Hann hefur og verið alþingismaður Reykvíkinga um mörg ár og fjármála- og viðskiptamálaráð- herra. Hann hefur og lengst af frá 1937 verið einn af eigendum útgáfufyxirtækis- ins „Vísir" og einn af ritstjórum blaðsins. Bjöm var einn af stjómendum Gjaldeyr- is- og innflutningsnefndar frá 1931—40. Hann tók og mikinn þátt í iþróttahreyf- ingunni á yngri árum og hefur verið mik- ill stuðningsmaður hennar. Björn Ólafs- son er kvæntur Ástu Pétursdóttur M. skipstjóra í Reykjavík Sigurðssonar. Þeirra börn: Pétur, Ólafur, Edda og Iðunn. Árið 1901 kaupir Kristján Ólafsson Mýr- arholt og flytur þangað, ásamt konu sinni, Geirdísi Einarsdóttur. Bræður hennar voru Guðjón Einarsson í Fjósakoti, og Narfi Einarsson, sem lengi var hjá Ólafi Jóns- syni á Stóru-Fellsöxl, (föður Sigurðar Ól- afssonar rakara og þeirra systkina). Ekki veit ég mikið um ætt Kristjáns. Þar er þó til máls að taka, að Þorbjörg er kona nefnd, Ólafsdóttir, Þorsteinssonar frá Þyrli á Hvalfjarðarströnd, f. 1791. Maður Þorbjargar þessarar var Kristján í Mela- leiti í Melasveit, talinn launsonur Finns sýslumanns í Borgarfjarðar- og Snæfells- nessýslu, Jónssonar biskups Teitssonar, og seinni konu 'hans, Margrétar Finnsdóttur, biskups Jónssonar. Móðir Kristjáns í Mela- leiti og barnsmóðir Finns, var Kristín Markúsdóttir. Meðal bama þeirra Krist- jáns og Þorbjargar voru: 1. Sigurður, átti Þórunni Guðmundsdótt- ur. 2. Ólafur í Halakoti á Vatnsleysuströnd, átti Kristínu Aradóttur, þau bamlaus. 3. Þorbjörg, átti Teit Benediktsson i Skarðsbúð. Meðal þeirra bama var Benedikt í Sandabæ, faðir Vilhjálms í Efstabæ og Teits i Nýlendu. 4. Sigríður, átti Ólaf Ólafsson á Sýruparti. Þeirra börn: a. Magnús, átti lengst af heima á Norð- firði, og vann þar hjá Konráð Hjálm- arssyni kaupmanni og útgerðar- manni. Ókvæntur og barnlaus. TIL LANDS OG SJÁVAR þarfnast vóltækni nútímans traust og nákvæmt viðhald. VÉR BJÓÐUM YÐUR: Þaulvana fagmenn. Ákjósanleg vinnuskilyrði. Vélaverzlun vor er jafnan birg af hverskonar efni til jámsmíða og pípulagna. VÉLSMIDJAN HÉÐINN H.F. Sími 1365. — Seljaveg 2. s.______________________ ------------------------- Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafé- lags Islands 12. júní 1954, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1953. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félags- ins í Reykjavík og hjá afgreiðslu- mönnmn félagsins um land allt. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS AKRANES 69

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.