Akranes - 01.10.1954, Page 5

Akranes - 01.10.1954, Page 5
Hann litur á lifið sem tilgangslausan hlut og ófrjóan ef það sé ekki borið uppi af Kristi sjálfum og fái ljóma, ávöxt og eilift gildi fyrir trúna á hann. Þetta má ekki aðeins sjá í ritum Einars, heldur einnig í liffi hans, list og starfi öllu. Um þetta atriði segir Einar m. a. svo: 5rÉ.g hafði á náms- og þroskaárunum oft hugsað um það, hvaða fyrirbrigði „listin" eiginlega væri, til hvers hún væri og hvemig og hvers vegna ég hefði tekið svona miklu ástfóstri við hana. Hún virt- ist liggja svo djúpt og ríkt í sál minni. En var þá listin ekki nokkurs konar aumingja- háttur, eins og ég hafði fyrrum heyrt suma segja? Efvað var hún út frá andlegu sjónarmiði? Var hún guðdómlegt fyrir- brigði eða ef til vill hið gagnstæða? Var hún i ætt við vængi eða viðjar? Var hún nokkurs konar segull, er með línum sin- um — formi og fegurð — dró sálir til jarðar? Eða var hún lyftir til andlegs lifs og ljóasins heima? Var hún einhvers töfra- og tröllkyns, eða var hún aðeins einfaldur slæpingsháttur? Gat hún máske átt það til að vera hvort tveggja — eða margt saman í senn, eða var hún veikindi, líkt og perlan í skelfisknum, eða var hún sjaldgæft skyndiblóm, er aðeins óx á úr- kynja kynstofni, helfró deyjandi ættar og ýmislegt annað? .... Listin var ein af gjöfum lifsins, sem unnt var að öðlast sér og öðrum til blessunar, en þó liiklegast fremur til bölvunar, vegna þess hve oft hún var misbrúkun á helgum gáfum. Þrátt fyrir það, að mér hafði að vissu leyti heppnast að fá útrás þessari þrá minni til listarinnar, gekk ég þess þó ekki dul- inn, að ég hafði undirgengist áhættusamt vandaverk. Virtist þó, að ekkert myndi sælla hér á jörð en sköpunargleðin, en heldur ekkert ábyrgðarmeira.... Allt, er ég sá og heyrði, fann og skynj- að af undrum tilverunnar, óskaði ég að geta á einn eða annan hátt endurskapað í list upp á mína eigin visu og helzt sem mest án allra utanaðkomandi banda. Allt minnti mig á listir og á einhvem undra- verðan og lifandi skyldleik með þeim. Alls staðar í náttúrunni, hvar sem var, sá ég list. En að öll þessi dýrð, er ég gat og mátti dá svo mikið, skyldi vera einmitt þar, sem hinn virkilega uppruna listar- innar var að finna, var mér þó ekki bók- staflega ljóst, fyrr en vinur minn einn varð til þess að benda mér á það með at- hugasemdum sínum........ Á meðan skaparinn sjálfur skrýðir bam náttúrunnar og bindur því klæði þess, fær það ekki það klæði af sér tekið, fyrr en kvöld þess er komið og sól hnigin. En þegar við emm svo máttug orðin, að hann sjálfur gefur okkur klæðið í hendumar, að við sjálf megum eftir vild skrýða okk- ur og prýða, þá býður sakleysið okkur að gjöra það svo smekklega sem hugboð okkar nær og koma síðan fram fyrir hann í þeirri öruggu von, að klæði þau, er hann gaf okkur í hendurnar, verði honum þókn- anlegur skrúði- En er tímar liðu, gleymd- um við honum, er skrúðann gaf, og mun- um nú vart lengur, hvers hann ætlaðist til með klaÁaburði okkar, gleymum yfir- leitt, hvort klæðin eigi að vera sniðin fyrir okkur, eða klæðin séu eingöngu klæð> anna vegna eða jafnvel Hka, að við séum fyrir þau gjörð..... Ef hugsanlegt væri, að hægt yrði að skapa eitthvað aðeins fyrir sjálft sig, og án alls sambands við tilveruna, myndi það aðeins bíða eftir að verða máð út, svo að engin merki yrðu eftir. Annað mál er, að það er gott og styrkir hvern þann hlut, sem til er búinn, að dreifa ekki á meðan huganum um of til annarra hluta, búa hann til eingöngu „sins eigin vegna“, á meðan á sköpun hans stendur, til þess, að hann skipi því betur þann sess, sem hon- um er ætlað að skipa í tilverunni“. í gegn um allt líf Einars, alla list hans og hugsun gengur takmarkið sem rauður þráður, þ. e. skýring hans og skilningur á fyrirætlunum Guðs með manninn ií til- verunni, og þá fyrst og fremst með hann sjálfan. Hann gengur þess ekki nokkra stund dulinn, að hann á að vera þjónn Guðs í list og lífi vegna mannanna, vegna tilveruxmar í heild. Hann telur, að menn- imir verði að aðlaga sig þessum vilja, þessum óendanlega æðri krafti, stjóm- anda og höfundi tilverunnar. Einari er alveg Ijóst, að fram hjá þessu verður ekki komizt og megi enginn komast, þvi að þá sé hann í samræmi við tilgang lífsins með fæðingu mannsins á þessari jörð. Hvar, sem gripið er niður hjá Einari, snýst þvi allt tnn viðhorf hans og ábyrgð gagnvart lífinu, og hvernig með það sé farið. Hon- um er ekkert vel við „múgdóminn“, um hann segir hann svo m. a.: .... „Hefur það ekki einnig alltaf veiið múgdómur- inn, sem komið hefur þeim til hjálpar, sem vildu misbeita valdi sinu til að kúga hina máttarminni? Eru það ekki ineðlim- ir hans, þeir samvizkusljóu, sem ræna rétti annarra? Er það ekki hann, sem í veldi s'nu kemur af stað milljóna bylt- ingu og gengur svo þar um garðinn, sem aðeins honum er lagið, i meðvitund um það, að hinn undirokaði múgur, þótt ann- ars öreigar séu, á heimsins stærsta hnefa? Og er það enn ekki hann, sem á svo sterkt ítak í einstaklingnum, að hann notar hann með likri samvizku og önnur dýr nota sér vopn sín, er þau hafa öðlast af hendi náttúrunnar sér til sóknar og varnar? Múgdómurinn skipar síðan einstaklingun- um í tvo flokka, sem svo er hægt að siga hvorum upp á móti öðrum, svo þeir geti múgmyrt hvorn annan með allri þeirri óendanlegu eymd og þjáningu, sem slíkt leiðir af sér, — samtímis eyðileggingu á mestum eða öllum hingað til fengnum menningarverðmætum“......... Ennfremur segir liann: ,.í trú, listiun og allri tilveru vorri væri gott að keppa að því takmarki, að ávaxta í oss ljós vorr- ar andlegu sólar umfram þann geisla, er oss veitist frá henni ií gegnum efnislífið“. Einn kaflimi í bók Einars er um „Tákn- mál tilverunnar“. Þar segir hann m. a. svo: „Þetta æðra mál geymist með ónumdu æðra lífi af mörgum enn óskilið, í tilver- unnar auðugu myndabók- Skilningartak- mörk fyrir hinu mikla táknmáli tilver- unnar eru þau aðeins, er gilda frá einu lífsformi til annars, því hið mikla sköpun- ar „orð“ ómar á hverrí stundu óheyran- lega út yfir allt lif, lýsir án þess að sjást, Framhald á síftu 137. 113 A K R A N E S

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.