Akranes - 01.10.1954, Page 9
hlyti að kosta að leggja til atlögu við þessa
hraustu fjallabúa i ógreiðfæru fjalllendi,
og reyndi því að buga þá með brögðum.
Lézt hann vilja semja frið, og fékk þá til
að sýna drottinhollustu sína með því að
taka liermenn inn í byggðir sinar, þótt
foringjar Valdesa, Janavel og Léger, leggð-
ust fast á móti þvi, enda grunuðu þeir her-
foringjann um græzku. Grunur þeirra var
lika á rökum reistur. Laugardaginn fyrir
páska, 24. apríl 1655, höfust hermennirn-
ir handa um að útrýma Valdesum, er
setuliðið í Torre Pellice, sem átti að halda
uppi ,,reglu“ í dölunum, hafði gefið hið
umsamda merki. Þesisum blóðugu ofsókn-
um má einna helzt likja við ofsóknir heið-
ingjanna á hendur kirkjunni i frumkristn-
inni, enda er talið, að um 7 þúsund Valdes-
ar hafi látið lífið á þessum blóðugu pásk-
um 1655. Jesué Janavel gat flúið til fjalla
ásamt allmörgum trúbræðrum, en kona
hans og tvær dætur féllu þó í hendur of-
sækjendanna. Herforinginn skoraði á hann
að gefast upp og afneita trú sinni og
mundi honum þá verða fyrirgefið, en að
öðrum kosti yrði kona hans og dætur
brenndar á báli og mikið fé lagt til höfuðs
honum. Janavel svaraði á þessa leið: „Hót-
anir þínar geta ekki knúð mig til að af-
neita trú minni, heldur verða þær ein-
ungis til þess að staðfesta mig i henni. Þú
getur aðeins eytt dauðlegum líkömum
konu minnar og bama, ef þú varpar þeim
á bálið, en sálir þeirra fel ég Guði á vald
fullviss þess, að hann muni vera þeim
miskunnsamur og einnig mér, ef lionum
skyldi þóknast að láta mig falla i hendur
þinar“.
Janavel kom ungum sjrni sinum á ör-
uggan stað erlendis, en snéri sjálfur aft-
Minnismerki Henri Arnauds í Torre Pellice.
ur til trúbræðra sinna til að leggja allt í
sölurnar fyrir trú þeirra og frclsi.
Fregnin um hina blóðugu páska barst
eins og eldur í sinu um lönd mótmælenda
og vakti fádæma viðbjóð. Cromwell hinn
enski kom á samtökum meðal evangeliskra
manna í ýmsum löndum til að mótmæla
hryðjuverkum þessum og hann beitti sér
fyrir samskotum handa Valdesum. En
kvæði Miltons, sem ort var í tilefni of-
sóknanna, átti þó hvað mestan þátt í að
vekja samúð með málstað Valdesa. Upp-
haf þess er á þessa leið:
Avenge, o Lord, thy slaugther’d saints whose
bones
Lie scatter’d on the Alpine mountains cold;
Even them who kept thv truth so pure of old,
When all our fathers worshipp’d stocks and
stones.
III.
Nú áttu Valdesar friði að fagna um
næstu tvo áratugi, þótt auðvitað væri
hvorki um trúfrelsi né borgaraleg réttindi
að ræða. Þessu friðartimabili má einna
helzt likja við lognið á undan storminum.
Að áeggjan Lúðvíks 14. Frakkakonungs
gaf hertoginn í Savoy út þá fyrirskipun
árið 1686, að trú Valdesa — „villutrúin"
— skyldi nvi upprætt i eitt skipti fyrir öll,
kirkjur þeirra jafnaðar við jörðu, prestar
og kennarar sendir í v'itlegð og börn þeirra
alin upp í klaustrum eða á heimilum róm-
versk kaþólskra manna. Þegar þessi skelfi-
legu tíðindi bárust til eyrna mótmælenda
i Sviss, þá ákváðu þeir að veita Valdesum
landvist, ef hertoginn í Savoy veitti þeim
leyfi til að hverfa úr landi, en Valdesar
tóku þá djörfu ákvörðun áð hopa hvergi og
verja átthaga sína, meðan nokkur maður
staíði uppi. Þetta heit sitt staðfestu þeir
fyrir augliti Guðs við hátíðlega altaris-
göngu á páskum 1686. Þá var hin gamla
hetja þeirra, Janavel, í vitlegð, en hinn
nýi foringi þeirra var presturinn ILenri
Arnaud.
Baráttan virtist vonlaus. Fjöldi manns
lét litfið, öðrum var varpað í fangelsi eða
neyddir til að ganga í rómversk kaþólsku
kirkjuna, og sVo virtist sem Valdesakirkj-
an væri úr sögunni. Franskur liðsforingi
skrifaði heim til sín á þessa leið: „Allir
dalimir eru lagðir í eyði, ibúamir fallnir,
teknir til fanga eða teknir af lifi“. Litill
hópur Valdesa hafði samt dulizt i fjöll-
unum, og vildi alls ekki gefast upp og
heldur ekki fara úr landi nema trúbræð-
ur þeirra, sem fangelsaðir höfðu verið
fengju að slást í för með þeim. Veittu þeir
her hertogans svó miklar skráveifur, að
hann sá sér loks ekki annað fært en að
ganga að skilmálum þeirra, til þess að
binda endi á þessar sílfelldu róstur. Að-
fangadag jóla 1686 var föngunum sleppt,
og urðu þeir að fara yfir Alpafjöllin í
vetrarsnjónum. Mörg hundruð þeirra dóu
Kirkja Valdesa i Torre PelLice, byggS til minning-
ar um trufrelsis- og mannréttindaskipunina 1848.
á leiðinni af bjargarskorti og kulda, enda
illa fyrirkallaðir til fjallaferða vegna
slæmrar meðferðar i fangelsunum. Tæp-
lega þrjú þúsund Valdesar komust yfir
fjöllin til Genfar og var þar tekið með
kostum og kynjum. Janavel var einn i
hópi þeirra, sem fögnuðu flóttamönnunum
við komu þeirra til borgarinnar, en varð
sárhrvggur í huga, er hann komst að raun
um, að leiíar einar höfðu bjargazt. Valdes-
ar dreifðust nú um Sviss og önnur evan-
gelisk lönd. Sumir fóru til Þýzkalands eða
Hollands og síðar til Ameríku. Héldu þeir
lengi tungu sinni og háttum við lýði, en
runnu síðar saman við evangeliskar kirkju
deildir í viðkomandi löndum.
IV.
Margir Valdesar, sem setzt höfðu að i
Sviss og öðrum nálægari löndum, gátu
hvorki gleymt hinni fögru feðra byggð,
né sætt sig við þá tilhugsun að bera bein-
in annars staðar en þar. Henri Arnaud
var staðráðinn í því að fara fyrir þeim,
sem sneru aftur lieim, og lagði hann áætl-
anir sínar um heimför fyrir Janavel, hinn
aldna og þrautreynda foringja Valdesa.
Undirbjuggu þeir brottförina með hinni
mestu leýnd og stefndu þeim karlmönnum,
sem treystust til að leggja í þessa of-
didfskuför, til móts við Genfarvatnið hinn
16. ágúst 1689. Janavel gat ekki fylgt
löndum sinum og trúbræðrum vegna þess,
hve ellimóður hann var orðinn, en kvaddi
þá við landamærin og lagði þeim mörg
hollráð, enda var enginn jafn kunnugur
f jöllunum og hann. Henri Arnaud kaxmaði
lið sitt handan landamæranna, og reynd-
ist það vera goo manns. Þeir völdu sér
erfiðasta fjallaveginn til að forðast óvin-
ina, en mættu samt töluverðri mótspyrnu
á leiðinni, svo að liðið týndi mjög tölunni.
AKRANES
117