Akranes - 01.04.1954, Qupperneq 34
b. Kristján f. í Traðarkoti.
c. Sigríður, giftist Einari Eyjólfssyni
frá Sniðshúsum í Reykjavík. Þeirra
börn er mér tjáð að hafi verið:
í. Lárus Þorsteinn, kvæntur Guð-
únu Ólafsdóttur, ættaðri úr Rang-
árvallasýslu. Sonur þeirra, Óskar
Jóhann Amar, kvæntur Þórhöllu
Guðnadóttur, þeirra sonur, Lárus
Ýmir.
2. Kristjana Ólafía, tvígift. Fyrri mað-
ur, Gunnar, 'sonur Gunnars kaup-
manns Gunnarssonar í Hafnarstræti
í Reykjavík, dáinn. Þeirra börn:
a. Jóna Guðrún, gift enskum manni.
Þau munu eiga tvær dætur. Emu
og Þónmni Kristínu.
b. Gunnar, dáinn, kvæntur Jóhönnu
Þorgeirsdóttur. Þeirra börn: Gunn-
ar og Guðný.
c. Ema, dáin.
Síðari maður Kristjönu er Sigurð-
ur Þorsteinsson, hafnargjaldkeri í
Reykjavík, frá Hamri í Þverárhlíð.
Þeirra dætur: a. Þórunn, gift Ein-
ari Ágústssyni. Þeirra dætur, Helga
og önnur óskírð. b. Ema, ógift.
3. Elín Dagbjört, ógift.
4. Karl Ottó Friðrik, dó ungur.
5. Karl Ottó Friðrik, verkstjóri i Sápu-
gerðinni h.f. Hreinn. Kvæntur Hans-
ínu Jónsdóttur. Þeirra böm:
a. Guðmundur, kvæntur Huldu
Ágústsdóttur.
b. Karl.
c. Ágúst.
d. Inga Dóra.
6. Sigríður Oktavia, gift Gísla Magn-
ússyni, útgm. í Vestmannaeyjum.
Þeirra böm:
a. Óskar, kvæntur Láru Ágústsdótt-
ur. Þeirra börn: Erna, Hrefna og
Ágústa.
b. Ágústa, gift Lárusi Ársælssyni
Sveinssonar. Þeirra böm: Ársæll og
Ágústa.
c. Haraldur, kvæntur Magneu Þór-
arinsdóttur. Þeirra böm: Ema og
Sigríður.
d. Garðar Þorvaldur, ókvæntur.
e. Einar, dáinn.
Árið 1905 byggir Kristján litið snot-
xmt timburhús í Mýrarhúsum, er hann
nefndi svo eftir að hann kom þangað, var
það 8X7 álnir á hlöðnum kjallara, en við
gafl þess var inngangsskúr 3X7 álnir.
Lóðin var 507 ferfaðmar að stærð, leigð
til 80 ára gegn 12 kr. árgjaldi. Hún var
öll í vel ræktuðum kartöflugarði. 27. okt.
1909 fer fram virðing á húsi og lóð til lán-
töku, er húsið þar virt á 1150 kr, en lóð-
in á 507 kr., þ. e. 1 kr. ferfaðmurinn.
Kristján og Geirdís voru bæði hin mestu
snyrtimenni og óvenjulega þrifin, bar allt
þess vott, sem þau umgengust, úti og inni.
Kristján var lengst af á skútum, fjörmað-
ur og árvakur, glaðvær og lundgóður og
hinn bezti félagi. Menn vom misjafnlega
sjókaldir, sem kallað var. Ef illa gekk,
höfðu menn allt á homum sér, formæltu
öllu, grýttu því litla, er þeir drógu, ef fisk-
ur var tregur, tróðu það undir fótum og
létu öllum illum látum. Undir því líkum
kringumstæðum sagði Kristján aðeins:
„Hann er tregur núna blessaður". Kristján
var afburða fiskinn og fór vel með afla-
feng sinn.
Börn þeirra Kristjáns og Geirdísar voru:
1. Guðný, giftist Jóni Árnasyni, og
byggðu þau húsið Skálholt. Þar verður
þeirra nánar getið síðar. Þau áttu einn
son, Bjöm Jónsson, bílstjóra í Reykja-
vík. Hann var framúrskarandi prúður
maður og vandaður, dó ungur úr berkl-
imi. Hann var um eins eða tveggja
ára skeið bílstjóri Sveins Bjömssonar
forseta á Bessastöðum, og hefði óefað
haldið þeirri stöðu lengur, ef heilsan
hefði leyft. Kona Björns er Gunnvör
Braga Sigurðardóttir. Þeirra dætur:
Hildur Guðný, Amdís og Sigríður
Birna.
Guðný ól einnig upp systurson sinn,
Þorfinn Sævar Þorfinnsson, húsasmíða-
meistara i Reykjavík. Kona Þorfinns
er Margrét Jónsdóttir frá Bíldudal.
Dóttir þeirra er Dagný Ingibjörg.
Þau Guðný og Jón Árnason skildu
samvistir. Síðari kona Jóns heitir Mar-
grét. Þau búa í Reykjavík. Guðný hef-
ur einnig búið í Reykjavík síðan.
2. Ólafur, málarameistari, sem tók við
eftir foreldra sína í Mýrarhúsmn og
verður hér síðar getið.
3. Svanhildur. Fyrri maður hennar var
Sigursteinn Þorsteinsson, Benediktsson-
ar og konu hans Sigríðar Helgadóttur,
en þeirra hefur verið getið hér áður í
þessum þáttum.
Siðari maður Svanhildar, var Þor-
finnur Hansson frá Siglufirði, vélstjóri
og ágætur smiður. Þau áttu mörg börn.
Þorfinnur byggði húsið Þórsmörk við
Skólabraut 18 og verður þar nánar
getið.
4. Baldína, giftist Ólafi Þorsteinssyni. Þau
byggðu húsið Dagsbrún við Kirkju-
braut 42 og verður þar getið.
Framhald í næsta blaSi.
díæru kaupendur!
Ég vil minna á að gjalddagi blaðsins er um
mitt árið og vænti þess að þið vilduð góðfúslega
greiða það sem fyrst. Vinsamlegast greiðið póst-
kröfur fljótlega eftir að þær hafa verið sendar.
Með beztu kveðjum og ámaðaróskum.
Ól. B. Björnsson.
AKRANE S
70