Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 6

Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 6
Dr. OLOF LAGERCRANTZ: Ur. Olof Lagercrantz ÞEKKTASTI bókmenntagagnrýnandi Svía, dr. Olof Lagercrantz bregður í þessari grein upp gripandi mynd af sænskri skáldkonu, Edith Södergran. Þessi kona fór margs á mis í lífinu og lifð.i lengi i nábýli við dauðann. Slíkt fólk skapar oft sigildustu verk bókmenntanna. Edith Södergran er svipuð persnesku prins- essunni í ævintýri Topelíusar, en prins- essu þeirri rændi tígrisdýr, en síðar breytt- ist hún í lyngblóm á heiði einni á Lapp- landi. Ötal leyniþræðir tengja hana við norræna náttúru og samt eru áhrifin frá henni eins og gustmikill og blóðheitur gest- ur hefði farið hjá. Henni hefur verið unn- að og hún hefur verið dáð öllum sænskum ljóðskáldum þessarar aldar fremur. Þrjá- tíu árum eftir dauða hennar ættum við að þekkja hana rétt. En þeir, sem heitt er unnað, verða öðrum fremur ævintýraper- sónur. Unnendur þeirra taka eins konar einkaleyfi á þeim, bera þá á gullstól hug- myndanna og líta á þá gegmrni táramóðu ljú'fsárra minninga. Þegar ég fór að lesa verk hennar að nýju var ég í fyrstu blind- aður af ævintýramóðu minninganna og gat naumast komið auga á hana eins og hún var. En allt í einu sá ég allt aðra Edith Södergran en þá, sem ævintýrahefðin hafði skapað. Ég sá konu með svo margt óþekkt í fari sínu, að engin persnesk prinsessa í Lapplandi var jafnoki hennar- Það er þessi kona, sem ég ætla að segja frá. Edith Södergran hugsaði sér oft líkama sinn látinn. Hún skreytir hina látnu með rósum og dregur hring á fingur henni. Hún greiðir hár hennar og kveikir ljós við kistuna. Hún er álíka hugfangin af þessari sýn eins og Millais var þegar hann málaði hina látnu Ofelíu i vatnsliljutjörn- inni. Þegar látna konan hefur verið hjúp- LETKFANQ uð til fulls hefur Edith Södergran upprisu- leikinn. Svanhvit hvílir í glerkistunni sinni og biður þess að prinsinn komi og vekji hana. Kona hermannsins klædd brúð- arlíni og með barnið sitt á handleggnum liggur liðið lik á kirkjugarðinum. Þá kallar einhver, konan rís á fætur og hraðar sér til manns síns. í öðru kvæði liggur kona látin í svörtu sorgarherbergi. Allt í einu Ijómar rauður bjarmi yfir henni og englarnir héfja söng. Þeir syngja, að guð kalli á barnið sitt. Hin látna heyrir sönginn og svarar. , Já herra, ég kem“. I kvæðinu „Alvdrottningens spira“. liggur önduð kona á álagaskógi. Ástvinur hennar kemur að líkbörunum. Hann vill eklíi trúa þvi, að hún sé látin. Hann beygir liðina i stirðnuðum fingrum hennar og heldur silfurdúnshnoðra upp að öndunar- færunum til þess að vita hvort hún andi ekki, demantshring dregur hann af fingri hennar og þrýstir steininum inn í hvítt konuhörundið og loks lyftir hann henni upp og leggur hana að brjósti sér- En allt er árangurslaust og hann er örvæntingunni ofurseldur. Þá kemur drottning fljótanna til hans og lætur köttinn Elektrus spinna líf í hina látnu. Elskendurnir sameinast og hverfa inn í skóg, sem er fullur af fjólum. 1 þessu síðasta kvæði segir elskhuginn þegar hin látna vaknar. „Þú leikfang dauð- ans, nú hrærir þú jörðina að nýju með hvitu skónum þínum“. Gælunafnið er eðli- legt í munni ástfangins manns, en það héf- ur ekki erotíska merkingu, Leikfang dauð- ans er látin kona, sem farið er i upprisu- leik við. Það er sá leikur, Edith Söder- gran leikur í veikindum sínum, berklaveik- inni, sem fylgdi henni eins og skugginn allt frá bernsku til dánardægurs, þegar hún var á þrítugasta og fyrsta árinu. Hún klæðir brúðuna úr og í, brúðuna, sem er hennar eigin látni líkami, leggur hana í kistuna og kallar á kraftaverkið. I fyrstu kvæðabókinni kastar hin bros- andi blómarós teningum um hamingju sína og sér, að hún tapar. Hún hlýtur ekki venjuleg konuörlög. Hún hlýtur hvorki heilsu né ástir manns. En þegar hún kveður birtist hún undarlega köld og stolt eins og leikslokin hefðu verið í sam- ræmi við innstu þrár hennar. Það sem ten- ingurinn veitti henni var sjúkleiki, kvalir 114 DÁUÚANZ og dauði og hún reynir að sætta sig við hin nýju örlög. Hún minnir á konu, sem miskunnarlausir ættingjar hrifsa frá lif- inu og varpa í klaustur. Stoltið bannar henni að kveina og kvarta. tlún fer að leggja eyrun við tekstanum helga um kval- ir og þjáningar. Tveir hljómar mætast hið innra með henni en þegar er vitað hvor muni verða sterkari. Enn eru dyr opnar i allar áttir en hliðið, sem liggur til dauð- ans, lokast aldrei- Hálfnauðug fer hún að yrkja um yrkisefnið, sem átti eftir að verða hennar eina raunvemlega yrkiséfni — dauðann. Hún reynir að þverskallast við manninn, sem hún elskar, kallar hann spé- spegil og rotinn ávöxt. Hún breytir sér i kenjótta Tintómöru, sem vekur ástríðu hjá öllum, en elur sjálf enga þrá. Daga hausts- ins dreymir um vetrarfriðinn og snjóflygs- urnar, sem falla til jarðar. Elskhuginn breytist i valdsmann með kuldaleg augu Hann réttir henni kórónu, sem er höfði hennar ofviða svo að það hnígur niður að brjóstinu. Hann leggiu þunga hramminn á granna handlegginn hennar, hún þekkir hann aftur og finnur að titringur fer um hana. Nýi elskhuginn er að breytast úr manni holds og blóðs í dauðann sjálfan. Hún hyllir þjáninguna, sem réttir okkur lyklana að ríki dauðans, gefur dauðanum nýtt heiti, kallar hann bróður lifsins, sem mennirnir geti hallað höfði sínu að. Hún yrkir um konuna, sem elskaði kransa hinna dauðu og að launum hlýtur kórónu lífsins. Llún hefur vaknað í nýjum veruleika og getur stolt kallað sig hamingjugyðjuna. „Sofandi mær mcð svefndrætti“. Fyrsta kvæðabókin hennar er merkileg vegna tvihljómsins, sem í henni birtist. Hugmyndir og veruleiki blandast saman á undraverðan hátt. Eðlilegt lif hefur enn ekki misst öll tök á henni, en sá veruleiki, sem fetar í fótspor veikinda, kemur nær og nær, og brátt beinist öll athygli henn- ar að honum. Stutta stund villist hún út af 'SÍnni eigin braut. Ári eftir að fyrsta bókin hennar kom á prent brauzt rússneska stjórnarbyltingin út. Ári síðar finnska frelsisstriðið- Rauðliðar höfðu völdin í Raivola en voru hraktir á brott vorið 1918 eftir blóðuga bardaga. Þessir atburðir breyttu í raun og veru ytri aðstæðmn Edith Södergran. Hún hafði verið efnuð og haft fé til ferðalaga. I bemsku bjó hún skammt frá stórborginni St. Pétursborg og þar gekk AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.