Akranes - 01.10.1954, Qupperneq 16
ÓLAFUR B. BJÖRNSSON:
Frahhland vahnar við
vondan dranm
komust — Italir. Þeir drukku sem nemur
35 lítrum á hvern fullorðinn mann, eða
sem svarar 106 whiskyflöskum. Samsvar-
andi tölur: 18 1 í ítaliu, 8,5 1 í Banda-
ríkjunum, 5,67 I í Englandi.
1 Frakklandi getur það komið fyrir, að
ungbarnið læri að þekkja bragðið af víni
áður en það lærir að ganga. Síðan eykst
vöxturinn og þorstinn jöfnum höndum.
HÉR á landi hefur það lengi þótt hin
bezta fallöxi á „ofstækissjónarmið"
bindindismanna, og átt að duga til að gera
áróður þeirra tortryggilegan, að benda á
Frakkland. Víníramleiðslulandið mikla,
þar sem aldrei sjáist maður með víni“, þótt
svo að segja öll þjóðin noti vin, og bömin
drekki það, jafnvel með, eða fyrir móður-
mjólkina.
Þótt Frakkland hafi lengi verið stór-
veldi. Þótt þjóðinni sé margt vel gefið og
þar hafi verið barist fyrir frelsi og fram-
förum; er eitt víst óhætt að fullyrða, að
síðustu áratugi, hafi þar mátt sjá mörg
merki hnignunar- og giftuleysis, sem því
miður muni eiga djúpar rætur.
I þessum efnum nægir að benda á við-
horfin til nýlendnanna. Á vaxandi
kommúnisma, sem fyrst og fremst á rætur
í skilningsskorti fyrir timanlegri velferð
þegnanna og frelsi þeim til handa. Það má
benda á vafasaman eða rénandi stjórn-
málaþroska einstaklinga og almennings,
sem Ijósast má marka i hinum róstusömu
og óráðnu stjórnmálum og tiðu stjórnar-
skiptum i landinu.
Þótt ekki sé fleira nefnt, hljóta slík
vandkvæði, öfgar og öfugstreymi — með
menntaðri stórþjóð — að liggja alllangt að
baki, um áratugi eða aldir.
Um langa hríð hafa verið mörg veður
í lofti í stjómmálum Frakklands, óstöðugt
og á hverfanda hveli. Komu þessar veilur
og vandkvæði glögglega fram i síðasta
stríði, svo og oft frá stríðslokum, og má
segja að þar hafi mátt sjá mörg og skýr
sjúkdómseinkenni, svo í opinberu lífi sem
einstaklinga. Þar sem hér er inn að ræða
margra alda stórveldi, áhrifamikið í heims-
málunum, hafa þessi vandkvæði og óvissa
í stjórnmálum Frakklands haft hinar al-
varlegustu og skaðlegustu afleiðingar i
sambandi við hina mikilsverðustu samn-
inga á alþjóðavettvangi. Mörgum hefur
víst dottið i hug undanfarið: Hvort nokk-
uð væri hægt að eiga undir svona sundur-
þykku ríki, þar sem svo að segja ekki má
reiða sig á neitt frá degi til dags. Þar
sem kjörnir ráðamenn velta úr sætum
símmi að stuttri sttrnd liðinni. Um mörg
undanfarin ár hafa ýmsir leiðtogar þjóð-
arinnar bent henni á allt. þetta með al-
varlegum orðum og tekið djúpt í árinni.
Á þessu ári, þegar allt var á hverfanda
hveli í málum Frakklands, óánægja og
ótal vandkvæði innávið og vantraust útá-
við, kom þar fram á sjónarsviðið all fyrir-
ferðarmikill forystumaður að nafni Mend-
es-France. Honum var mikill vandi á
höndum, því að hér var komið í mikið
óefni. Hann hefur gengið tvíefldur til
verks. Honum voru ljósar veilurnar mörgu
og vandkvæðin, hvar rætur þeirra margra
lágu, og hvað gera þurfti fyrst og fremst
til að rétta við og komast á réttan kjöl.
Hann sagði þjóð sinni óspart og opinskátt
til syndanna.
Mendes-France sagði, að eitt höfuðmein
og alvarlegasta vandamál Frakka væri hin
ótakmarkaða, geysilega vinnautn frönsku
þjóoarinnar, sem færi sívaxandi og ylli
með ári hverju vaxandi vandkvæðum, sem
hefði ófyrirsjáanlegar afleiðingar á þjóð-
lífið allt og þjóðarsálina, á Frakkland í
heild. Hann sagði beinlínis að á þessu sviði
þybfti að vera um afturhvarl' að ræða og
algera stefnubreytingu, ef þjóðin ætti að
rétta við og ná á ný stolti sínu og stöðu
meðal þjóðanna.
Þetta sagði mesti ráðamaður Frakklands
nú. Vínlandsins góða, þar sem „enginn
sést fullur“, en allir dre'kka, jafnvel börn-
in i reifum. Þarna er sagan sögð hispurs-
laust, á síðustu stund, útúr neyð, þegar
þjóðin sem heild er komin á fremsta hlunn
með að tapa virðingu sinni og frelsi, úr-
ættast, og berast fyrir vindi vonleysis i
vargakjaft ómenningarinnar.
Þessi gáfaði maður Frakklands, sein
þekkir vel hin alvarlegustu vandamál þjóð -
ar sinnar segir, að ein megin nauðsyn
Frakka sé að hætta að drekka, að ein-
staklingarnir taki sér fram i þessu efni, og
að ríkið i heild reisi beinlinis skorður við
hinni ógurlegu vínnautn. Þetta eru aðvör-
unarorð leiðtoga tugmilljóna þjóðar á ör-
lagastund i lífi hennar á því herrans ári
1954-
í hinu heimsþekkta tímariti Reader’s
Digest, sem hefur hátt á 18. milljón kaup-
enda, var fyrir skömmu mjög athyglis-
verð grein um áfengismál Frakka. — Er
þetta því athyglisverðara, sem ritið er
ekkert bindindisrit. — Þar eru aðeins sett-
ar fram staðreyndir, sem ómögulegt er að
hrekja. Verða hér tekin upp nokkur sýnis-
horn a'f hinu alvarlega ástandi í áfengis-
málum Frakka:
„Árið sem leið drukku Frakkar fimm
sinnum meira en þeir, sem næstir þeim
Heimabrugg.
Það er lögleyft í Frakklandi, og hafa
3 millj. 250 þús. einstaklingar leyfi til að
framleiða áfengi úr vínberjum, eplum,
sveskjum, perum, sykurrófum og jafnvel
þistlum. Vínsölustaðir eru ])ar svo margir,
að einn er fyrir hverja 90 ibúa. Árangui -
inn af öllu þessu er 22 áfengissjúklingar
á hverja 1000 íbúa í Frakklandi.
Frakkar eyða yfir 32 milljörðum (32.
000.000.000) króna á ári fyrir áfenga
drykki, eða að meðaltali tíunda hlutanum
af tekjum hverrar fjölskyldu.
Styrkir — Húsnæðisvandamál —
Áróður.
Áfengisframleiðendur hafa fengið opin-
beran styrk til framleiðslunnar, sem svar-
ar 800 milljónum kr. á ári. Nákvæmlega
sama upphæð var svo klipin af fjárveit-
ingu til að styrkja íbúðarhúsbyggingar.
En ófullnægjandi húsnæði heima fyrir, er
talin ein megin ástæða aukins drykkju-
skapar. — Fransmaðúrinn drollar á vín-
veitingastofunni eftir vinnutíma heldur en
að fara heim til sin.
Áfengisáróðurinn er na^stum hið sterk-
asta áhrifavald í frönskum stjórnmálum.
Bak við hann standa ýfir tvær milljónir
vínyrkja, verkamanna og veitingafólks. Á
árinu 1953 hefur áfengisáróðurinn t. d.
hjálpað til að steypa tveim ríkisstjórnum,
er féllu á málum er snerta áfengi.
Nýlega hefur þeirri hugmynd, að vín-
ið væri mikil auðlind fyrir Frakkland, ver-
ið hrundið í franska þinginu sem heila-
spuna einum. Vin og sterkir drykkir nema
minna en 6% af útflutningi Frakklands.
Vingeymar ríkisstjómarinnar eru yfirfull-
ir af nálægt 300 milljónum lítra af áfengi,
sem ekki gengur út. Frakkland verður að
flytja inn matvæli, meðan meira áfengi
streymir úr víngörðum og sykurekrum,
sem rekin eru með ríkisstyrk.
Mjólk í stað áfengis.
Þessar tölur ha'fa orðið rikisstjórninni
hvatning til að snúast gegn áfengisáróðr-
inum. 1 júlí kom Laniel forsætisráðherra
fram mikilli tollhækkun á áfenga drykki.
Styrkir til vinyrkju voru lækkaðir, og
hann lagði til að fénu yrði varið til að
Framhald á síSu 140.
124
AKRANES