Akranes - 01.10.1954, Qupperneq 8

Akranes - 01.10.1954, Qupperneq 8
TORRE PELLICE, höfubstö'bvar Valdesa á Ítalíu. T. v. á myndinni sé.st safniS, Museo Storiso Valdese;mentaskólinn, Collegio Valdese; heimavist- in, Convitto Valdese; ValdesahúsiS, Casa Valdese; kirkjan, Tempio Val- dese. — Alpafjöllin í baksýn. KIRKJAN ÓSIGRANDI i. Á, sem flettir blöðum kirkjusögunnar rekst þar á mörg allkynleg nöfn á hreyfingum þeim, sem veittust gegn hinrii ríkjandi kirkju bæði í fornöld og á mið- öldum. Hreyfingar þessar voru barðar nið- ur með harðri hendi, já, m. a. s. með blóð- ugum ofsóknum, og ferli þeirra flestra lauk á einn veg, sem sé með algerri tor- timingu. En þær reyndust kirkjunni ekki auðveldar viðfangs. Jafnskjótt og ein hreyfingin var yfirbuguð, brauzt önnur fram annars staðar og stefndi yfirráðum kirkjunnar í bráðan voða. Villutrúin var alltaf að skjóta upp kollinum i ýmsum myndum og undir ólíkum nöfnum, en þó var hún að meginefni ofin sömu þráðum allt frá manikeum fornaldarinnar til kat- ara og albigensa miðaldanna. 12 og 13. öldin var í sérstökum skilningi tímabil margra andlegra hreyfinga, sem runnu að mörgu leyti í annan farveg en hin róm- versk kaþólska kirkja og áttu því blóðug- um ofsóknum að mæta af hennar hálfu. 1 hinni ofstækisfullu baráttu gegn villu- trúnni, leiddist páfakirkjan út í þær öfg- ar, að hún hratt frá sér ýmsum flokkum manna, sem hefðu annars getað orðið vekj- andi raust og endurnýjunarafl innan veggja kirkjunnar. f því sambandi ber sér- staklega að nefna Valdesana, sem hafa með undursamlegum hætti lifað af blóðugar krossfarir páfakirkjimnar í um 700 ár og starfa enn í dag þrátt fyrir öflugan and- róður hinnar voldugu og auðugu róm- versk kaþólsku kirkju. Á fyrstu ofsóknar- timunum leituðu Valdesar afdreps í a'f- skekktum dölum í sunnan- og vestanverð- um Alpafjöllum, og unnu þar heit að því að standa fast saman um það, sem var þeim hjartfólgnast í þessum heimi, tmz yfir lyki. Heilög ritning var dýrasti fjár- 116 sjóður þeirra, og lögðu þeir mikla stund á fræðslu biblíulegra sanninda, enda kunnu þeir margar greinar hennar utan bókar. Gerðu þeir kröfu til að vera arftak- ar postula Jesú Krists og tengiliður milli postulakirkjunnar og siðbótartímans. Kenningar Valdesa féllu mjög í sama far- veg og siðbótarmanna, enda slógust þeir mjög fljótlega, eða nánar tiltekið árið 1532, í lið með þeim og mynduðu evangeliska kirkju á ftaliu og Frakklandi, sem nefnd- ist Valdesakirkjan og starfar enn í dag í hinu fyrrnefnda landi. Er Valdesakirkjan stærsta, evangeliska kirkja Ítalíu á vor- um dögum. Valdesar voru áreiðanlega öflugasta vakningarhreyfing miðaldanna, en vegna ofsóknanna bæði fyrir siðbót og eftir þrengdist hagur þeirra svo mjög, að nærri lá algerri tortímingu. Orðtakið alkunna, að ,,blóð píslarvottanna sé útsæði kirkjunn- ar“ reyndist ekki sannmæli í Valdesa- kirkjunni, og það dylst engum, sem sögu þeirra les, að björgun þeirra frá að hljóta sömu örlög og aðrir flokkar manna, sem settu sig upp á móti forræði rómversk kaþólsku kirkjunnar í andlegum efnum. var fyrir manna sjónum undursamlegt kraftaverk. II. Hér verður þvi ekki lýst, hvernig Valdes- ar lifðu af óttalegar ofsóknir hinna myrku miðalda, enda mundi sú frásaga gersam- lega sprengja þær skorður, sem stuttri tímaritsgrein eru settar. Hér verður held- ur engin grein gerð fyrir margháttuðu 6tarfi Valdesakirkjunnar á ftalíu 'fyrr og síðar. Hins vegar verður hér sagt frá því tímabili í sögu Valdesa, sem geymir end- urminningar um skelfilegustu ofsóknirnar, sem yfir þá hafa dunið, enda lá þá afar nærri, að þeim yrði algerlega útrýmt. Sautjánda öldin var einn allra dimmasti tími í sögu Valdesanna. Þá höfðu þeir geng- ið til bandalags við siðbótarmenn í öðrum löndum og urðu því eins og þeir að þola grinmiúðlegar ofsóknir gagnsiðbótar róm- versk kaþólsku kirkjunnar, en þær komu enn þyngra niður á Valdesum en öðrum mótmælendum, af því að þeir voru í fremstu víglínu. Því varð mannfall þeirra mjög tilfinnanlegt, já, við lá, að þeir yrðu stráfelldir. 1 þröngum og vegalausum Alpadölum höfðu þeir lifað af um 33 öfsóknir á tíma- bilinu frá 1300 fram yfir miðja 17. öld. I myrkri miðaldanna og baráttu siðbótar- tímans stóðu þeir á verði um það, sem var dýrmætast í þessum heimi, og sú sam- heldni veitti þeim nærri því óbugandi frels- isást, styrk og átthagatryggð. Þeim óx ás megin, er þeir heyrðu um sigra siðbótar- innar í miklum hluta Norðurálfunnar, og þeir ákváðu að byggja kirkjur i þessum afskekktu fjalladölum og vitna með djörf- ung um trú sína. f ofsóknum 16. aldar- innar hafði Valdesum verið útrýmt í hinni blómlegu nýlendu þeirra i Kalabríu á Suður-Italíu, þar sem þeim hafði þó verið heitið trúfrelsi, en þó héldu þeir að- stöðu sinni i dölunum á Norður-ltalíu fram yfir miðja 17. öld. Þar var þvi um langa hríð griðastaður allra þeirra Itala, sem að- hylltust evangeliska. trú. Árið 1655 rann upp mesti þrengingartími i sögu Valdesa. Þegar hvorki dugðu hótanir né blíðmæli, þá var gripið til róttækari ráðstafana til að útrýma villutrúnni. Samkvæmt ein- dreginni kröfu páfa lét hertoginn í Savoy loks til skarar skríða gegn hinum friðsömu dalbúum, sem uggðu ekki að sér. Her her- togans tók höfuðborg dalanna, Torre Pell- ice, herskildi, og Valdesar flýðu til fjalla. Herforinginn vissi, hvílíkar fórnir það AKRANES

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.