Akranes - 01.10.1954, Blaðsíða 15
sundurbrotni unglingur að byggja upp
nýtt líf, hlaut kraftaverk að gerast.
1 einverunni leitar Frans að ljósi fram-
tíðarinnar. Morgun einn kom hann í birt-
ingu í litla kirkju, og heyrði þá prestinn
lesa 10. kapitula í Matteusar guðspjalli, 6.
vers: „Og á ferðum yðar skuluð þér pré-
■dika og segja. Himnaríki er i nánd. Læknið
sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa,
rekið út illa anda, ólteypis hafið þér með-
tekið, ókeypis skuluð þér af hendi láta.
Fáið yður ekki gull né silfur né eirpen-
inga í belti yðar, eigi mal til ferðar né
tvo kirtla, né skó, né staf, því verður er
verkamaðurinn fæðis síns“.
Þegar presturinn hafði skýrt þessi orð,
sagði Frans glaður: „Þetta er það, sem ég
af öllu hjarta óska að breyta eftir“.
Fáeinir vinir Frans komu til hans frá
Assisi og þeir bjuggu saman í hrörlegu
hreysi, og hér hófst sú reynsla, sem átti
eftir að hafa mikla þýðingu og mikil bless-
un skyldi hljótast af. Frans vildi, að hann
og vinir hans skyldu lifa eftir fyrirmynd
Jesú í .hvívetna, bæði hugur og verknað-
ur skyldi helgaður honum. Sem leiðar-
vísi skyldu þeir hafa fjallræðuna skýring-
arlaust, eins og skrifað stendur „sine
glossa“, eins og Frans var vanur að segja.
Það, sem bindur fólk fastast við þessa
jörð eru peningar og þess vegna eru hugir
þess fullir af hugsunum um jarðneskan
auð. Frans hafði snúið baki við öllu þessu,
og fyrsta krafa hans til þeirra, sem vildu
fylgja honum, var sú, að þeir seldu allar
eignir sínar og gæfu andvirðið fátækum.
Hörðum höndum áttu þeir að vinna fyrir
fátæklegu brauði, og brauð var hið eina,
sem þeir máttu taka við af öðrum. Pening-
um máttu þeir ekki veita viðtöku. Vinim-
ir skildu fullkomlega orð hans um að vinna
bug á freistingum og hvötum, þegar þeir
sáu hann strá ösku á mat, sem honum
fannst sérstaklega girnilegur og þegar
holdlegar hvatir héldu fyrir honum svefni
að nóttu til, fór hann 'fram úr rúminu og
steypti sér í iskalt fljót til þess að kæla
girndarhitann. Áður en hann sendi vini
sína, 1 o að tölu, i predikanaferð lagði hann
þeim á hjarta, að þeir skyldu afneita heim-
inum, vinna bug á líkamlegum hvötum
og gera líkamann sér undirgefinn. Kæru
vinir, þér skuluð boða fagnaðarerindið,
erindi friðar og afturhvarfs. Þér skuluð
vera þolinmóðir í andstreymi og neyð,
blessið þá, sem ofsækja yður, þakkið þeim,
sem ofsækja yður og ljúga á yður. Allt
skuluð þér þola með lítillátu hjarta. Þér
skuluð elska óvini yðar, og slái einhver
yður á vinstri vangann þá bjóðið honum
þann hægri til höggs. Vilji einhver taka
frakkann yðar þá bjóðið honum jakkann
líka. Sá, sem vill bjarga lífi sínu skal
missa það, en sá, sem vill fórna lífi sínu
mín vegna skal bjarga því. Þér skuluð
ekki reiðast né fúkyrðast sökum synda
Heilagur Frans frá Assisi
tálar viS fuglana. — Eftir
málverki Giotto, sem var
frægur málari.
annarra, þvi að reiði og fúkyrði samræm-
ast aldrei kærleika kristindómsins. Enginn
má kasta steini að syndara og enginn má
ha'fa sekt hans i hámæli. Mesta samúð
hafði Frans með þeim, sem voru fátækir
og umkomulausir, óhamingjusamir eða
líkþráir. Sagt var, að hann veitti þeim
ásjá, sem sjálfur guð hefði gleymt. Hver,
sem til okkar kemur, þjófur eða ræningi,
skal vera velkominn og honum skal tekið
með góðmennsku og mildi. Lítillæti Frans
og háttvisi gerðu það að verkum, að hann
lét aldrei freistast til að ávíta aðra né veita
niðurlægjandi ráð. Það mun vera ókleift
að hjálpa öðrum, ef sá, sem hjálpina skal
veita, telur sig bæði vitrari og hamingju-
samari en þeir, sem hjálpa skal. Aðeins
sá, sem einnig hefur þunft eða þarf á
hjálp að halda er fær um að hughreysta,
hugga og gleðja.
Einhver fegm-sta sagan, sem sögð hefur
verið um Frans er sú, þegar hann fer ein-
samall upp í fjöll, þar sem hættulegur
ræningjaflokkur héfur bækistöð sina. Hann
færir ræningjunum góðan mat og vín, á-
varpar þá alþýðlega og glaðlega. Á þennan
hátt fær hann hrært við því bezta, sem
blundar i brjóstum þeirra, þeir breyta um
líferni og einn ræninginn gerist meðlimur
í bræðralagi Frans.
Frakkinn Renau sagði: „Síðan lærisveina
Jesú leið, hefur aldrei verið gert annað
eins átak til þess að endurnýja kenningu
Krists og gera hana að raunveruleika“.
Frans bar ekki aðeins i brjósti djúpan
og óeigingjaman kærleika til mannanna
og þá einkum þeirra, sem óhamingjusam-
ir voru, hann var lika mikill dýravinur.
Ein fallegasta mynd Giottos af Frans sýnir
hann talandi við fuglana. „Bræður min-
ir, þér standið í mikilli þakkarskuld við
guð, að hami hefur veitt yður fæmina til
þess að fljúga hvert sem þér viljið, hann
gaf yður fallegu fötin yðar, fæðuna, sem
þér fáið fyrirha’fnarlítið og röddina, sem
þér getið beitt í fögrum söng. Fyrir allt
þetta eigið þér að vera þakklátir og lofa
og vegsama guð“. — Þá er sagan tnn úlf-
inn, sem drap kindur bóndans og réðst
jafnvel á fólk. Frans skarst í leikinn og
tamdi úlfinn. Hann var ekki liarður við
neinn nema sjálfan sig. Líkama sinn kall-
aði hann asna bróður og sagði, að hann
ætti að fá lítinn mat en mikinn aga.
Hreyfingin breiddist út. Bræðurnir voru
sendir í allar áttir til þess að boða evan-
geliið, hjálpa og liughreysta, semja frið,
slökkva hatur, útrýma öfund úr hugum
þeirra, sem höfðu illt i hyggju. Þessir
lítilsvirtu bræður fóm víða um lönd sem
sendiboðar guðs.
Frans lifði á timum krossferðanna, þeg-
ar hatrið blossaði og blóðsúthellingar voru
daglegt brauð, þjóðir að vestan bárust á
banaspjótum við þjóðir að austan. Frans
reyndi að koma i veg 'fyrir þessi ósköp
með því að boða Múhameðstrúarmönnum
kristna trú. Hann tók sér ferð á hendur
til landsins helga en brátt ofbuðu honum
öll þau grimmdarverk, sem unnin voru í
Jesú nafni. Hann náði fundi soldáns og
Framhald á siSu 13S.
A K R A N E S
123